57. fundur 07. desember 2005

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 7. desember 2005, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Halldóra Gunnarsdóttir, varamaður fyrir Heimi Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þorbergur Albertsson, varamaður fyrir Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætist liður nr. 2.4 og nýr 18 liður og færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 79. fundar hreppsráðs 9/11´05 í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 80. fundar hreppsráðs 24/11´05 í 15 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 13. fundur 8/11´05 í 5

liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 5. fundur 14/11´05 í 4 liðum.

 

Til kynningar.

 

2.3 Fagráð yfir félagsmiðstöð - 3. fundur 30/11´05 í 3 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.4 Samgöngunefnd - 16. fundur 2/12´05 í 6 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Fræðslunefnd - 45. fundur 9/11´05 í 8 liðum.

3.2 Fræðslunefnd - 46. fundur 24/11´05 í 8 liðum.

3.3 Fjallskiladeild Landmannaafréttar - fundur 14/11´05 í 3 liðum.

3.4 Hreppsnefndarfulltrúar Rangárþings ytra og fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur -

samráðsfundur 22/11´05.

3.5 Hreppsnefndarfulltrúar Rangárþings ytra og Ásahrepps með fulltrúum Lundar -

samráðsfundur 22/11´05.

3.6 Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga - 103. fundur 23/11´05.

3.7 "Green Globe 21" - fundur á Kirkjubæjarklaustri 24/11´05.

3.8 Stjórn SASS - 389. fundur 24/11´05.

3.9 SASS - aðalfundur 25-26/11´05.

  1. Tillaga um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár fyrir árið 2006:

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósenta árið 2006 verði 12,99%. Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts í A-flokki verið 0,33% og álagningarprósenta fasteignaskatts í B-flokki verði 1,25% hvorttveggja af fasteignamati. Lagt er til að lóðarleiga verði 0,9% af fasteignamati. Lagt er til að vatnsgjald verði 0,23% af fasteignamati og aukavatnsgjald hjá stórnotendum verði kr. 17,60 fyrir hvern notaðan rúmmetra af vatni. Lagt er til að fjárhæðir heimtaugagjalda breytist í samræmi við breytingu á Byggingavísitölu frá nóv. 2005. Aðrir liðir um gjöld, gjalddaga og afslætti til ellilífeyrisþega og öryrkja verði óbreyttir frá því sem gildir á yfirstandandi ári.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (VHS og ÞS).

 

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28/11´05, um ákvörðun um útsvarsprósentu og tilkynningu þar um.

 

  1. Tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald fyrir árið 2006:

Lögð fram tillaga um að gjald fyrir undanþágu til hundahalds á árinu 2006 verði kr. 10.100.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (VHS og ÞS).

 

  1. Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2006:

Lögð fram tillaga um að gjald fyrir sorphirðu og eyðingu sorps frá íbúðum í þéttbýli verði kr. 13.200, gjald fyrir íbúðir í dreifbýli með hreinsun á 2ja vikna fresti verði kr. 12.100, gjald fyrir íbúðir í dreibýli þar sem ekki er pokahirða verði kr. 5.800 og gjald fyrir sumarhús verði kr. 5.800. Öll gjöldin eru fyrir árið í heild. Gjald fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir m.v. 1 pokagildi á viku (margf. í gámum skv. talningu) verði kr. 13.200. Stórfyrirtæki, stofnanir og framleiðslufyrirtæki sjái sjálf um söfnun, vörslu og flutning úrgangs til móttökustöðva og greiði sjálf þar fyrir móttöku úrgangsins samkvæmt gjaldskrá móttökuaðilans. Sjái Rangárþing ytra um flutning og förgun úrgangs frá þessum aðilum skulu þeir greiða sveitarfélaginu útlagðan kostnað samkvæmt reikningi.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (VHS og ÞS).

 

  1. Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2006 - framlagning gagna:

Sveitarstjórnarfulltrúum afhent tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2006 ásamt fylgigögnum.

 

  1. Tillaga að ákvörðun um lánskjör og lánstíma vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Lagt er til að gengið verði til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samkvæmt neðangreindri bókun:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra, samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 45.000.000.- kr. til gatnagerðar, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán þetta skal endurgreiðast á 15 árum og ber breytilega vexti sem ákvarðaðir eru af lánveitanda, nú 4%. Uppgreiðsla lánsins umfram umsamdar afborganir er heimil á vaxtagjalddögum.

Lántökugjald er 0.375% af höfuðstól lánsins.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða, og gildir tryggingin uns skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.

Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Rangárþings ytra, Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, kt. 140951-2349, fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er Guðmundi Inga Gunnlaugssyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Rangárþings ytra, hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (VHS, ÞS, ÞA og HG).

