33. fundur 09. október 2008

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 9. október. 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon og Þorbergur Albertsson. Að auki Indriði Indriðason, fjármálastjóri og Örn Þórðarson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Ólafur Elvar Júlíusson boðaði forföll.

Við bætast liður 1.22. Fræðslunefnd, 19. fundur, liður 1.23. Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 19. fundur, liður 1.24. Vatnsveitumál, liður 1.25. Skipulagsnefnd 14. fundur, liður 1.26. Vinnuhópur um mötuneytismál 1. fundur, liður 2.1. Landskipti, Hábær 1 og liður 25. Hálfsársuppgjör, upplýsingar til Hagstofu Íslands. Samþykkt samhljóða.

  1. Yfirlit yfir fjárhagsstöðu.

Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

 

Bókun sveitarstjórnar:

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum er fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. Ljóst er að til endurskoðunar á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins gæti komið á næstunni, eða þar til staða efnahagsmála skýrist.

Fulltrúar sveitarstjórnar eru ákveðnir í að starfa þétt saman við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu. Sveitarstjórn vill hvetja íbúa til að gera slíkt hið sama og að halda ró sinni á meðan málin skýrast.

Jafnframt vill sveitarstjórn koma því á framfæri við íbúa að skrifstofa sveitarfélagsins stendur opin fólki til stuðnings og ráðlegginga eftir því sem unnt reynist.

Samþykkt samhljóða

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Ritnefnd Hellusögu, 1. fundur, 19. september 2008.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd, 27. fundur, 16. september 2008.

Til kynningar.

  • Endurskoðun aðalskipulags, stýrihópur, 2. fundur, 23. september 2008.

Til kynningar.

  • Búðarháls, kynningarfundur, 23. september 2008

Til kynningar.

  • Öldur III, 4. verkfundur, 16. september 2008.

Til kynningar.

  • Öldur III, 5. verkfundur, 30. september 2008.

Til kynningar.

  • Samgöngunefnd, 7. fundur, 29. ágúst 2008.

Til kynningar.

  • Þverun Suðurlandsvegar, fundur 22. september 2008.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 8. fundur, 11. september 2008.

Áður kynnt.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 9. fundur, 18. september 2008.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 10. fundur, 25. september 2008.

Til kynningar.

  • SASS, 416. fundur, 15. sept. 2008.

Til kynningar.

  • SASS, 417. fundur, 29. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 107. fundur, 15. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 160. fundur, 2. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 161. fundur, 16. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, aukaaðalfundur, 16. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Þjórsárssveitir, framkvæmdanefnd, stöðuskýrsla, 3. október 2008, verksamningur.

Verksamningurinn er staðfestur.

Samþykkt samhljóða.

  • Viðbygging við leikskólann á Hellu, 1-5. fundur, 15. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 18. fundur, 1. október 2008.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd, 18. fundur, 8. október 2008.

Varðandi lið 176-2008 Hagi, Rangárþingi ytra, byggingarleyfi fyrir íbúðarhús, þá er það mat sveitarstjórnar að ekki þurfi að grenndarkynna framkvæmdina. Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Fræðslunefnd, 19. fundur, 8. október 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 19. fundur, 8. október 2008.

Fundargerðin er staðfest. Sveitarstjóra falið að kanna kostnað og möguleika á auknum akstri barna og unglinga til og frá félagsmiðstöð.

Samþykkt samhljóða.

  • Vatnsveitumál í Rangárþingi ytra, Ásahreppi, Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi, fundargerð, 8. október 2008.

Til kynningar.

  • Skipulagsnefnd, 14. fundur, 9. október 2008.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Vinnuhópur um skoðun á mötuneytismálum, 1. fundur, 9. október 2008.

Til kynningar.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
    • Hábær, landskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að lóð með landnr. 217123 verði skipt úr jörðinni Hábær 1, landnr. 165373. Lögbýlisréttur fylgir áfram Hábæ 1, landnr. 165373.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Beiðni um skólavist í Tónlistarskóla FÍH, umsókn JÞ.

Samþykkt að greiða kennslukostnað vegna skólagöngu JÞ, kt. 130291-2289 í Tónlistarskóla FÍH.

Samþykkt samhljóða.

  • Beiðni um skólavist í Tónsmiðju Suðurlands, umsóknir HP, RÓ, KÓ, KIG og HJ.

Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

Samþykkt samhljóða.

