2. fundur 05. júlí 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 5. júlí 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, varamaður fyrir Guðfinnu Þorvaldsdóttur og Kjartan G. Magnússon. Að auki situr fundinn Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

Borin upp tillaga um að við boðaða dagskrá bætist nýir liðir nr. 12 og nr. 13.1 og að aðrir liðir færist niður sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 1. fundur 22/6 2006, fundargerð í 8 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 a) 1. fundur fræðslunefndar 21/6 2006, fundargerð í 7 liðum.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. b) Lögð fram umsögn frá formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra um umsókn Bjargar Kvaran um starf leikskólastjóra Heklukots, dagsett 21/6 2006.

 

Til kynningar.

 

  1. c) Lögð fram tillaga um að Björg Kvaran, kt. 291168-3029, verði ráðin leikskólastjóri við

leikskólann Heklukot frá og með 1. september 2006.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 1. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar 22/6 2006, fundargerð í 3 liðum.

 

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að kanna kostnað við að koma upp rennibraut við sund-laugina á Hellu, sbr. bókun í 3. lið fundargerðar íþrótta- og æskulýðsnefndar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2.3 5. fundur vinnuhóps um tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3 frá 20/6 2006.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 3. fundur stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps 26/6 2006, fundargerð í 3 liðum.

3.2 9. fundur stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 23/6 2006, fundargerð í 4 liðum.

3.3 86. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 24/5 2006 4 liðum og 87. fundur 21/6 2006, fundargerð í 5 liðum.

3.4 132. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 1/6 2006, fundargerð í 7 liðum.

 

  1. Ráðning sveitarstjóra:

Umsóknir um starf sveitarstjóra hafa borist frá u.þ.b. 20 aðilum. Oddviti mun gera yfirlit yfir umsóknir og ræða við umsækjendur.

 

Þessum lið að öðru leyti frestað og reiknað er með að boðaður verði fundur í hreppsnefndinni síðar í júlí til þess að afgreiða málið.

 

  1. Kjör nefnda, ráða og stjórna:

Lögð fram tillaga um að eftirtaldir verði tilnefndir og kjörnir í eftirfarandi verkefni:

 

Fulltrúi í stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.:

Aðalmaður:

Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hella.

 

Varamaður:

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Nestúni 8, 850 Hella.

 

Fulltrúi í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs.:

Aðalmaður:

Ólafur E. Júlíusson, Nestúni 1, 850 Hella.

 

Varamaður:

Sigurbjartur Pásson, Skarði, Þykkvabæ, 851 Hella.

 

Framangreindir stjórnarfulltrúar fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. og Brunavarna Rangárvallasýslu bs. eða varamenn þeirra í forföllum.

 

Fulltrúar í samráðsnefnd um Holtamannaafrétt:

Aðalmenn:

Sigurbjartur Pálsson, Skarði, Þykkvabæ, 851 Hella.

Kjartan G. Magnússon, Hjallanesi 2, 851 Hella.

 

Varamenn:

Helga Fjóla Guðnadóttir, Skarði, Landsveit, 851 Hella.

Ólafur E. Júlíusson, Nestúni 1, 850 Hella.

Þessar tilnefningar samþykktar samhljóða.

 

  1. Reykjagarður hf. 27/6 2006 - umsókn um land fyrir eldishús:

Lagt fram bréf frá Matthíasi H. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf., dagsett 27/6 2006, með beiðni um allt að 30.000 fermetra lóð fyrir sex 702 fermetra eldishús kjúklinga. Gert er ráð fyrir að byggingatími húsanna verði á árunum 2008 og 2010. Með þessu hyggst fyrirtækið flytja allt sitt kjúklingaeldi á Suðurland.

Lagt er til að erindinu verði vísað til skipulags- og bygginganefndar til athugunar og tillögugerðar.

 

Sigurbjarti Pálssyni, formanni skipulags- og bygginganefndar og Ólafi E. Júlíussyni, skipulags- og byggingafulltrúa er falið að ræða við framkvæmdastjóra Reykjagarðs hf. um framvindu málsins.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skógræktarfélag Rangæinga 26/6 2006 - utanvegaakstur torfærumótórhjóla í Aldamótaskógi:

Lagt fram bréf frá Sigríði H. Heiðmundsdóttur, formanni Skógræktarfélags Rangæinga, dagsett 26/6 2006, varðandi aukinn akstur torfærumótórhjóla á landi Aldamótaskóga á jörðinni Gaddstöðum. Fram kemur að miklar skemmdir hafi þegar orðið á gróðri og farið er fram á að sveitarfélagið beiti sér til þess að sporna við þessu m.a. með útvegun sérstaks svæðis fyrir mótórsport. Jafnframt er sveitarstjórninni boðið að koma í kynnisferð um Aldamótaskóginn undir leiðsögn Sigríðar.

 

Sveitarstjórnin tekur undir áhyggjur af þessum akstri torfærumótórhjóla og bendir á að leit stendur yfir að svæði sem hægt væri að úthluta félagsskap þeirra sem stunda akstur á nefndum hjólum.

 

Lagt er til að Umhverfissviði verði falið að koma upp skiltum sem banna akstur vélknúinna ökutækja utanvega á landi Aldamótaskóga.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórnin þakkar fyrir boð um heimsókn og leiðsögn um Aldamótaskóginn og gerir tillögu um að það verði seinni hluta ágúst-mánaðar.

