Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 5. júní. 2008, kl. 08.00.
Mættir: Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, og Kjartan Magnússon. Þórhallur Svavarsson tók sæti Sigurbjarts við lið 9.
Að auki sátu fundinn Haraldur Eiríksson skrifstofustjóri og Örn Þórðarson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Forföll boðaði Þorgils Torfi Jónsson.
Sveitarstjóri lagði til eftirfarandi breytingar á auglýstri dagskrá: Að við bætist eftirfarandi liðir; 15. Upplýsingamiðstöð á Hellu og 16. Starfsmannamál.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
- Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
- 1. Íþrótta- og æskulýðsnefnd; 14. fundur, 21. maí 2008.
Bókun B-lista:
Við viljum ítreka fyrri bókanir B-listans um málefni Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og einnig um nauðsyn þes að fá afþreyingu fyrir13 ára unglinga í sumar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon, Ólafur E. Júlíusson
Tillaga um að staðfesta fundargerðina.
Samþykkt samhljóða.
- 2. Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar; 7. fundur, 30. maí 2008.
Til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna að málum fjallskilanefndar.
- 3. Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt; 21. fundur 30. maí 2008.
Til kynningar.
- 4. Tónlistarskóli Rangæinga; 114. fundur 20. febrúar 2008.
Til kynningar.
- 4. Heimaþjónustu í Rangárvallasýslu; minnisblað, 27. maí 2008.
Til kynningar.
- 5. Sorpstöð Rangárvallasýslu; 104. fundur, 28. maí 2008
Til kynningar.
- 5. Götutengingar og bílaplön á Hellu; sérfundur, 20. maí 2008.
Til kynningar.
- 6. Vatnsmál í Rangárþingi ytra, Ásahreppi og Flóahreppi; fundur, 20. maí 2008.
Til kynningar.
- 7. Sorpstöð Suðurlands; 156. fundur, 26. mars 2008.
Til kynningar.
- 8. Sorpstöð Suðurlands; 157. fundur, 5. maí 2008.
Til kynningar.
- 9. Heilbrigðisnefnd Suðurlands; 109. fundur, 20. maí 2008.
Til kynningar.
- 10. Samband íslenskra sveitarfélaga; 754. fundur, 23. maí 2008.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- 1. Víðátta, lögbýlisumsókn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlisins né að nafn þess verði “Víðátta”.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál:
- 1. Borg - Eyrartún.
Sveitarstjórn tekur deiliskipulagsbreytinguna til annarrar umræðu, með þeim áorðnu breytingum að brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi frárennslismál.
Tillaga um að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum.
Samþykkt samhljóða.
- Umsagnir vegna útgáfu veitingaleyfa:
- 1. Landsmót hestamanna, Hellu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
- Umsóknir um skóla- og tónlistarskólavist:
- Tónlistarskólinn í Reykjavík.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða kennslukostnað vegna náms HBH kt. 190491-2509 við Tónlistarskólann í Reykjavík skólaárið 2008-2009.
Samþykkt samhljóða.
- Suzuki tónlistarskólinn í Reykjavík.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða kennslukostnað vegna náms ASM kt. 250701-2330, HSM kt. 221297-3349 og KUM kt. 070496-2089 við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík skólaárið 2008-2009.
Samþykkt samhljóða.
- Laugalandsskóli.
Umsókn um skólavist JGM kt. 180693-2119 og SVA 020396-3699, skólaárið 2008-2009 vísað til fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningar sveitarfélagsins og samstarfsverkefni á Lauglandi, 2007, síðari umræða:
Tillaga um að staðfesta ársreikninga sveitarfélagsins 2007 og samstarfsverkefna sveitarfélagsins á Laugalandi. Sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi stofnunum um afgreiðslu ársreikninganna.
Samþykkt með 4 atkvæðum D-lista (IPG, SP, HFG, GS) þrír fulltrúar B-lista sátu hjá (ÓEJ, GÞ, KM). Ásreikningarnir áritaðir af sveitarstjórn.
- Endurskoðun aðalskipulags, skipan í stýrihóp:
Tillaga um að skipa Þorgils Torfa Jónsson, Sigurbjart Pálsson og Ólaf E. Júlíusson í stýrihópinn og fela sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að starfa með stýrihópnum.
Samþykkt samhljóða.
- Trúnaðarmál:
Afgreiðsla færð í trúnaðarmálabók.
- Vatnajökulsþjóðgarður:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun Vatnajökulsþjóðgarðar á Holtamannaafrétt í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða.
- Álitsgerð vegna gatnagerðargjalda:
Lagt fram álit lögmanns sveitarfélagins varðandi gatnagerðargjöld.