  • Staðfesting á námsdvöl í Selásskóla.

Til kynningar.

  1. Sjúkdómavarnir sauðfjár, varnargirðing við Sandfell:

Til kynningar.

  1. Girðingar með vegum, orðsending um áætlaðan kostnað:

Til kynningar.

  1. Lóðasala Gaddstaðalandi, framlenging leigusamnings:

Erindinu hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lóðasala Gaddstaðalandi, vegna ágreinings um sölu lóða nr. 4. 5. og 6:

Sveitarstjórn áréttar ákvörðun sína um að sala á leigulóðum við Hróarslæk í Gaddstaðalandi sé eingöngu til þinglýstra leigutaka. Í ljósi þess að ekki er sátt meðal leigjenda lóða nr. 4. 5. og 6 er sveitarstjóra falið að afturkalla sölu á þeim lóðum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ráðningarsamningur starfsmanns félagsmiðstöðvar:

Til kynningar.

  1. Ungmennaráð, sbr. æskulýðslög.

Erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Sýnataka Kerauga vegna fyrirhugaðrar vatnsveitu:

Til kynningar.

  1. Rekstrarform vatnsveitu.

Til kynningar.

  1. Ungmennafélagið Hekla, svör við erindum:

Til kynningar.

  1. Boðun í þinghald, vegna dómkvaðningar matsmanna:

Til kynningar.

  1. Grisjunarbeiðni, svar Þjóðskjalasafns:

Til kynningar.

  1. Skólabílaakstur Laugalandsskóla:

Til kynningar.

  1. Samkeppniseftirlitið, Sorphirða fyrir einstaklinga:

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Strætó bs., nemakort:

Erindinu hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lagfæringar á skólastjórabústað á Laugalandi:

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að fara í umræddar viðhaldsframkvæmdir skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Kostnaði vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar. Áréttuð er kostnaðarþátttaka Ásahrepps.

Samþykkt samhljóða.

  1. Samningur um staðsetningu vatnsmiðlunargeymis og dæluhúss:

Til kynningar.

  1. Kaupsamningur um gámahús staðsett á Hellum:

Til kynningar.

  1. Kapella Lundi, kostnaðarþátttaka vegna skemmda á parketi:

Sveitarstjórn tekur vel í að koma að kostnaði vegna verksins. Sveitarstjóra falið að láta gera úttekt á kostnaði.

Samþykkt samhljóða.

  1. Afnot af afréttarhúsi að Króki:

Erindinu vísað til leigutaka.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Risamarkaður, styrkur til markaðsátaks.

Tillaga um að leggja 150 þúsund krónur í markaðssetningu verkefnisins.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GÞ tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

  • Æskulýðsnefnd Rangárvallaprófastsdæmi, styrkbeiðni.

Samþykkt að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Ljósmyndaklúbburinn Blik, styrkbeiðni.

Erindinu hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  • FSu, þakkir vegna styrkveitingar.

Til kynningar.

  • Ársfundur HSu.

Til kynningar.

  • Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Fjársýsla ríkisins, uppgjör á staðgreiðslu.
    • Samgönguráðuneytið, framlag í Varasjóð húsnæðismála.
    • Samgönguráðuneytið, framlög vegna nýbúafræðslu.
    • Samgönguráðuneytið, framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
    • Samgönguráðuneytið, almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla.
    • Samgönguráðuneytið, framlög vegna skólaaksturs.
    • Dóms- og kirkjumálaráðherra, lög um almannavarnir.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, áskorun til ríkisstjórnar.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, vefaðgangur að fundargerðum.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, leiðbeiningar um upplýsingaöflun úr sakaskrá.
    • Menntamálaráðuneytið, úthlutun úr námsgagnasjóði.
    • Menntamálaráðuneytið, framkvæmd samræmdra prófa.
    • Menntamálaráðuneytið, úthlutun úr námsgagnasjóði.
    • Eystri Rangá, fjölskyldudagur 2008.
    • Brunabótafélag Íslands, ágóðahlutagreiðsla 2008.
    • SASS, þjónusta við innflytjendur á Suðurlandi.
    • Ásahreppur, stöðuleyfi við Búðarhálsvirkjun.
  2. Hálfsársuppgjör, upplýsingar til Hagstofu Íslands:

Til kynningar.

  1. Sýslumaður á Hvolsvelli, þinglýst skjöl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?