Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 4. júlí 2007, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Þorbergur Albertsson. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, Indriði Indriðason, fjármálastjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 20 verður; Staðsetning kross við Hrafntinnusker.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 14. fundur, 21. júní 2007.
Samþykkt samhljóða. - Skipulagsnefnd, 1. fundur, 14. júní 2007, að auki bréf frá byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Varðandi lið 011 í fundargerðinni er samþykkt að gefa út umrætt framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir heitu vatni við Álftavatn. Liður 012 hefur áður hlotið samþykki sveitarstjórnar.
Öðrum liðum er varða aðal- og deiliskipulagsmál í Rangárþingi ytra í fundargerðinni er vísað til 10. liðar í þessari fundargerð.
Samþykkt samhljóða. - Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar, 5. fundur, 28. júní 2007.
Samþykkt samhljóða. - Vinnuhópur um verknámsdeild, 1. fundur, 27. júní 2007.
Til kynningar. - Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 20. fundur, 25. júní 2007.
Sigurbjartur Pálsson er tilnefndur til að fara með atkvæði Rangárþings ytra á aðalfundi samlagsins 9. júlí, 2007.
Samþykkt samhljóða.
Aðrir liðir í fundargerðinni eru til kynningar. - Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 100. fundur, 19. júní 2007.
Til kynningar. - Skólaskrifstofa Suðurlands, 95. fundur, 20. júní 2007.
Til kynningar. - SASS, 404. fundur, 6. júní 2007.
Til kynningar. - Minnisblað frá fundi með Vegagerðinni, 5. júní 2007.
Til kynningar. - Minnisblað frá fundi með Orkuveitu Reykjavíkur, 26. júní 2007.
Til kynningar. - Minnisblað, stofnun Hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðar, 21. júní 2007.
Til kynningar. - Samband ísl. sveitarfélaga, 744. fundur, 22. júní 2007.
Til kynningar.
- Hreppsráð, 14. fundur, 21. júní 2007.
- Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
Umhverfisráðuneytið, tilkynning um staðfestingu breytinga á aðalskipulagi, fyrir:
- Köldukinn, Holtum.
- Frístundabyggð í landi Múla.
- Frístundabyggð í landi, Reyðarvatns, Geitasands og Spámannsstaða.
Til kynningar.
- Ársreikningar 2006, síðari umræða.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 798 millj. kr. skv. samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 759,9 millj. kr.. Rekstrarniðurstaða skv. samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 43,2 millj. kr., en í A hluta námu tekjur umfram gjöld 37,2 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2006 nam 546,5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 566,5 millj. kr.
Ársreikningurinn er samþykktur, ásamt ársreikningum sameiginlegra stofnana á Laugalandi.
Samþykkt samhljóða. - Kosningar í embætti til eins árs.
Kjör oddvita til eins árs: Eftirfarandi tillaga lögð fram um kjör oddvita:
Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hellu, verði oddviti 2007 - 2008.
Samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá. (ÓEJ. MÝS. ÞA.).
Kjör varaoddvita til eins árs: Eftirfarandi tillaga lögð fram um kjör varaoddvita:
Ingvar P. Guðbjörnsson, Nestúni 8, 850 Hellu, verði varaoddviti 2007 - 2008.
Samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá. (ÓEJ. MÝS. ÞA.).
Kjör hreppsráðs til eins árs: Lögð fram tillaga um að eftirtaldir hreppsnefndarfulltrúar skipi hreppsráð 2007 - 2008:
Aðalmenn:
Sigurbjartur Pálsson, Skarði, Þykkvabæ, 851 Hella
Ingvar P. Guðbjörnsson, Nestúni 8, 850 Hella
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hella
Samþykkt samhljóða.
Til vara:
Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hella
Helga Fjóla Guðnadóttir, Skarði, Landsveit, 851 Hella
Ólafur Júlíusson, Nestúni 1, 850 Hella
Samþykkt samhljóða.
Kjör formanns og varaformanns hreppsráðs til eins árs: Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Sigurbjartur Pálsson, Skarði, Þykkvabæ, 851 Hella, verði formaður 2007 - 2008.
Ingvar P. Guðbjörnsson, Nestúni 8, 850 Hella, verði varaformaður 2007 - 2008.
Samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá. (ÓEJ. MÝS. ÞA.
- Lánastaða, með vísan í 4. lið 15. fundar hreppsnefndar.
Indriði Indriðason, fjármálastjóri fór yfir stöðu mála. Í framhaldi af því er lögð fram tillaga um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100 millj. kr. til hagræðingar og uppgreiðslu eldri lána.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun samhljóða:
“Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka hér með lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100.000.000,- kr. til 12 mánaða. Tilgangur með þessari lántöku er að endurfjármagna eldri og óhagstæðari lán. Jafnframt er Erni Þórðarsyni kt.: 040461-4779 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánasamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari”.