 

Bókun 7. des. 2005 vegna tillögu og bókunar um kjör og lánstíma vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Við undirrituð fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Rangárþings ytra bendum á að samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir verulegum rekstrarafgangi. Teljum því eðlilegt, í því ljósi, að lánsfjárþörf sveitarfélagsins verði endurmetin m.t.t. lækkunar.

Undirrituð: Viðar Steinarsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Þröstur Sigurðsson.

 

Bókun fulltrúa D-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna bókunar fulltrúa K- og Ó-lista um kjör og lánstíma vegna lántöku, lögð fram á fundi hreppsnefndar 7. desember 2005.

 

Undirritaðir fulltrúar D-lista árétta að umrædd lántaka er til að treysta lausafjárstöðu sveitasjóðs. Lántakan hefur í för með sér sparnað fjármagnsgjalda þar sem þörf á skammtímalánum mun minnka til mikilla muna.

Sigurbjartur Pálsson. Engilbert Olgeirsson. Ingvar P. Guðbjörnsson. Sigrún Ólafsdóttir. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.

 

  1. Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra - síðari

umræða:

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra til síðari umræðu:

 

Efnislega er lagt til að sveitarstjórnarfulltrúum fækki úr 9 í 7 frá og með upphafi næsta kjörtímabils þannig að í 1. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra komi eftirfarandi breyting:

 

Í stað "9" í 1. gr. samþykktarinnar kemur: 7.

 

Samþykkt um stjórn og fundarsköp verði að öðru leyti óbreytt.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Framangreind samþykkt verður send til félagsmálaráðuneytisins til staðfestingar og síðan birt í B-deild Stjórnartíðinda.

 

  1. Skilagrein frá vinnuhópi um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna:

Lögð fram skilagrein frá vinnuhópi um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna á Hellu og Laugalandi, dagsett 31/10´05.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS, ÞS og HG).

 

Erindi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra:

Athugasemdir eða sérálit vegna starfa vinnuhóps um mögulega hagræðinu í rekstri grunnskólanna á Hellu og á Laugalandi.

Undirritaður hefur mætt á tvo fundi hjá fyrrnefndum vinnuhóp af þremur sem haldnir hafa verið. Undirritaður mætti ekki á þriðja og síðasta fund nefndarinnar vegna þess að ekki var hægt að verða við óskum um að fresta fundi þar til aflað hefði verið gagna varðandi framlögð gögn og framhald starfa nefndarinnar.

Á þessum þriðja fundi nefndarinnar virðist hafa verið tekin ákvörðun um að ljúka starfi nefndarinnar með þeim hætti sem á greinir í skilagrein frá 31.október 2005, sem send hefur verið út og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson ritar undir fyrir hönd vinnuhópsins.

Við þetta vil ég gera eftirfarandi athugasemdir:

  1. Undirritaður sem hluti af áðurnefndum vinnuhópi er ekki aðili að fyrrnefndri skilagrein frá 31. október s.l.
  2. Undirritaður telur að starfi nefndarinnar hafi ekki verið lokið á þann hátt sem ráð var fyrir gert. Til þess að svo megi verða vantar inn t.d. aðkomu foreldrafélaga, frekari skoðun á áhrifum þess að sameina yfirstjórn og eða skólahald, aðrar hagræðingarleiðir svo sem samnýtingu af ýmsu tagi.

Það, að leggja framlögð gögn frá fulltrúa Ásarepps til grundvallar að niðurstöðu nefndarinnar, án frekari skoðunar, eru ekki fagleg vinnubrögð og undir þau er ekki hægt að skrifa.

Virðingarfyllst Viðar Steinarsson.

 

Bókun vegna skilagreinar frá vinnuhópi um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna á Hellu og Laugalandi:

Við undirrituð fulltrúar í sveitarstjórn Rangárþings ytra tökum heilshugar undir sérálit Viðars H. Steinarssonar fulltrúa Ó- og K-lista í umræddum vinnuhóp um hagræðingu í rekstri grunnskólanna í sveitarfélaginu.

Það vekur óneitanlega athygli hversu litlu púðri er eytt í þessa vinnu, þó svo að rekstur skólanna taki til sín 35-40% af rekstri aðalsjóðs sveitarfélagsins. Jafnframt er athyglivert að einvörðungu er fjallað um sameiningu skólanna eða sameiningu yfirstjórnar og launakostnað þar að lútandi. Til að mynda er ekkert fjallað um annan rekstrarkostnað, mögulegar hagræðingarleiðir þar og mögulega samnýtingu einstakra fagkennara og hagræðingu hvað það varðar.