Sveitarstjóra falið að kalla lögmann sveitarfélagsins til næsta fundar sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Landsmót hestamanna 2008, samstarf:
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vera í samráði við forsvarsmenn Landsmóts 2008 varðandi næstu skref við undirbúning mótsins.
Samþykkt samhljóða.
- Fasteignamat ríkisins, misræmi í skráningu:
Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu og undirbúa það til afgreiðslu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- 1. Markaðsstofa Suðurlands.
Tillaga um að fela sveitarstjóra að afla gagna um aðkomu nágrannasveitarfélaga að verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
- 1. Félag eldri borgara, erindi til héraðsnefndar varðandi félagsmiðstöð.
- 2. Framlag eldri borgara til samfélagsins, skýrsla.
- 3. Umhverfisráðuneytið, fræðslustarf.
- 4. Fornleifavernd ríkisins, Hella.
- 5. Sorpstöð Suðurlands, endurvinnslutunnan/bláa tunnan, magntölur fyrir útboð.
- 6. Erindi til Íslandspósts, vanhöld á póstsendingum.
- 6. Umhverfisstofnun, viðmiðunartaxtar vegna refa- og minkaveiða.
- 7. Landskerfi bókasafna, ársreikningur 2007.
- Upplýsingamiðstöð á Hellu:
Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Olís um samstarf um upplýsingagjöf til ferðamanna.
Samþykkt samhljóða.
- Starfsmannamál:
Bókun B-lista:
Fulltrúar B- lista funduðu með sveitarstjóra þann 3. júní 2008 og var efni fundarins mikil starfsmannavelta á skrifstofu og hjá forstöðumönnum sveitarfélagsins. Þar skýrði sveitarstjóri frá gangi mála og rakti atburðarrás síðustu mánaða varðandi uppsagnir og vinnuanda á skrifstofunni, en vinnuandi virðist ekki hafa verið góður og starfsmönnum hefur ekki liðið vel. Skrifstofa sveitarfélagsins veitir grundvallarþjónustu til samfélagsins og það skiptir miklu máli að starfsmönnum líði vel. Ef þeim líður illa og vinnuandi er ekki góður, getur þjónustan rýrnað sem hefur þá bein áhrif á samfélagið í heild sinni. Þess vegna höfum við fulltrúar B- listans miklar áhyggjur af gangi mála. Sveitarstjóri/meirihlutinn hafa tekið erfiðar ákvarðanir um starfslok starfsmanna. Þessar ákvarðanir geta hinsvegar valdið ólgu meðal starfsmanna og samfélagsins alls - og mörgum þykir hart fram gengið.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon, Ólafur E. Júlíusson
Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar B-listans:
Fulltrúar D-listans taka undir með fulltrúum B-listans að starfsmannavelta hefur verið umtalsverð og eru skýringar á henni fjölmargar. Fulltrúar D-listans taka jafnframt undir með fulltrúum B-listans að það skipti miklu máli að starfsmönnum sveitarfélagsins líði vel í vinnu sinni og að slíkt sé ekki síst mikilvægt til að afköst og þjónusta starfsmanna við skjólstæðinga sveitarfélagsins sé góð.
Sveitarstjóri átti fund með starfsmönnum skrifstofunnar í gærmorgun og í kjölfarið átti hann símtal við framkvæmdastjóra ráðgjafaskrifstofunnar “Intellecta” til að fá ráðleggingar til að vinna úr málinu.
Fulltrúar D-listans vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að vellíðan á vinnustað og til að efla vinnuanda á skrifstofu sveitarfélagsins, sé það rétt að honum sé ábótavant, eins og fulltrúar B-listans ýja að í bókun sinni.
Ingvar P. Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson og Þórhallur Svavarsson
Tillaga sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Intellecta um faglega aðstoð og ráðgjöf og til að gera úttekt á samskiptamálum o.fl. á skrifstofu Rangárþings ytra.
Ingvar P. Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson og Þórhallur Svavarsson, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan Magnússon.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga sveitarstjóra:
Að niðurstöður úttektar Intellecta verði gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir og kynntar sérstaklega sveitarstjórn, starfsmönnum og öðrum er málið varðar.
Örn Þórðarson
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00
____________________________________
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
____________________________________
Þórhallur Svavarsson
____________________________________
Helga Fjóla Guðnadóttir
____________________________________
Gísli Stefánsson
__________________________________
Ólafur E. Júlíusson
__________________________________
Guðfinna Þorvaldsdóttir
__________________________________
Kjartan Magnússon
__________________________________
Haraldur Eiríksson
__________________________________
Örn Þórðarson