Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 5. mars 2009, kl. 13.00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Gísli Stefánsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð.
Við bætast liðir 13., 14., 15., F7., F8., og F9.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 36. fundur, 19 . feb. 2009. Liðum nr. 11 og 20. vísað til hreppsnefndar.
Fundargerðin er staðfest að undanskildum liðum 11. og 20.
Samþykkt samhljóða.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 32. fundur, 18. febrúar 2009.
Til kynningar.
- Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar, 8. fundur, 27. feb. 2009.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar, fundur, 27. feb. 2009, ásamt rekstraryfirliti 2008.
Sveitarstjórn fellst ekki á afgreiðslu fjallskilanefndar varðandi 2. lið, þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu.
Fundargerðin er staðfest að öðru leiti.
Samþykkt samhljóða.
- Öldur III, 14. verkfundur, 17. feb. 2009.
Hreppsnefnda samþykkir að fela sveitarstjóra auk oddvita, meiri- og minnihluta, að leita eftir samkomulagi við verktaka um framgang samningsins um Öldur III.
Samþykkt samhljóða.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 108. fundur, 26. feb. 2009.
Til kynningar.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu. 30. fundur. 25. feb. 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands., 168. fundur, 18. feb. 2009.
Til kynningar.
- Vinnumarkaðsráð Suðurlands, 9. fundur, 12. feb. 2009, ásamt ályktun.
Til kynningar.
- Framkvæmdanefnd Þjórsárveita, fundur 16. feb. 2009.
Til kynningar.
- Forvarnarhópur ,, Litli hópur ”, fundur 18. feb. 2009.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
- Fjarkastokkur, land úr Bala, lögbýlisstofnun.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis að Fjarkastokk úr landi Bala með lnr. 174566.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis.
Samþykkt samhljóða.
- Afskrift á opinberum gjöldum. Túnaðarmál:
Fært í trúnaðarmálabók.
- Stóru Versalir, erindi Veiðifélags Holtamannaafréttar:
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
- Þrúðvangur 31 breyting á baðherbergi:
Lagt er fram til kynningar áætlun frá eignaumsýslu vegna breytinga á baðherbergi við Þrúðvang 31.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita lausnar á málinu.
Samþykkt samhljóða.
- Uppgjör byggðasamlagsverkefna Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu:
Til kynningar.
- Álagning gatnagerðargjalda v. Rangárbakka 2, með vísan í 36. fund hreppsráðs:
Sveitarstjórn samþykkir að leita álits lögmanns sveitarfélagsins á framkomnum gögnum og er afgreiðslu frestað.
Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá ( ÞTJ) og (IPG).
- Úttekt á fræðslustofnunum, með vísan í 36. fund hreppsráðs:
Tillaga D lista: Lögð eru fram drög af verksamningi við RHA. Sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar falið að ræða við RHA um lækkun kostnaðar í samræmi við umræður á fundinum og ganga frá samningi í kjölfarið.
B listi leggur fram neðangreinda breytingartillögu:
B-listinn leggur til að fyrirhuguð úttekt á fræðslustofnunum í Rangárþingi ytra verði slegin af.
Viljum við í því sambandi rifja upp og taka saman nokkra punkta um fyrri úttektir, gildi þeirra og kostnað við slíkar úttektir.
Í marsmánuði 2004 gerði Háskólinn á Akureyri úttekt á skólastarfi í Rangárþingi ytra og niðurstaða var á þá leið að hagkvæmasti kosturinn væri að reka skólana með sama hætti og verið hafði á Hellu og Laugalandi. Lagt var til að grunnskólastarfssemi í Þykkvabæ yrði flutt á Hellu.
Kostnaður við þessa skýrslu var kr. 1.820.196,- .
Skipuð var nefnd árið 2005 til að kanna mögulega hagræðingu á rekstri grunnskólans á Hellu og Laugalandi. Þar var litið til framtíðar og kannað hvort hagkvæmara væri að hafa eina yfirstjórn og einnig hvort að hagkvæmara væri að hafa skólann á einum stað. Þegar tekið var tillit til breytinga á bekkjardeildum, húsnæði, auknum akstri, fjölgun deildarstjóra og hækkun á launakjörum stjórnenda þá var það ekki talið fjárhagslega hagkvæmt.
Kostnaður við þessa nefndarvinnu liggur ekki fyrir.