Fulltrúar Ó- og K-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra báru ákveðnar væntingar til þessa vinnuhóps. Það er ljóst að þær væntingar hafa ekki verið uppfylltar og hér er um hreint yfirklór að ræða í umfjöllun um hagræðingu í rekstri grunnskólanna. Hér er á ferðinni skólabókardæmi um gjörning sem er algjörlega til málamynda og hlýtur að launum hina fullkomnu falleinkunn.

Undirrituð : Þröstur Sigurðsson, Halldóra Gunnarsdóttir, Viðar H. Steinarsson.

 

Bókun fulltrúa D-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna bókunar fulltrúa K- og Ó-lista um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna á Hellu og Laugalandi, lögð fram á fundi hreppsnefndar 7. desember 2005.

Undirritaðir fulltrúar D-lista sveitarstjórnar Rangárþings ytra vísa á bug þeim fullyrðingum sem fram koma í bókun minnihlutafulltrúa K- og Ó-lista þess efnis að “litlu púðri” hafi verið eytt í störf vinnuhópsins. Vinnuhópurinn starfaði í samræmi við þá tillögu sem var til grundvallar við stofnun hans þegar mörkuð var sú stefna að sérstaklega bæri að skoða sameiningu skólanna eða sameiningu yfirstjórnar þeirra m.t.t. hagræðingar og sparnaðar. Undirritaðir lýsa sig sammála niðurstöðu vinnuhópsins þess efnis að ekki séu forsendur til breytinga, enda ljóst að ekki yrði um fjárhagslegan ávinning fyrir sveitarfélagið að ræða.

 

Orðum um yfirklór, málamyndagjörninga og falleinkunn er vísað til föðurhúsanna.

Sigurbjartur Pálsson. Engilbert Olgeirsson. Ingvar P. Guðbjörnsson. Sigrún Ólafsdóttir. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.

 

  1. Frá hreppsráði 24/11´05:
  2. a) Tillaga skipulags- og bygginganefndar um hvaða svæði verði tekin næst fyrir til deiliskipulags á íbúðabyggð og athafnasvæði:

 

Lagt er til að svæði ofan Lundar merkt ÍB11 á staðfestu aðalskipulagi, verði næst tekið til skipulags fyrir íbúðabyggð. Hvað varðar athafna- og iðnaðarlóðir þá leggur nefndin til að svæði beggja vegna þjóvegar móts við Dynskála 40-46 verði skoðað nánar í því samhengi.

 

Samþykkt samhljóða að skipulags- og bygginganefnd verði falið að leggja fram útfærða tillögu um þessa liði sbr. framkomnar hugmyndir og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

  1. b) Afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar á umsókn Heimis Hávarðssonar um breytingu á skráðri notkun hússins Þrúðvangs 36 á Hellu og um breytingu á álögðum fasteignagjöldum og um afturköllun á innheimtu.

 

Fyrir liggur að skipulags- og bygginganefnd hefur hafnað ósk húseigenda um breytingu á skráðri notkun hússin enda samrýmist slík breyting ekki samþykktu aðalskipulagi.

 

Sveitarstjórnin staðfestir samhljóða niðurstöðu skipulags- og bygginganefndar og hafnar framangreindri umsókn.

 

Umsókn um breytingu á álögðum fasteignagjöldum og um afturköllun á lögfræðiinnheimtu er hafnað samhljóða.

 

  1. FOSS - ósk um fund:

Lagt fram bréf frá Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, dagsett 23/11´05, þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna meintra mismununar starfsmanna varðandi eingreiðslu.

 

Lagt fram bréf frá Karli Björnssyni, sviðsstjóra Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1/12´05, um framangreinda ósk.

 

Lagt er til að hreppsráð Rangárþings ytra bjóði fulltrúum frá FOSS til fundar og að hreppsráðið óski samhliða eftir fundi með fulltrúum Launanefndar sveitarfélaga um framangreind málefni.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Sigurður Halldórsson o.fl. - lóðarleigusamningur:

Lagt fram bréf frá Sigurði Halldórssyni o.fl., móttekið 22/11´05, með ósk um nýjan lóðarleigusamning um frístundalóðina Hróarslæk nr. 6.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erininu til Umhverfissviðs og stjórnar Eignaumsjónar til úrvinnslu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Þóra Þorsteinsdóttir - ósk um gerð göngustígs:

Lagt fram bréf frá Þóru Þorsteinsdóttur, dagsett 7/11´05, með ósk um gerð göngustígs milli Bogatúns og Lundar.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs til úrlausnar.

 

  1. Edda Önfjörð Magnúsdóttir - ósk um fjölgun bekkja:

Lagt fram bréf frá Eddu Önfjörð Magnúsdóttur, dagsett 24/11´05, með ósk um fjölgun bekkja á Hellu.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs til úrlausnar.

