Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 2. september 2009, kl. 13:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, , Guðfinna Þorvaldsdóttir, Sigfús Davíðsson og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason sem ritaði fundargerð. Forföll boðaði Ólafur Elvar Júlíusson.
Við bætast liðir nr. 2.22., 2.23.,14, 15 og 16. Samþykkt samhljóða.
- Kaupás hf., vegna samnings um lágvöruverslun á Hellu.
Undir þessum lið komu á fundinn Eysteinn Helgason, framkvæmdarstjóri Kaupáss, og Gísli Jón Magnússon, fjármálastjóri Norvíkur hf. Farið var yfir aðkomu Kaupáss að verslun í sveitarfélaginu og stefnt að opnun Krónuverslunar í samræmi við gildandi samning aðila. Jafnframt mun sveitarstjórn vinna náið með fulltrúum Kaupáss að framgangi mála.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 41. fundur, 23. júlí 2009.
Til kynningar.
- Hreppsráð, 42. fundur, 13. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Hreppsráð, 43. fundur, 13. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 21. fundur, 12. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 37. fundur, 26. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd, 10 fundur, 23. mars 2009.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd 11. fundur, 24. ágúst 2009.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Samgöngunefnd 12. fundur, 31. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 28. fundur, 19. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Tónlistarskóli Rangæinga, 121. fundur, 24. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, útboð 2, kynningarfundur 18. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3 ehf. 1. áfangi, 7. verkfundur, 14. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3 ehf. 1. áfangi, 8. verkfundur, 28. ágúst 2009.
Til kynningar.
- SASS, 425. fundur, 14. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 174. fundur, 25. júní 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 175. fundur, 24. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, 120. fundur, 20. ágúst 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 111. fundur, 2. september 2009.
Til kynningar.
- Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar, fundur, 2. september 2009.
Til kynningar.
- Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar, fundur. 2. september 2009.
Tillaga um að staðfesta fundargerðina.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (IPG).
- Samráðshópur um samstarf í Rangárvalla-, V.Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum, fundur 27. ágúst 2009.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra fagnar þeim vilja sem sveitarstjórnir á svæðinu sýna til aukinnar samvinnu í kjölfar tilkomu Landeyjahafnar. Fyrir liggur að mikil sóknarfæri koma til með að skapast til aukinnar samvinnu, íbúum áhrifasvæðis hafnarinnar til hagsbóta. Sveitarstjórn Rangárþings ytra mun leita allra leiða til að nýta þau sóknarfæri og samþykkir að Þorgils Torfi Jónsson oddviti verði fulltrúi Rangárþings ytra í stýrihópi um aukið samstarf sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
- Byggingarnefnd, 27. fundur, 2. september 2009.
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.
Samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá (GÞ).
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur september 2009.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Kvíarholt land 3, stofnun lögbýlis.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis; Kvíarholt, land 3, en bendir á að Örnefnanefnd þarf að staðfesta heiti lögbýla.
Samþykkt samhljóða.
- Stóri Klofi, landskiki, stofnun lögbýlis.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landskika nr. 21739, í landi Stóra Klofa, en bendir á að Örnefnanefnd þarf að staðfesta heiti lögbýla.
Samþykkt samhljóða.
- Brekka – Skinnur, lóðamörk.
Lögð fram drög að lóðamörkum milli Brekku og Skinna. Lóðamörkin eru gerð eftir gögnum og heimildum fyrri eigenda jarðanna. Sveitarstjórn staðfestir framlögð lóðamörk fyrir sitt leyti. Sveitarstjóra falið að afla staðfestingar landeigenda í Brekku.
Samþykkt samhljóða.
- Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
- Trúnaðarmál.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Álftavatn, umsögn Umhverfisstofnunar.
Til kynningar.
- Jarlstaðir, vegalagning.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
Samþykkt samhljóða.
- Lýsing hf., framlenging rekstrarleigusamnings.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
Samþykkt samhljóða.
- Gröf, ríkisjörð, afturköllun söluferlis.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að ráðuneytið skuli falla frá undirbúningi sölu á ríkisjörðinni Gröf. Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum landbúnaðarráðuneytisins varðandi málið.
Samþykkt samhljóða.
- Foss, Hungurfit og Krókur.
Sveitarstjóra falið að auglýsa til sölu eða leigu, ofangreinar fasteignir sveitarfélagsins. Afgreiðslu tengdra erinda frestað.
Samþykkt samhljóða.
- Íslenska Fjallarallið 2009.
Sveitarstjórn fellst á umrædda aksturskeppni, enda liggur fyrir samþykki Ásahrepps og jákvæð umsögn samgöngunefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Jarðfræðigarður, Geopark.
Sveitarstjóra falið að óska eftir viðræðum við forsvarsmenn verkefnisins um hugsanlega aðkomu að verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
- Handverkshúsið Hekla.
Erindi um framlengingu samnings um rekstur upplýsingamiðstöðvar er hafnað með vísan í niðurstöðu fundar með ferðaþjónustuaðilum 28. maí sl., þar sem samþykkt var að endurskoða aðkomu sveitarfélagsins að markaðs- og kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Sveitarstjóra falið að koma á fundi við ferðaþjónustuaðila vegna þeirra mála.
Samþykkt samhljóða.
- Afmörkun skólalóðar Grunnskólans á Hellu.
Til kynningar.
- Barnaverndarúrræði, vegna samnings við Barnaverndarstofu.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra átelur þau vinnubrögð sem sveitarfélagið Árborg hefur viðhaft varðandi framhald samstarfsverkefnis sunnlenskra sveitarfélaga við Barnaverndarstofu. Góð reynsla hefur verið af verkefninu og því samstarfi sem verið hefur í tengslum við það. Sveitarstjóra falið að upplýsa bæjarstjórn Árborgar um afgreiðslu sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Álagningaskrá.
Lögð fram álagningaskrá Rangárþings ytra, sbr. 8. lið 42. fundar hreppsráðs.
Til kynningar.
- Staðgreiðsluáætlun.
Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu til sveitarfélagsins.
Til kynningar.
- Töðugjöld, ábendingar og tillögur.
Sveitarstjórn fellst á að taka ábendingarnar til skoðunar og fagnar áhuga íbúa á árlegum töðugjöldum. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Kvennakórinn Ljósbrá, styrkumsókn.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk á móti húsaleigu Laugalandi, þann hlut er varðar Rangárþing ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Framtíð íslensks landbúnaðar og byggðar, málþing.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Menntamálaráðuneytið, viðbragðsáætlun vegna svínainflúensu.
- Heilsuvernd, árleg inflúensubólusetning.
- Skaftárhreppur, gjaldskrá heimaþjónustu.
- Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.35