48. fundur 06. apríl 2005

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 6. apríl 2005, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Engilbert Olgeirsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigurbjartur Pálsson, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; viðbót við lið 2.4, og nýir liðir nr. 19 og 20 og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 63. fundar hreppsráðs 10/3´05, í 14 liðum.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 1 situr hjá (HH) og EO fjarverandi.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 64. fundar hreppsráðs 17/3´05, í 12 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Skipulags- og bygginganefnd - 30. fundur 21/3´05, liðirnir 017-2005 til 047-2005.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Jafnréttisnefnd - 5. fundur 3/3´05, í 4 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.3 Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 39. fundur 16/3´05, í 6 liðum.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (HH og VS).

 

2.4 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10. fundur 4/4´05, í 8 liðum.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (HH og ÞS).

 

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Bókun vegna fundargerðar samráðsnefndar Ásahrepps og Rangárþings ytra, frá 4. apríl 2005, liður c, önnur mál:

Skipan Kristínar Hreinsdóttur sem fulltrúa Ásahrepps í vinnuhópi um hagræðingu í rekstri grunnskóla Rangárþings ytra og Ásahrepps orkar mjög tvímælis í hugum undirritaðra. Ástæðan er sú að Kristín er starfandi forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands og þar af leiðandi starfsmaður beggja sveitarfélaganna.

Undirritaðir: Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, Viðar Steinarsson.

 

Lögð fram tillaga um tilnefningu tveggja fulltrúa í vinnuhóp um málefni Töðugjalda svo og um aðkomu sveitarfélaganna að kostnaði við reiðvegagerð.

 

 

 

Tilnefndir eru Sigurbjartur Pálsson og Lúðvík Bergmann.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 73. fundur 15/3´05, í 6 liðum.

3.2 Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands - 78. fundur 16/3´05, í 3 liðum.

3.3 Húsakynni bs. - aðalfundur 16/3´05, í 6 liðum.

Ársreikningur Húsakynna bs. 2004.

3.4 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 34. fundur 16/3´05, í 2 liðum.

3.5 Stjórn Strandarvallar ehf. - 10. fundur 15/3´05.

3.6 Stjórn SASS - 383. fundur 17/3´05.

3.7 Stjórn Hitaveitu Rangæinga - 21. fundur 29/3´05.

 

Lögð fram tillaga um að fyrrverandi formanni stjórnar Hitaveitunnar, Ágústi I. Ólafssyni og fyrrverandi varaformanni, Valtý Valtýssyni, verði veitt umboð af hálfu Rangárþings ytra til að vinna að frágangi ólokinna mála hjá Hitaveitu Rangæinga vegna sölu hennar til Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, ÞS, VS).

 

Engilbert tekur ekki þátt í umræðum né atkvæðagreiðslu um lið 3.7 og víkur af fundi á meðan á umræðum stendur.

 

3.8 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 26. fundur 31/3´05, í 4 liðum.

 

  1. Tillaga að 3ja ára áætlun fyrir 2006-2008:

Lögð fram tillaga að 3ja ára áætlun fyrir tímabilið 2006-2008.

Fyrri umræða.

 

Tillögunni vísað til seinni umræðu.

 

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 29/3´05, um skil á 3ja ára áætlun.

 

Til kynningar.

 

  1. Kosning fulltrúa frá Rangárþingi ytra í nefnd um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna að Laugalandi og á Hellu:

Lögð fram tillaga um eftirfarandi fulltrúa frá Rangárþingi ytra í nefnd um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna að Laugalandi og á Hellu:

 

Guðmund Inga Gunnlaugsson, Sigurbjart Pálsson, Guðfinnu Þorvaldsdóttur og Viðar Steinarsson.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Eftirfarandi bókun lögð fram:

Bókun vegna kosningu fulltrúa í nefnd um mögulega hagræðingu í rekstri grunnskólanna í Rangárþingi ytra, dags. 6. apríl 2005.

Undirritaðir ítreka þá skoðun sína að tillaga sú sem undirritaðir lögðu fram á síðasta fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra sé í raun málefnalegri og gangi lengra hvað varðar vinnu við stefnumótun í fræðslumálum sveitarfélagsins. Hvað varðar framhaldið vísum við í þær tillögur og bókanir sem fulltrúar Ó- og K- lista hafa lagt fram í þessu efni og væntum góðrar vinnu og niðurstöðu þessarar vinnunefndar.

Jafnframt hörmum við að fulltrúaskipanin skuli vera með þeim hætti sem raunin er þ.e. að nú er gert ráð fyrir að Ásahreppur skipi einn fulltrúa á kostnað þess að K- og Ó – listi skipi einn fulltrúa hvor í vinnuhópinn. Sem er úr takti við það sem hefur verið venjan það sem af er á þessu kjörtímabili og úr takti við styrk þessara framboða og ekki til þess fallið að auka tiltrú manna á starfi vinnunefndarinnar.

Undirritaðir : Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, Viðar Steinarsson.