Samþykkt samhljóða. - Skipan í nefnd um stefnumótun í skólamálum.
Tillaga um stýrihóp um skólastefnu fyrir Rangárþing ytra.
Fulltrúar sveitarstjórnar:
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon.
Sveitarstjóri:
Örn Þórðarson
Fulltrúar fræðslunefndar:
Ragnar Pálsson, Valgerður Brynjólfsdóttir, Magnús Jóhannsson.
Skólastjórar:
Björg S. Kvaran, Sigrún B. Benediktsdóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Sigurjón Bjarnason.
Fulltrúar kennara grunnskóla:
2 frá Grunnskólanum Hellu, 1 frá Laugalandsskóla
Fulltrúar foreldrafélaga:
Formaður foreldrafélags Grunnskólans á Hellu, formaður foreldrafélags Laugalandsskóla, formaður foreldrafélags Leikskólans Heklukots, formaður foreldrafélags Leikskólans á Laugalandi.
Fulltrúi tónlistarskólans:
Gísli Stefánsson
Framkvæmdaráð:
Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þorgils Torfi Jónsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Sigurjón Bjarnason. Með framkvæmdaráði starfi sveitarstjóri.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga er um að Ingvar P. Guðbjörnsson verði formaður stýrihópsins og framkvæmdaráðsins.
Samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá. (ÓEJ. MÝS. ÞA.).
- Sumarorlof hreppsnefndar og umboð hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.
Lagt er til að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundahöldum á tímabilinu 15. júlí til og með 31. ágúst 2007.
Jafnframt er lagt til að hreppsráði verði veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan hreppsnefnd er í fundahléi frá 15/7 til 31/8 2007.
Samþykkt samhljóða. - Endurskoðun launa varamanna, með vísan í 21. lið 15. fundar hreppsnefndar.
Tillaga er um að laun varamanna í hreppsnefnd hækki úr 2% í 3 % af þingfararkaupi frá og með 1. september nk.
Samþykkt samhljóða. - Frístundahúsalóðir á Gaddstöðum.
Leitað er eftir heimild sveitarstjórnar til að skipuleggja frístundalóðir í Gaddstaðalandi á reit merktur F6 á aðalskipulagsuppdrætti Rangárþings ytra 2002 – 2014 og setja þær í sölu.
Heimildin er veitt og oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
Samþykkt samhljóða. - Aðal- og deiliskipulagsbreytingar.
Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings bs. vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi, fyrir:
- Frístundabyggð í landi Haukadals.
Um er að ræða að breyta um 12 ha landi sem er skilgreint sem landbúnaðarsvæði, í frístundabyggð auk einnar íbúðarhúsalóðar. Ætlunin er að setja út 9 frístundahúsalóðir frá 0,7-2,3ha að stærð. Að auki er um að ræða eina 9,3 ha lóð fyrir íbúðarhús.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða. - Frístunda- og íbúðabyggð í landi Hvamms í Holtum.
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að landbúnaðarsvæði er breytt í annars vegar 12ha lands undir íbúðabyggð, hins vegar 40 ha lands undir frístundahúsabyggð. Deiliskipulagið tekur til samtals 9 lóða frá 0,8-1,5 ha að stærð undir íbúðarbyggð. Einnig er um að ræða samtals 41 lóð undir frístundahús sem eru frá 0,4-0,8 ha að stærð.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða. - Frístunda- og íbúðabyggð í landi Ölversholts.
Aðalskipulagsbreytingin tekur til nýs íbúðarsvæðis og breyttrar frístundahúsabyggðar í landi Ölversholts 3. Um er að ræða breytingu á landnotkun í aðalskipulagi á fyrrum, Holta- og Landsveitar 2002-2014. Breytingin felur í sér að fyrrum landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðarbyggð ( I5 á uppdrætti) á um 5 ha svæði. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir frístundabyggð F8 í landi Ölversholts. Sú byggð færist til suðausturs og minnkar úr 20ha í 10 ha og stækkar landbúnaðarsvæðið sem því nemur. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu 2-3 íbúðarhúsa á svæðinu auk byggingu 50m2 geymslu og allt að 25m2 gestahús. Á 3 frístundahúsalóðum eru reitir fyrir byggingu frístundahúsa, auk 25m2 geymslu og 25m2 gestahúss.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða. - Frístundabyggð í landi Stóru Valla í Landsveit.