Skólaþing var haldið 2007 á Hellu og þar var kannaður vilji og hugur íbúa sveitarfélagsins til skólanna. Niðurstaðan var sú að mikill meirihluti íbúa vildi halda áfram að reka skólana með sama hætti og verið hefur. Jafnframt var lögð áhersla á endurbætur/byggingar á húsnæði leik- og grunnskóla á Hellu.
Kostnaður við þetta skólaþing var kr. 1.557.000,-
Hafin var vinna við skólastefnu fyrir Rangárþing ytra og Ásahrepp árið 2007. Hefur sú vinna legið niðri síðast liðið ár.
Kostnaður við þessa vinnu var kr. 437.137,-
Samtals kostnaður við úttektir, skólaþing og skólastefnuvinnu er því orðinn kr. 3.814.000,-
Í framhaldi af skýrslu frá 2004 var grunnskólastarf í Þykkvabæ flutt á Hellu. Ekkert var hugsað fyrir því hvað kæmi í staðinn í yfirgefnar byggingarnar í Þykkvabæ. Á árinu 2007 var leikskólastarfsemi komið aftur á í húsnæði sveitarfélagsins í Þykkvabæ.
Núna er á dagskrá að fara í enn eina úttektina, með tilheyrandi kostnaði.
Kostnaður skv. tilboði frá RHA er áætlaður kr. 2.980.530,- m. Vsk.
Í ljósi þess að uppbygging á starfsemi framhaldsskóla á Hellu mun dragast þó nokkuð vegna efnahagsástandsins þá er það alveg skýrt í hugum okkar B-lista fólks að grundvöllur fyrir frekari úttekt er ekki fyrir hendi.
Rangárþing ytra á úttektir um leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu sem segja allt sem segja þarf.
B-listinn leggur því til að fyrirhuguð úttekt á fræðslustofnunum í Rangárþingi ytra verði slegin af.
B-listinn leggur til að fjármunir þeir sem áætlaðir voru í úttekt á rekstri fræðslustofnana verði frekar lagðir í sýnilegar framkvæmdir, íbúum til hagsældar og yndisauka t.d. með því að efla og fegra leikvelli í sveitarfélaginu.
5.mars 2009 - Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ólafur Elvar Júlíusson
Breytingartillaga B lista er felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum ( ÓEJ), (GÞ) og (MÝS).
Borin er upp tillaga D lista
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum (ÓEJ), (GÞ) og (MÝS).
Bókun D-lista, vegna tillögu B-lista undir 8. lið á dagskrá 39. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra,
- mars 2009:
Undirritaðir fulltrúar D-listans lýsa undrun á fram kominni tillögu B-listans. Telja undirrituð að það sé faglegt að fá með reglubundnum hætti úttekt á fræðslustarfi í sveitarfélaginu. Útgjöld til fræðslumála eru um 54% af áætluðum heildar útgjöldum sveitarfélagins á árinu 2009. Hér er um langt stærsta málaflokk sveitarfélagsins að ræða.
Undirrituð hafa metnað til þess að í Rangárþingi ytra sé rekið skólastarf sem stenst allan samanburð við önnur sveitarfélög. Það er skoðun undirritaðra að hvergi megi slá þar af. Með tillögu D-listans um úttekt frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri er fyrst og fremst verið að fá skoðun einna færustu sérfræðinga landsins á því hvernig þessum málum er farið í sveitarfélaginu. Innra mat skólastofnana í sveitarfélaginu er með ágætum. Slíkt innra mat er afar nauðsynlegt, en hér er þó ekki um innra mat að ræða, heldur ytra mat.
Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra bera mikla ábyrgð. Við berum öll ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins og jafnframt ábyrgð á rekstri og starfssemi þess. Sú úttekt sem hér er lagt til að farið verði í er fyrst og fremst til þess fallin að kjörnir fulltrúar geti betur verið upplýstir um stöðu mála og tekið ákvarðanir á upplýstum grunni.
Á því tímabili, sem B-listinn rekur í tillögu sinni, hefur Rangárþing ytra varið um 2.000.000.000 króna til fræðslumála, en á sama tíma hefur um 3.800.000 króna verið varið til vinnu við úttektir og stefnumótunarstarfs í skólamálum. Það er því hjákátlegt að lesa tillögu B-listans, sérstaklega í ljósi þess að við gerð yfirstandandi fjárhagsáætlunar, sem var samþykkt samhljóða í sveitarstjórn, kom eftirfarandi fram:
“Ákveðið er að skólastarf í sveitarfélaginu verði skoðað í ljósi nýrra og breyttra laga um menntamál sem gefa tilefni og tækifæri til endurskoðunar, hagræðingar og nálgunar með nýjum hætti. Í sveitarfélaginu er öflug aðstaða til fjölbreyttrar þjónustu við íbúana og skoða verður nýtingu fasteigna sveitarfélagsins með hag íbúanna að leiðarljósi. Í þessu sambandi telur sveitarstjórn rétt og nauðsynlegt að unnið verði að úttekt og þarfagreiningu á leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólastarfi í sveitarfélaginu og að þeirri vinnu verði lokið eins fljótt og verða má.”
