Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 4. apríl 2007, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, við bætast: Viðauki við lið nr. 5.; ráðning afleysingamanns, liður 15.; tónlistarskólavist. Aðrir liðir færast aftar sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Umhverfisnefnd, 5. fundur, 28. mars 2007.
Til kynningar. Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða. - Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs. 1. fundur stjórnar, 28. mars 2007.
Til kynningar. - Sorpstöð Suðurlands, 140. fundur, 26. mars 2007.
Til kynningar. - Skólaskrifstofa Suðurlands, 93. fundur, 28. mars 2007.
Til kynningar. - Skipulags- og byggingarnefnd, 8. fundur, 3. apríl 2007.
Staðfest. Samþykkt samhljóða.
- Umhverfisnefnd, 5. fundur, 28. mars 2007.
- Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
- Stóru Vellir.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á samruna 2ja spildna úr landi Stóru-Valla. Um er að ræða 31.7 ha. spildu m. landnr. 2000046 sem verði sameinuð 100 ha. spildu með landnr. 205461 í nýja spildu með landnr. 205461.
Ekki er gerð athugasemd við samrunann. Samþykkt samhljóða. - Minna Hof.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um að úr jörðinni Minna Hofi verði skipt 2 spildum að stærð 15 ha., annars vegar og 3.3 ha. hins vegar.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Sveitarstjóra falið að svara erindinu að öðru leyti. Samþykkt samhljóða. - Uxahryggur II.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna skiptingar og sölu á 2 spildum úr landi Uxahryggjar II, landnr. 164562, annars vegar 29385 m2 spildu með landnr. 211028 og 21231 m2 með landnr. 211029.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna skiptingar spildu með landnr. 206925 að stærð 44.6 ha. í 2 lóðir að stærð 22.3 ha. hvor með landnr. 210910 og 210911.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
- Stóru Vellir.
- Leiga á húsnæði Grunnskólans á Hellu.
Sumarbúðirnar Ævintýraland óska eftir húsnæði til leigu fyrir sumarbúðir barna í 9-10 vikur yfir sumarið og hafa verið í viðræðum við sveitarstjóra um skólahúsnæði í sveitarfélaginu.
Tekið er jákvætt í að skoða erindið, sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og koma með tillögur. Samþykkt samhljóða. - Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., skipting framlaga 2007.
Í bráðabirgðaskiptingu framlaga fyrir árið 2007, er lagt til að framlag Rangárþings ytra verði kr. 552.135.- á mánuði og stofnframlag kr. 1.355.240.-
Samþykkt samhljóða. - Garðyrkjustjóri, skrúðgarður og moldargeymsla. Ráðning afleysingamanns.
Garðyrkjustjóri fer fram á skoðun á því hvort til greina komi að koma á vísi að skrúðgarði við Nes og jafnframt að fá bragga sem þar stendur fyrir moldargerð- og geymslu. Einnig er til umfjöllunar tillaga að auglýsingu fyrir afleysingar í starf garðyrkjustjóra næstu 11 mánuði.
Tekið er jákvætt í hugmyndir og tillögur garðyrkjustjóra um skrúðgarð og moldargeymslu. Samþykkt að ráða afleysingarmann vegna fæðingarorlofs garðyrkjustjóra. Samþykkt samhljóða. - 3ja ára fjárhagsáætlun, síðari umræða.
Áætlunin gerir ráð fyrir 1% árlegri hækkun tekna og gjalda frá fjárhagsáætlun 2007. Reiknað er með 5% hækkun fasteignaskatts og útsvars á árinu 2008, síðan 1% hækkun á árunum 2009 og 2010. Áætlað er að nota 346 milljónir kr. til framkvæmda og fjárfestinga.
Áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum D-lista, 3 sitja hjá af B-lista. - Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf., forkaupsréttur.
Borist hefur kauptilboð í hlutabréf í verksmiðjunni og eru hluthafar beðnir að greina frá því hvort þeir vilja nýta forkaupsrétt sinn.
Sigurbjartur Pálsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Forkaupsrétti er hafnað. Samþykkt samhljóða. - Hekla, handverkshópur, upplýsingamiðstöð ferðamála.
Handverkshópurinn óskar eftir að upplýsingamiðstöð ferðamála verði staðsett í handverkshúsinu að Þrúðvangi 39.
Sveitarstjórn telur sér ekki fært að verða við erindinu og leggur til að fyrirkomulagið verði með sambærilegum hætti og á síðasta ári. Samþykkt samhljóða. - Haukadalsmelur, deiliskipulagsbreyting.
Óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á nýju deiliskipulagi fyrir Haukadalsmel.
Samþykkt samhljóða. - Galtalækur, Framheiði, deiliskipulagsbreyting.
Óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á nýju deiliskipulagi að Galtalæk, Framheiði.
Samþykkt samhljóða. - Ölvisholt, aðalskipulagsbreyting.
Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til aðalskipulagsbreytingar í landi Ölvisholts.
Samþykkt samhljóða. - Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd um málefni lögreglunnar.
Örn Þórðarson er tilnefndur. Samþykkt samhljóða. - Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, skipan fulltrúa í almannavarnarnefnd.
Örn Þórðarson er tilnefndur sem aðalmaður og Þorgils Torfi Jónsson til vara. Samþykkt samhljóða. - Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók. - Tónlistarskólavist.
Sótt er um vilyrði fyrir því að Rangárþing ytra greiði kostnað við skólavist í Tónlistarskóla Reykjavíkur utan almennra skólagjalda sem nemandi greiðir.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að vinna að málinu. Samþykkt samhljóða. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf., aðalfundur 2007.
Erni Þórðarsyni er falið að fara með atkvæði Rangárþings ytra á aðalfundinum. Samþykkt samhljóða. - Félag íslenskra uppeldisstofnana fyrir börn og unglinga, málþing um “Olnbogabörn skólasamfélagsins”.
Til kynningar.
- Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf., aðalfundur 2007.
- Annað efni til kynningar:
- Skaftárhreppur, sameiginleg félagsmálanefnd.
- Samgöngunefnd, uppsetning auglýsingaskilta.
- Ásahreppur, sameginleg félagsmálanefnd.
- Rauði kross Íslands, útgáfa blaðs.
- Félagsmálaráðuneytið, jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlög til nýbúafræðslu.
- Menntamálaráðuneytið, breytingar á grunnskólalögum.
- Héraðssambandið Skarphéðinn, bréf til sveitastjórna á sambandssvæði HSK.
- Þjóðskrá, lögheimilisskráning vegna kosninga til Alþingis.
- Lánasjóður sveitarfélaga, tilkynning um eignarhluti.
- Varasjóður húsnæðismála, úthlutun vegna félagslegra íbúða 2006.
- Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi í landi Múla.
- Þröstur Sigurðsson, málefni hestamanna.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00
Óli Már Aronsson, fundarritari.