64. fundur 28. mars 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 28. mars 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður fyrir Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð. Einnig situr Bjarni J. Matthíasson, starfsmaður Eignaumsjónar hluta fundarinns.

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 85. fundar hreppsráðs 9/3 2006 í 14 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 86. fundar hreppsráðs 23/3´06 í 17 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Bjarni J. Matthíasson, starfsmaður Eignaumsjónar mætir á fundinn.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Stjórn Eignaumsjónar - 21. fundur 7/3´06 í 5 liðum.

 

Lögð fram tillaga um frestun afgreiðslu á 2. lið fundargerðarinnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

Bjarni Jón Matthíasson yfirgefur fundinn.

 

2.2 Stjórn Fiskeldisstöðvarinnar Fellsmúla ehf. - fundur 27/2´06 í 2 liðum.

Með fundargerðinni fylgja ársreikningar Fiskeldisstöðvarinnar fyrir árin 2004 og 2005.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÞS. HH.).

 

2.3 Stjórn Atvinnu- og ferðamálaverkefnis - 10. fundur 13/3´06 í 3 liðum.

 

Frestað.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Vinnuhópur um endurskoðun SASS og samstarfsstofnana - 5. fundur 3/3´06 í 1 lið og 6.

fundur 21/3´06 í 2 liðum.

3.2 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 732. fundur 24/2´06 í 20 liðum.

 

 

 

 

  1. Suðurlandsvegur 1 á Hellu - kaup og ráðstöfun:

Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála og lagði fram tillögu að samkomulagi milli Rangárþings ytra og Kaupáss hf. um kaup á húseigninni Suðurlandsvegi 1, Hellu.

 

Gengið er út frá því að Kaupás hf. nýti forkaupsrétt vegna tilboðs í húseignina Suðurlandsveg 1 á Hellu og selji hana til Rangárþings ytra. Gerður verði leigusamningur um verslunarrými fyrir Kaupás hf. á milli fyrirtækisins og Rangárþings ytra sem verði til 10 ára með uppsagnar- og endurskoðunarrétti að fimm árum liðnum að hálfu aðila.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (HH. VHS.).

 

Bókun:

Bókun við lið nr. 4 í dagskrá fundarins. Varðar samning við Kaupás hf. um nýtingu forkaupsréttar á húseigninni Suðurlandsvegi 1 á Hellu og leigusamning milli Rangárþings ytra og Kaupáss hf. um leigu á verslunar- og geymslurými til allt að tíu ára, sem er óskilgreint að stærð. Undirritaður situr hjá við afgreiðslu málsins vegna þvingandi og fordæmisgefandi ákvæða í samningnum, sem eru vegna forkaupsréttar Kaupáss hf. á húseigninni Suðurlandsvegi 1 og varða skilyrði um langan leigutíma og lágar leigugreiðslur ásamt forleigu og forkaupsrétti. Undirritaður er hinsvegar samþykkur kaupum á húseigninni sem slíkri undir stjórnsýslu sveitarfélagsins og ákvæðum um að hér komi lágvöruverðsverslun.

Viðar H. Steinarsson.

Bókun:

Undirritaður vill gera grein fyrir því hversvegna hann situr hjá við afgreiðslu þessa máls. Ég fagna því að sjálfsögðu ef þessi samningur leiðir af sér lægra vöruverð verslunar í okkar ágæta sveitarfélagi. Það er hinsvegar tilurð og innihald samningsins ásamt verulegum kostnaði fyrir sveitarsjóðs sem veldur því að ég sit hjá við afgreiðslu málsins.

Heimir Hafsteinsson.

 

  1. Fjöldi og staðsetning kjördeilda í sveitarstjórnarkosningum 2006 og skipan

kjörstjórnar:

Lögð fram tillaga um að ein kjördeild verði í Rangárþingi ytra og verði hún staðsett í grunnskólanum á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram tillaga um að Einar Hafsteinsson, Hábæ, verði aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Óla Á. Ólafssonar, sem er fluttur úr sveitarfélaginu og einnig tillaga um að Bogi Thorarensen verði varamaður í stað Skúla Jónssonar, sem lést á síðasta ári.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili - hækkun yfirdráttarheimildar og fleira:

Lagt fram bréf frá Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimili, dagsett 7/3´06, þar sem sótt er um ábyrgð sveitarfélagsins vegna hækkunar á yfirdráttarheimild Lundar í KB banka á Hellu í 30 milljón krónur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Ákveðið að beina þeim tilmælum til stjórnar Lundar, að hún ásamt sveitarstjóra Rangárþings ytra fari til fundar við heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til viðræðna um mögulega stækkun á hjúkrunarrými heimilisins og úrbætur í rekstrarstöðu þess.

 

 

  1. Rangárbakkar - Hestamiðstöð Suðurlands ehf. - um mögulega byggingu á reiðhöll:

Lagt fram bréf frá Rangárbökkum - Hestamiðstöð ehf., dagsett 7/3´06, þar sem kynnt eru áform varðandi mögulega byggingu reiðhallar á Gaddstaðaflötum.

 

Tekið er jákvætt í efni erindisins og því vísað til Héraðsnefndar til meðferðar.

 

  1. Heklusetrið Leirubakka:

8.1 Lagt fram bréf frá Anders Hansen, dagsett 2/3´06 með upplýsingum um Jöklasýninguna á

Höfn.

 

Til kynningar.

 

9.2 Lagt fram bréf frá Anders Hansen, dagsett 20/3´06, um mögulegt samstarf varðandi

heimsóknir grunnskólabarna í Heklusetrið.

 

Erindinu er vísað til skólastjóra grunnskóla Rangárþings ytra til meðferðar.

 

  1. Skúli Lýðsson, Keldum - varnir gegn landbroti á mörkum Reynifells og Keldna:

Lagt fram bréf frá Skúla Lýðssyni, dagsett 23/3´06, með umsókn um heimild til varna gegn landbroti á mörkum Keldna og Reynifells.

 

Heimild til aðgerða í samráði við sviðsstjóra Umhverfissviðs samþykkt samhljóða .

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

10.1 Ráðstefna um rannsóknir á málefnum innflytjenda á Íslandi 31/3´06.

 

Til kynningar.

 

10.2 Ráðstefna um árangursstjórnun í heilbrigðis- og félagsþjónustu 7/4´06.

 

Til kynningar.

 

10.3 SASS 21/3´06 - aukaaðalfundur 26/4´06 - fulltrúar og aðrir fundarmenn.

 

Til kynningar.

 

  1. Annað efni til kynningar:

11.1 Rangárþing eystra 20/3´06 - um athugun á mögulegum framhaldsskóla í

Rangárvallasýslu.

11.2 Rangárþing eystra 20/3´06 - um samþykkt á tillögu að fjallskilasamþykkt fyrir

Rangárvallasýslu.

11.3 Varasjóður húsnæðismála 20/3´06 - úthlutun rekstrarframlaga vegna félagslegra íbúða

2005.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00.

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?