Fulltrúar D-listans harma að fulltrúar B-listans skuli nú hlaupa frá því góða samstarfi sem listarnir áttu við gerð yfirstandi fjárhagsáætlunar.
Þá telja undirrituð ekkert samhengi á milli þess að hafa faglegt skólastarf í sveitarfélaginu og þess að efla leiksvæði sveitarfélagins. D-listinn vinnur að því að efla leiksvæði sveitarfélagins, en gerir það ekki á kostnað öflugs skólastarfs.
Undirrituð geta því ekki fallist á illa ígrundaða tillögu B-listans.
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson vék af fundi og sæti hans tók Gísli Stefánsson.
- Náttúruverndaráætlun, umsögn sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir eftirfarandi ályktun:
Sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings ytra, lýsa undrun sinni á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í stjórnsýslunni við afgreiðslu náttúruverndaráætlunar. Er þar m.a. vísað til þess að fulltrúar sveitarfélaga á Suðurlandi voru boðaðir á fund í Reykjavík með innan við 24 stunda fyrirvara til þess að veita umsögn um áætlunina.
Í Október 2006 var skipuð nefnd sem fór yfir mögulega stækkun friðlands í Þjórsárverum. Nefndin var skipuð fulltrúum sveitarfélaganna beggja megin Þjórsár og fulltrúa frá Umhverfisráðuneyti. Niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir í skýrslu um tillögur um stækkun friðlands í Þjórsárverum frá 14. mars 2007.
Sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings ytra styðja ofangreindar tillögur frá 14. mars 2007 og óska eftir að tillit verði tekið til þeirra við afgreiðslu náttúruverndarætlunar.
Samþykkt samhljóða.
- Lóðarkaup, Íþróttahús Þykkvabæ:
Til kynningar.
- Niðurrif Mýrarkot, fyrrv. Leikskólahúsnæði Laugalandi:
Til kynningar.
- Könnun vegna umferðar motor-cross hjóla í Þykkvabæjarfjöru:
Til kynningar.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir eftirfarandi bókun:
,,Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ítrekað fjallað um nauðsyn þess að tvöföldun Suðurlandsvegar verði sett í tafarlausan forgang. Nýjum hugmyndum Vegagerðarinnar um 2+1 veg er því hafnað og þess krafist að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar verði hafnar án tafa. Tvöföldun Suðurlandsvegar er ófrávíkjanlegt forgangsmál, þar sem engan afslátt má gefa af umferðaröryggi og flutningsgetu vegarins.”
Sveitarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar á framfæri við hlutaðeigandi yfirvöld.
Samþykkt samhljóða.
- Rekstur sjúkrabifreiða í Rangárvallasýslu:
Ályktun sveitarstjórnar Rangárþings ytra um rekstur sjúkrabifreiðar í sýslunni, lögð fram á 39. fundi hreppsnefndar, þann 5. mars 2009.
,,Í ljósi þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að leggja til við heilbrigðisráðherra að draga úr öryggisþjónustu við íbúa Rangárvallasýslu með því að leggja niður vakt sjúkrabifreiðar á Hvolsvelli um helgar og eftir kl. 17 virka daga, vill sveitarstjórn Rangárþings ytra mótmæla harðlega þeim hugmyndum.
Er hér ekki einvörðungu um að ræða að sjálfsögð þjónusta við íbúa sýslunnar yrði stórlega skert, heldur væri öryggi allra íbúa og gesta sýslunnar sett í uppnám. Ef heilbrigðisráðherra samþykkir þessa tillögu mun hann um leið gera íbúa Rangárvallasýslu að 2. flokks borgurum. Slíkt getur sveitarstjórn Rangárþings ytra aldrei sætt sig við og fordæmir því þessar tillögur HSu.