 

  1. Fyrirspurn frá fulltrúum K- og Ó lista um starfshlutfall framkvæmdastjóra SASS:

Rætt um starfshlutfall framkvæmdarstjóra SASS, sbr. fyrirspurn oddvita Rangárþings ytra á 382. fundi stjórnar SASS, sbr. umræður á fyrri fundum sveitarstjórnar.

 

  1. Fiskeldisstöðin í Fellsmúla ehf.:

Lögð fram drög að samningi um sölu á eignum Fiskeldisstöðvarinnar v/Fellsmúla ehf., kt. 510888-1629 til Eldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. kt. 511104-2380.

 

Lúðvík tekur ekki þátt í umræðum né atkvæðagreiðslu og víkur af fundi á meðan á afgreiðslu stendur.

 

Samningurinn er samþykktur með 6 atkvæðum, 2 á móti (HH og ÞS).

 

Eftirfarandi bókun lögð fram:

Bókun 6. apríl 2005 vegna samnings um sölu Fiskeldisst. Fellsmúla.

Undirritaðir gera alvarlegar athugasemdir við framkvæmd á sölu Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. Ekki liggur fyrir áþreifanlegt verðmætamat á eignum og samningum stöðvarinnar. Það söluverð sem nú liggur til grundvallar teljum við vera of lágt miðað við þær eignir og hitaveituréttindi sem verið er að fjalla um í samningnum.

Auk þess virðist, samkvæmt kaupsamningi, sem um ýmis óútkljáð mál sé að ræða sem lenda á herðum seljanda ef niðurstaða þeirra mála fer á hinn verri veg.

Undirritaðir : Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson.

 

  1. Tillaga að samþykki um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra:

Lögð fram tillaga að samþykkt um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra í 10 liðum, dagsett 2/3´05 - síðari umræða.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fyrirspurnir frá K- og Ó- listum í 4 liðum frá hreppsnefndarfundi 2/3´05:

Lagt fram svar frá Persónuvernd, dagsett 30/3´05, vegna 1. liðar fyrirspurnar frá K- og Ó listum, um heimild til birtingar sundurliðaðra upplýsinga um greidd laun og aksturskostnað til starfsmanna og nefndarfulltrúa sveitarfélagsins á árinu 2004.

 

Til kynningar.

 

  1. Tillögur að erindisbréfum nefnda:

10.1 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd.

 

10.2 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd.

 

10.3 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepp.

 

10.4 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir íþrótta- og æskulýðsnefnd.

 

10.5 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir menningarmálanefnd.

 

10.6 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir skipulags- og bygginganefnd.

 

10.7 Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir umhverfisnefnd.

 

Lagt er til að tillögunum verði vísað til viðkomandi nefnda til umfjöllunar og tillögugerðar. Lagt er til að tillögu að erindisbréfi fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, liður 10.3, verði einnig vísað til Ásahrepps til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Ásahreppur:

11.1 Lagt fram bréf, dagsett 16/3´05, um tilnefningu í vinnuhóp um hagræðingu í rekstri

grunnskóla. Fulltrúi Ásahrepps verður Kristín Hreinsdóttir. Einnig tilkynning um að

Ásahreppur sjái ekki tilefni til að tilnefna í sérstaka nefnd um sameiginleg málefni.

 

11.2 Lagt fram bréf, dagsett 16/3´05, um tilnefningu fulltrúa til könnunarviðræðna við

Orkuveitu Reykjavíkur um hugsanlega sölu á Holtaveitu. Fulltrúar Ásahrepps verða

Jónas Jónsson, oddviti og Guðmundur Gíslason, varaoddviti.

 

11.3 Lagt fram afrit af bréfi til atvinnu- og ferðamálafulltrúa, dagsett 23/3´05, um að ekki

verði tilnefndur fulltrúi frá Ásahreppi í nefnd um undirbúning Töðugjalda 2005.

 

11.4 Lagt fram afrit af bréfi til Foreldrafélags Laugalandsskóla, dagsett 23/3´05, um þátttöku

Ásahrepps í kostnaði við uppsetningu sparkvallar að Laugalandi, kr. 825.884,-.

 

Til kynningar.

 

  1. Jón H. Skúlason, Hrafnkell Óðinsson og Margrét Óðinsdóttir:

Lögð fram beiðni, dagsett 22/3´05, um umsögn vegna skiptingar á spildu út úr landi Snjallsteinshöfða I.

 

Samþykkt samhljóða að hreppsnefnd geri ekki athugasemd við landskiptin skv. framlögðum gögnum.

 

  1. Hákon Hjörtur Haraldsson og Torfi Geir Símonarson:

Lögð fram umsókn, dagsett 18/3´05, frá Hákoni Hirti Haraldssyni og Torfa Geir Símonarsyni, um afnot af húsnæði í Hellubíói fyrir "lan-setur".

 

Lagt er til að erindinu verði vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Björn Halldórsson:

Lögð fram umsókn frá Birni Halldórssyni, dagsett 23/3 ´05, um kaup á landspildu, u.þ.b. 1,5 ha. úr landi Merkihvols.

