38. fundur 05. febrúar 2009

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 5. febrúar 2009, kl. 13.00.

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð að auki sat fundinn Rúnar Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi fundinn undir lið 1.1.

 

Við bætast liðir 1.18., 1.19., 1.20., 1.21. og liður 2.5.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Skipulagsnefnd Rangárþings bs., 16. fundur, 28. janúar 2009.

Eftirtaldir liðir fundargerðar Skipulagsnefndar lúta að Rangárþingi ytra og er afgreiðsla þeirra sem hér segir:

Liður 084.2009. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingartillagan verði auglýst.

Liður 085.2009. Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingartillagan verði auglýst.

Liður 086.2009. Sveitarstjórn hafnar deiliskipulagstillögunni þar sem ekki er fallist á sérstaka lóð undir geymslu/skemmu og aðkomu að henni.

Liður 087.2009. Sveitarstjórn hafnar deiliskipulagstillögunni. Sveitarstjóra er falið að láta vinna nýja deiliskipulagstillögu.

Fundargerð Skipulagsnefndar er að öðru leyti staðfest hvað varðar Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og tómstundanefnd, 23. fundur, 21. janúar 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 22. fundur, 11. janúar 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Öldur III, 12. verkfundur, 20. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, framkvæmdaráð, fundur 23. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Vatnsveitumál í Rangárþingi ytra, Ásahreppi og Flóahreppi, fundur 26. janúar 2009, ásamt minnisblaði.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 107. fundur, 29. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Stórmót sunnlenskra hestamanna, fundur 27. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 31. fundur, 21. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Undirbúningsnefnd fjölskylduhátíðar íslenska hestsins, fundur 1. febrúar 2009.

Til kynningar.

  • Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, fundur 20. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 28. aukaaðalfundur, 19. desember 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 166. fundur 15. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 116. fundur, 27. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Fundur með Landsvirkjun, 21. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Framkvæmdanefnd Þjórsársveita, fundur 27. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Samband íslenskra sveitarfélaga, 760. fundur, 23. janúar. 2009.

Til kynningar.

  • Fundargerð vinnuhóps að gatnagerðargjöldum, fundur 4. febrúar. 2009., ásamt tillögu að ,,Samþykkt um gatnagerðargjöld fyrir Rangárþing ytra”.

Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu að ,,Samþykkt um gatnagerðargjöld fyrir Rangárþing ytra”.

Samþykkt samhljóða.

  • Fundargerð vinnuhóps um endurskoðun samþykkta um stjórn og fundarsköp, ásamt tillögum um breytta nefndarskipan, fundur . 4. febrúar 2009.

Liðum b og d er vísað til samstarfssveitarfélaga eftir því sem við á. Aðrir liðir eru til kynningar.

  • Fundargerð Samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur , 29. janúar 2009.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd, fundur , 29. janúar 2009.

Fundargerðin er staðfest að því leyti er lýtur að Rangárþingi ytra.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
    • Skyggnisholt í landi Guttormshaga, stofnun lögbýlis.

Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis að Skyggnisholti úr landi Guttormshaga með lnr. 165084.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis.

Samþykkt samhljóða.

 

  • Kaldakinn, landskipti.

Óskað er eftir umsögn um landskipti úr landi Köldukinnar (lnr. 206436). Um er að ræða 44,5. ha. land með lnr. 217663.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

 

  • Neðra Sel, landskipti.

Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um landskipti úr landi Neðra Sels (lnr. 165000) í tvær spildur; 5600 fm. spildu með lnr. 217864, og 11,4 ha spildu með lnr. 217865

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

 

  • Neðra Sel, landskipti, samruni.

Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um landskipti úr landi Neðra Sels, lnr. 165000. Um er að ræða fimm spildur; 2a ( Efsta Sel ) 10,1 ha með lnr. 217866, 2b ( Efsta Sel ) 4,2 ha með lnr.217867, 2c ( Efsta Sel ) 16,9 ha með lnr. 217868, 2d ( Efsta Sel ) 11,7 ha með lnr. 217869 og 2e ( Efsta Sel ) 0,6 ha með lnr. 217872. Lögbýlisréttur fylgi áfram lnr. 165000. Einnig er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar um samruna á eftirtöldum spildum: lnr. 217867 og lnr. 217872 og 199842 sem verða eftir samruna lnr. 199842, lögbýlisréttur fylgir lnr. 165000.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samrunann.

Samþykkt samhljóða.

 

  • Skeiðvellir, stofnun lögbýlis.

Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis að Skeiðvöllum, lnr. 176857.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Umsókn um skólavist:
    • Söngskóli Maríu Bjarkar, umsókn FS, erindi frá 35. hreppsráðs .

Ólafur Elvar Júlíusson víkur af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu.

Samþykkt að greiða kostnað vegna söngnáms FS, kt. 240192-2689 vegna vorannar í Söngskóla Maríu Bjarkar.

Samþykkt með sex atkvæðum, (ÓEJ) tók ekki þátt í afgreiðslu

Sveitarstjóra er falið að gera tillögur að reglum um styrkgreiðslur vegna tónlistarnáms.

Ólafur Elvar tók aftur sæti á fundinum.

  1. Samþykktir á reikningum:

Hreppsnefnd samþykkir framlagðan lista yfir þá einstaklinga sem heimild hafa að samþykkja reikninga fyrir Rangárþing ytra og samstarfsverkefni sem sveitarfélagið tekur þátt í.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Samningur við Flugstoðir um kaup og uppgjör á spildu úr landi Helluflugvallar:

Til kynningar.

  1. Landgræðslusvæði Þykkvabæ:

Til kynningar.

  1. Rjúpnavellir, sumarhús:

Sveitarstjóri kynnti samkomulag um að fjarlægja megi sumarhús, fmr. nr. 219-6846.

  1. Samkomulag um yfirtöku samnings:

Ingvar Pétur Guðbjörnsson víkur af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu.

Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við alla aðila málsins.

Samþykkt samhljóða.

Ingvar Pétur tók aftur sæti á fundinum.

Ólafur Elvar Júlíusson vék af fundi kl. 17.35

  1. Hraðahindranir við Baugöldu og leikvöllur við Öldum II:

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Áform um sameiningu heilbrigðisstofnanna:

Til kynningar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Flugbjörgunarsveitin Hellu, umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti.

Hreppsnefnd samþykkir að veita Flugbjörgunarsveitinni á Hellu styrk að upphæð 308.616 kr. á móti álögðum fasteignagjöldum.

Samþykkt samhljóða.

  • Fundarboð, Bændasamtök Íslands.

Til kynningar.

  • Sóknarnefnd Oddasóknar, styrkur á móti álögðum fasteignaskatti.

Hreppsnefnd samþykkir að veita Sóknarnefnd Oddakirkju styrk að upphæð 81.656 kr. á móti álögðum fasteignagjöldum.

Samþykkt samhljóða.

  • Karlakór Rangæinga, styrkbeiðni vegna afnota af húsnæði.

Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir að veita Karlakór Rangæinga styrk á móti húsaleigu á Laugalandi í Holtum.

Samþykkt samhljóða.

  • Ung fólk og lýðræði, ráðstefna Akureyri.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Rafmagnsleysi, Fljótshlíð – Gunnarsholt.
    • Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, hækkun grunnfjárhæða.
    • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands úttekt Miðheimar.
    • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands úttekt Íþróttamiðstöð Hellu.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, ábyrgð framleiðenda við meðhöndlun rafeindarúrgangs.
    • Eyjólfur Guðmundsson, manngerðir Hellar.
    • Félags- og tryggingarmálaráðuneytið, leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
    • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Lífhlaupið.
    • Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, endurnýjun lögreglusamþykktar.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, megináherslur í úrgangsmálum.

 

  1. Þinglýst skjöl frá Sýslumanni á Hvolsvelli.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?