 

  1. Vinnumálastofnun 26/6 2006 - um breytingu á skráningu atvinnuleysis frá og með 1/7 2006:

Lagður fram tölvupóstur frá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar frá 26/6 2006, vegna nýrra laga um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir. Frá og með 1. júlí 2006 falla niður skráningar á atvinnulausu fólki eins og verið hefur og er þar með lokið samstarfi Vinnumálastofnunar og þeirra sem annast hafa skráninguna, þ. á m. Rangárþing ytra á því sviði. Áfram er gert ráð fyrir samstarfi Vinnumálastofnunar og t.d. sveitarfélaga á öðrum sviðum vinnumarkaðsaðgerða og er boðað að erindi um það muni berast fljótlega frá stofnuninni.

 

Til kynningar.

 

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli 23/6 2006 - beiðni um umsögn vegna dansleiks nemendafélags ML í Brúarlundi. Umsókn frá nemendafélagi ML um afnot af félagsheimilinu Brúarlundi 15. júlí 2006 vegna dansleiks:

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Hvolsvelli, dagsett 23/6 2006, með beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðs dansleiks 15/7 2006 í félagsheimilinu Brúarlundi á vegum nemendafélags Menntaskólans á Laugarvatni.

 

Sveitarstjórnin gerir ekki athugasemd við að umsótt leyfi verði veitt að því tilskyldu að aðrir umsagnaraðilar veiti jákvæða umsögn.

 

Lagður er fram tölvupóstur frá Helgu Sæmundsdóttur, Bjólu, fyrir hönd nemendafélags ML með umsókn um afnot af félagsheimilinu Brúarlundi í Landsveit vegna framangreinds dansleiks.

 

Sveitarstjórnin gerir ekki athugasemd við að félagsheimilið Brúarlundur verði nýtt fyrir framangreint dansleikjahald að því tilskyldu að sýslumaður gefi heimild til þess.

 

  1. Ómar Steinar Rafnsson 19/6 2006 - beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun í Litla-Klofa:

Lagt fram bréf frá Ómari Steinari Rafnssyni, dagsett 19/6 2006, með beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðrar breyttrar landnotkunar á hluta af jörðinni Litla-Klofa í Landsveit. Fyrirhugað er að í stað landbúnaðarnota verði þessi hluti jarðarinnar skipulagður sem frístundabyggð.

 

Sveitarstjórnin gerir ekki athugasemd við að framangreint land verði tekið úr landbúnaðarnotum og verði nýtt framvegis fyrir frístundabyggð.

 

  1. Sumarorlof hreppsnefndar og umboð til hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála:

Lagt er til að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundahöldum á tímabilinu 6. júlí til og með 5. september 2006 og komi næst saman miðvikudaginn 6. september 2006.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Lagt er til að hreppsráði verði veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan hreppsnefnd er í fundahléi frá 6/7 til 5/9 2006.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Flugbjörgunarsveitin á Hellu 29/9 2006 - umsókn um svæði fyrir tjaldstæði:

Lagður fram tölvupóstur frá Svani Lárussyni, formanni FBSH, dagsettur 29/6 2006, með beiðni um afnot af spildu úr landi Gaddstaða fyrir tjaldstæði á meðan torfærukeppni stendur yfir dagana 14. - 16. júlí n.k. Fram kemur að beiðnin er sett fram í samráði við eigendur Árhúsa ehf. sem eru með tjaldstæði í rekstri og verða þau umsjónaraðilar með þessu tímabundna tjaldstæði. FBSH mun setja upp ferðasalerni og aðra hreinlætisaðstöðu á svæðinu fáist leyfið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

13.1 Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. 3/7 2006 boðun aðalfundar 11/7 2006.

 

Til kynningar.

 

13.2 Samband íslenskra sveitarfélaga 14/6 2006 - boðun 20. landsþings 27.-29/9 2006.

 

Send verður tilkynning um fulltrúa Rangárþings ytra.

 

13.3 Sönghópurinn Öðlingar 22/6 2006 - umsókn um styrk að upphæð kr. 100.000 vegna ferðar til Kanada.

 

Kjartan G. Magnússon tekur ekki þátt í umræðu og afgreiðslu þessa máls.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

13.4 Brynja Rúnarsdóttir 25/6 2006 - umsókn um styrk að upphæð kr. 250.000 vegna listaveislu í Þykkvabæ.

 

Lagt er til að umsókninni verði vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

13.5 Þroskahjálp 27/6 2006 - umsókn um styrk.

 

Sveitarstjórnin sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

 

13.6 Heilaheill 23/6 2006 - umsókn um styrk.

 

Sveitarstjórnin sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

 

  1. Annað efni til kynningar:

14.1 Vegagerðin 20/6 2006 - afgreiðsla umsóknar um styrk vegna „Styrkvega” árið 2006.

14.2 Af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga - „Vegvísir sveitarstjórnarmanna” og

„lagarammi sveitarfélaga”.

14.3 Styrktarsjóður EBÍ 27/6 2006 - upplýsingar vegna mögulegra umsókna fyrir árið 2006.

 

Lagt er til að þessum lið verði vísað til atvinnu- og menningarnefndar til athugunar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

14.4 Lánasjóður sveitarfélaga 26/6 2006 - minnisblað um styttingu á vaxtalausu tímabili frá

gjalddaga lána.

14.5 Hagstofa Íslands - Þjóðskrá 22/6 2006 - um breytingu á staðsetningu og starfsemi

Þjóðskrár.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00.

 

 

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson ritaði fundargerðina.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?