 

Lagt er til að erindinu verði vísað til stjórnar Eignaumsjónar til umfjöllunar og tillögugerðar, samhliða umsókn frá Sæmundi Guðmundssyni um kaup á spildu úr sama landi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

  1. Skipulagsstofnun:

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 18/3´05, þar sem birt er niðurstaða um að endur-vinnsla lífræns hráefnis til moltuframleiðslu á landsvæði austan við Þykkvabæ, sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Til kynningar.

 

  1. Héraðssambandið Skarphéðinn:

Lagt fram bréf frá HSK, dagsett 21/3´05, með tillögum sem beint er til sveitarstjórna frá 83. héraðsþingi HSK 26/2´05.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún:

Lagt fram opið bréf frá Gunnari Guðmundssyni frá Heiðarbrún, móttekið 22/3´05, með aðvörun vegna hugsanlegrar sölu á vatnsveitum.

 

Til kynningar.

 

  1. Fyrirspurnir frá K- og Ó listum:

18.1 Fyrirspurn um stöðu fyrirspurnar frá mars-fundi hreppsnefndar um launagreiðslur til

starfsmanna.

18.2 Fyrirspurn um stöðu mála varðandi sölu á hlutabréfum.

18.3 Fyrirspurn um stöðu mála varðandi prufudælingu á borholu í Þykkvabæ.

 

Lögð fram svör Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra, dagsett 6/4´05 við fyrirspurnunum, þar sem fram kemur;

 

Vegna 1. liðar er sagt frá svarbréfi Persónuverndar og Trausta F. Valssonar, lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Vegna 2. liðar er sagt frá sölu hlutabréfa í Eimskipum-Burðarási hf.

 

Vegna 3. liðar er sagt frá því að rætt hafi verið við Orkuveitu Reykjavíkur um prufudælingu á borholu í Þykkvabæ.

 

Heimir bókar að hann hafi óskað eftir því að svar sveitarstjóra yrði ritað óstytt í fundargerð en því hafi verið hafnað af oddvita.

 

Fulltrúar af K- og Ó- listum munu óska eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins um heimild sveitarstjórnar til birtingar greiddra heildarlauna, mánaðarlauna, tímalauna, yfirvinnulauna, nefndarlauna, aukagreiðslna, hlunninda og aksturskostnaðar allra starfsmanna og nefndarmanna.

 

  1. Tillaga K- og Ó lista um opinn borgarafund:

Lögð fram tillaga frá fulltrúm K- og Ó listum, dagsett 1/4´05, um að haldinn verði opinn borgarafundur um málefni Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða að fela oddvitum framboðslistanna sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn Rangárþings ytra að finna tíma og ákveða umgjörð og umfjöllunarefni slíks fundar.

 

  1. Tilboð um gjöf til sveitarfélagsins á málverkum eftir Elías Hjörleifsson:

Lagt fram tilboð um gjöf til sveitarfélagsins á 50 málverkum eftir Elías Hjörleifsson, listmálara.

 

Samþykkt samhljóða að þiggja gjöfina og menningarmálanefnd falið að finna málverkunum stað til varðveislu og sýningar.

 

  1. Starfsmannamálefni:

Sveitarstjóri ræddi launamál starfsmanna sveitarfélagsins og starfsmat Launanefndar og sveitarfélaganna.

 

Lögð fram tillaga um að Heimi Hafsteinssyni, Sigurbjarti Pálssyni ásamt sveitarstjóra verði falið að kanna möguleika til breytinga.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Umræður að frumkvæði fulltrúa K- og Ó lista um ritun fundargerða sveitarstjórnar.

Heimir ræddi um lengd fundatíma og frágang fundargerða sveitarstjórnar. Fundir hafa tilhneigingu til þess að vera nokkuð langir og frágangur fundargerða í lok funda lengja viðveru sveitarstjórnarfulltrúa enn frekar.

 

Samþykkt að fundargerð þessa fundar verði frágengin í samráði sveitarstjórnarfulltrúa um tölvupóst á næstu dögum.

 

Hugað verður að framtíðarlausnum á þessu sviði.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

23.1 Rangárbakkar Hestamiðstöð Suðurlands - aðalfundur 15/4´05.

 

Lagt er til að Ingvar Pétur Guðbjörnsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

23.2 Samband íslenskra sveitarfélaga 15/3´05 - ráðstefna um Staðardagskrá 21, 29/4´05,

könnun á framkvæmd "Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar".

 

Til kynningar.

 

23.3 Sóknarnefnd Oddasóknar 21/3´05 - umsókn um breytingu á álögðum fasteignagjöldum.

 

Lagt er til að veita styrk á móti álögðum fasteignagjöldum safnaðarheimilis Oddasóknar að Dynskálum 8.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (VS).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. Annað efni til kynningar:

24.1 Atvinnu- og ferðamálanefnd 21/3´05 - tilkynning um tilnefningu í nefnd um framkvæmd

Töðugjalda.

24.2 Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili - ársreikningur 2004.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.00.

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?