 

  1. Kennaraháskóli Íslands - verkefni um danskan farandkennara:

Lagt fram bréf frá Kennaraháskóla Íslands, dagsett 18/11´05, þar sem spurt er hvort sveitarfélagið hafi áhuga á að taka þátt í verkefni um danskan farandkennar skólaárið 2006-2007.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til skólastjóra grunnskólanna á Hellu og Laugalandi til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands 10/11´05 - um skil á tímasettri áætlun um endurgerð

leikvalla:

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dagsett 10/11´05, þar sem minnt er á skil á tímasettri áætlun um endurbætur á leikvöllum.

 

Til kynningar.

 

  1. Tillaga um könnun á möguleikum varðandi byggingu þjónustuíbúða:

Lögð fram tillaga um könnun á möguleikum varðandi byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara og öryrkja, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 7. desember 2005:

Lagt er til að sveitarstjóra og oddvita verði falið að kanna möguleika varðandi hugsanlega byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara og öryrkja. Leitað verði eftir samvinnu við Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, þjónustuhóp aldraðra og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra varðandi könnun á þörf fyrir þjónustuíbúðir. Kannaðir verði möguleikar varðandi eignar- eða leiguform á slíku húsnæði sem eru á markaði nú. Að lokinni könnun á framangreindum þáttum verði niðurstöður lagðar fyrir hreppsnefnd Rangárþings ytra.

Greinargerð:

Félag eldri borgara ásamt þjónustuhópi aldraðra hefur undanfarna mánuði kannað áhuga fyrir byggingu þjónustuíbúða á Hellu og Hvolsvelli. Fengnir hafa verið fróðir menn um þessi mál til að kynna þessum aðilum og fulltrúum sveitarstjórna hvernig staðið hefur verið að málum þar sem þjónustuíbúðir hafa verið byggðar. Nú síðast komu fulltrúar Búmanna á fund með fulltrúum þjónustuhóps og sveitarstjórnanna í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra og kynntu leiðir sem þeir hafa farið í byggingu þjónustuíbúða. Búmenn eru húsnæðissamvinnufélag og fylgir stutt kynning á félaginu með þessari tillögu. Í viðræðum við fulltrúa þjónustuhóps aldraðra hefur komið fram mikill vilji til þess að þörf fyrir húsnæðisúrræði af þessu tagi verði rækilega könnuð og reynist áhugi vera fyrir hendi, verði þess freistað að finna vænlegar leiðir í málinu. Gert er ráð fyrir að mögulegar þjónustuíbúðir verði ekki síður fyrir fatlaða en eldri borgara. Við Lund eru lóðir sem frá upphafi rekstrar stofnunarinnar hafa verið hugsaðar fyrir fullorðið fólk sem hugsanlega gæti fengið einhverja þjónustu á Lundi. Hugsanlega má tengja þetta saman reynist vera áhugi fyrir þessari leið í húsnæðismálum.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundir sveitarstjórnar í desember 2005.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að fundir verði í hreppsnefnd Rangárþings ytra mánudaginn 12. desember n.k. og einnig mánudaginn 19. desember n.k. og verði meginumfjöllunarefni þeirra funda fyrri og síðari umræða um fjárhagsáætlun 2006. Gert er ráð fyrir að fundur verði í hreppsráði 29. desember n.k. en fyrirhugaðir fundir þess fyrr í mánuðinum falli niður vegna þess hversu hreppsnefndin fundar oft á þeim tíma.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

20.1 Fræðslunet Suðurlands - boð á hátíðarfund 9/12´05.

 

Til kynningar.

 

20.2 Samfés 28/11´05 - boð á málþing um frítímastarf á Íslandi 9/12´05 og umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.

 

20.3 Götusmiðjan 29/11´05 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.

 

  1. Annað efni til kynningar:

21.1 Bréf frá sameiginlegum fundi sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps um málefni

Lundar til heilbrigðis- og tryggingarálaráðuneytisins um hallarekstur á Lundi.

21.2 Hreppsnefnd Ásahrepps 28/11´05 - samþykkt við ósk um niðurfellingu á leigugjaldi

vegna aðventutónleika.

21.3 Hreppsnefnd Ásahrepps 28/11´05 - samþykkt við tillögu að gjaldskrá fyrir

íþróttamðstöðina á Laugalandi.

21.4 Búfjáreftirlitið 24/11´05 - skýrsla um eftirlitið á árinu.

21.5 Sjóvá 28/11´05 - um breytingar á iðgjöldum ökutækjatrygginga.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00.

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?