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að u.þ.b. 75 ha lands, eru tekin úr landbúnaðarnotkun undir frístundabyggð. Deiliskipulagið tekur til 6 lóða undir frístundabyggð á samtals um 13 ha svæði. Aðkoma að frístundabyggðinni er um Landveg sunnan Minni-Vallalækjar.Í gildandi aðalskipulagi á svæðinu er stærstur hluti lands skilgreindur sem vatnsverndarsvæði í flokki II, grannsvæði vatnsbóla. Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að norðurmörk vatnsverndarsvæðisins færist til suðurs, eins og fram kemur á deiliskipulagsuppdrætti. Þessi breyting hefur fengið jákvæða umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands, að fengnu áliti Íslenskra Orkurannsókna (ISOR).
Afgreiðslu er frestað og sveitarstjóra falið að kalla eftir frekari gögnum. Samþykkt samhljóða. - Íbúðabyggð í landi Borgar og Eyrartúns í Þykkvabæ.
Breyting á aðalskipulagi vegna deiliskipulagsins var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings ytra 22.03.2007. Deiliskipulagstillagan tekur til 35 ha svæðis úr landi Borgar og Eyrartúns II í Þykkvabæ. Um er að ræða samtals 19 lóðir undir íbúðarhús.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða. - Gámasvæði á Hellu.
Gámavöllurinn verður staðsettur á iðnaðarsvæði, nánar tiltekið á Öldum norðvestan við lóð Reykjagarðs, og er stærð gámavallar 70 m að lengd og 22-37 að breidd, og er stærð svæðisins samtals 4500m2. Deiliskipulagið tekur til svæðis undir gáma til losunar á ýmiskonar úrgangi. Svæðið mun verða girt af bæði með fokgirðingum og jarðvegsmönum. Deiliskipulagið er samkvæmt aðalskipulagi Hellu 2002-2014.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða. - Melur, við Þykkvabæjarveg.
Deiliskipulagið tekur til svæðis sem er ca 62,4ha að stærð, og er gert ráð fyrir 2 byggingarreitum, undir íbúðarhús og gestahús á öðrum reitnum, og á hinum er gert ráð fyrir byggingu hesthúss og reiðskemmu.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar skv. framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða.
- Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Til kynningar. - Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings ytra og Ásahrepps, ráðningarmál.
Til kynningar. - Björg Kvaran, leikskólastjóri, greinargerð vegna leikskóladeildar í Þykkvabæ.
Til kynningar. - Björg Kvaran, leikskólastjóri, erindi varðandi framtíð leikskólans Heklukots.
Til kynningar. - Örn Hrólfsson, varðandi skemmdir vegna jarðskjálftans árið 2000.
Sveitarstjóra falið að leiðbeina viðkomandi í málinu. Samþykkt samhljóða. - Tónlistarskólinn í Reykjavík, með vísan í lið 9.2. á 14. fundi hreppsráðs.
Til kynningar. - Vegagerð ríkisins, afgreiðsla styrkumsókna 2007 í styrkvegasjóð.
Rangárþingi ytra er úthlutað 4 millj. kr. styrk til endurbóta á ýmsum vegum í sveitarfélaginu. Til kynningar. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Rangárbakkar ehf. stofnun einkahlutafélags um reiðhöll á Gaddstaðaflötum.
Boðað er til hluthafafundar í Rangárbökkum ehf. um málið og óskað eftir tilnefningu fulltrúa á fundinn.
Lagt er til að Örn Þórðarson fari með umboð Rangárþings ytra á hluthafafundinn.
Samþykkt samhljóða. - Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar, umsókn um styrk vegna áburðargjafar í Fosshögum og við Hafrafell.
Lagt er til deildin fái 60þús. kr styrk til verkefnisins. Samþykkt samhljóða. - Samband íslenskra sveitarfélaga, námskeið um samningsstjórnun.
Til kynningar. - Samband íslenskra sveitarfélaga, hópferð á Opna daga sveitarstjórnarvettvangs ESB.
Til kynningar. - Fræðslunet Suðurlands, námskeiðshald.
Til kynningar. - Ungmennafélag Íslands, opnun sögusýningar.
Til kynningar.
- Rangárbakkar ehf. stofnun einkahlutafélags um reiðhöll á Gaddstaðaflötum.
- Annað efni til kynningar:
- SASS, menningarsamningur Suðurlands.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, niðurstöður baðvatnssýnatöku.
- SASS, menningarsamningur Suðurlands.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
- Staðsetning kross við Hrafntinnusker.
Fallist er á beiðni um uppsetningu á 60 cm. háum minningarkrossi um Oliver Meisner, við íshellinn í Hrafntinnuskeri.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.
Óli Már Aronsson, fundarritari.