Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 12. desember 2005, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður fyrir Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir
og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; liður 5 og 6 bætist við, aðrir liðir færast aftur sem því nemur, einnig bætist við liður 8.2.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
Engar fundargerðir liggja fyrir.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Samgöngunefnd - 17. fundur 7/12´05 í liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar - 2. fundur 5/12´05.
3.2 Endurrit úr fundargerðarbók samstarfsnefndar sveitarfélaga og lögreglu - fundur 5/12´05.
3.3 Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands - félagafundur 25/11´05.
- Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2006 - fyrri umræða:
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri, lagði fram og skýrði tillögu að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2006 til fyrri umræðu.
Lögð voru fram gögn og tillögur fyrir fjárhagsáætlunargerðina frá deildum og stofnunum Rangárþings ytra og í sameign með Ásahreppi til upplýsingar fyrir hreppsnefndarfulltrúa.
Vísað til síðari umræðu.
- Bréf dagsett 9. desember 2005 frá skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings ytra vegna afgreiðslu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna Leirubakka í Landsveit.
Aðalskipulagsbreytingin samþykkt samhljóða.
- Beiðni frá Óskari Kristinssyni, dagsett 12/12 2005, um umsögn sveitarstjórnar vegna uppskiptingar á jörðinni Oddsparti í Þykkvabæ.
Hreppsnefnd Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við landskiptin.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Annað efni til kynningar:
8.1 Ályktun sveitarstjórnar Rangárþings eystra - dagsett 29/11´05 um eflingu atvinnulífs.
8.2 FOSS 7/12 2005 - ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs frá 7/12 2005.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.