Það er krafa sveitarstjórnar Rangárþings ytra að vakt sjúkrabifreiðar sé til staðar í Rangárvallasýslu allan sólarhringinn allt árið um kring. Hér er um að ræða grunnþjónustu sem hinu opinbera ber að standa vörð um. Það eru mannréttindi, en ekki forréttindi, að hafa greiðan aðgang að sjúkrabifreið.
Skorar sveitarstjórnin á stjórnendur HSu að draga nú þegar tillöguna til baka. Jafnframt skorar sveitarstjórnin á heilbrigðisráðherra að tryggja Rangæingum þau sjálfsögðu mannréttindi að geta treyst á það öryggisnet sem nálægð sjúkrabifreiðar er.”
Sveitarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar á framfæri við hlutaðeigandi yfirvöld.
Samþykkt samhljóða.
- Fyrirspurn frá B lista:
Eftirfarandi spurningar hafa borist frá B lista vegna úttektar INTELLECTA:
Spurningar B lista:
- Hvað kostaði úttekt Intellecta ?
- Hvernig túlkar sveitarstjóri eða oddviti niðurstöður úttektarinnar ?
- Hefur verið gripið til einhverra aðgerða í kjölfari úttektarinnar ?
- Hvenær verða niðurstöður úttektarinnar gerðar opinberar eins og sveitarstjóri lagði til á hreppsnefndarfundi 5. júní 2008 ?
Svar sveitarstjóra við fyrirspurnum B lista:
- 499.535,-
- Úttekt Intellecta innifelur niðurstöður úr viðtölum við sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélagsins og aðra tengda aðila og tillögur að aðgerðum. Sveitarstjóri leggur ekki túlkun á niðurstöður úr viðtölum. Hvað varðar tillögur að aðgerðum þá tekur sveitarstjóri undir þær.
- Með vísan í tillögur um aðgerðir, þá hefur sveitarstjóri leitast eftir að breytt verði eftir þeim.
- Skýrslan var gerð opinber 4. desember 2008, á 35. fundi hreppsnefndar
Bókun B-lista vegna úttektar INTELLECTA
B-listi fer fram á að intellecta kynni niðurstöður úttektarinnar fyrir hreppsnefnd og starfsmönnum sveitarfélagsins á fundi til þess að nýta þessa miklu vinnu sem fram fór. Í framhaldinu kynni sveitarstjóri fyrir sömu aðilum hvað hann hyggst gera eða hafi gert við niðurstöðurnar.
5.mars 2009 – Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ólafur Elvar Júlíusson
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar Búðarhálsvirkjunar.
Til kynningar.
- Ráðstefna Leirubakka. Tormod Torfeus.
Til kynningar.
- Ársfundur Íslenskra orkurannsókna.
Til kynningar.
- Ráðstefna um evrópsk sveitarstjórnarmál, ESB.
Til kynningar.
- Tónlistarhátíðin “NORDIC BLUES FESTIVAL”í Rangárvallasýslu, styrkumsókn.
Hreppsnefnd samþykkir að veita Tónlistarhátíðinni “NORDIC BLUES FESTIVAL” í Rangárvallasýslu styrk að upphæð 100.000 kr.
Samþykkt samhljóða.
- Áskorun KSÍ til sveitarfélaga um stuðning til sveitarfélaga
Erindinu er vísað til Íþróttar- og æskulýðsnefndar.
- Rangárbakkar, hestamiðstöð Suðurlands ehf, umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti.
Hreppsnefnd samþykkir að veita Rangárbökkum, hestamiðstöð Suðurlands styrk að upphæð 347.818 kr. á móti álögðum fasteignaskatti.
Samþykkt samhljóða.
- Húsakynni, aðalfundur 18.mars 2009.
Til kynningar.
- Aðalfundur Búnaðarfélags Rangárvallahrepps, 9. mars 2009.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sjálfboðaliðsstarf á hálendinu.
- Samgönguráðuneytið, vegna fjárhagsáætlana 2009, fjármálegra upplýsinga, auk tengds efnis.
- Varasjóður húsnæðismála, könnun á stöðu leiguíbúða.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, minnisblöð.
- KPMG, vegna veðhæfni fasteigna sveitarfélaga.
- Fornleifavernd ríkisins, vegna deiliskipulags, Skarð/ Króktún.
- Álagning fasteignagjalda á mannvirki á Holtamannaafrétt.
- Skipulagsmál á afréttum.
- Reiðvegir og þjónusta í Rangárvallasýslu, styrkumsóknir úr verkefninu Klasar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10.