47. fundur 02. mars 2005

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 2. mars 2005, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Sigurbjarts Pálssonar, Viðar H. Steinarsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Lúðvík Bergmann og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Engilbert Olgeirnsson, varaoddviti, setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; nýir liðir 5.2, 10.1 og 10.2 bætast við og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 61. fundar hreppsráðs, 10/2´05, í 12 liðum.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (HH.).

 

1.2 Lögð fram fundargerð 62. fundar hreppsráðs, 24/2´05, í 16 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Fræðslunefnd 38. fundur 15/12´04, 3. liður, sem frestað var á fundum hreppsnefndar 5/1´05 og 8/2´05.

Lagt fram svar fræðslunefndar við beiðni hreppsnefndar um umfjöllun og tillögugerð varðandi tillögur Ó og K lista um úttekt á þeim kosti að sameina allt skólahald á einn stað og undir eina stjórn á Hellu, fr. 5/1´05 og 8/2´05.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 á móti (HH. ÞS. og VS.).

 

"Bókun vegna afgreiðslu fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps á tillögu K og Ó lista um úttekt á þeim kosti að sameina allt skólahald sveitarfélagsins á einn stað og undir eina stjórn á Hellu:

Undirritaðir taka heilshugar undir bókun Þrastar Sigurðssonar varðandi afgreiðslu fræðslunefndar, eins og hún kemur fram í bréfi frá formanni nefndarinnar Engilberti Olgeirssyni, á tillögum okkar um úttekt á þeim kosti að sameina allt skólahald sveitarfélagsins á einn stað og undir eina stjórn á Hellu. Grunnurinn að áðurnefndri afgreiðslu er tillaga frá formanni nefndarinnar.

Í tillögunni segir:

” Fræðslunefnd sér ekki ástæðu til þess að gerð verði úttekt á því nú hvort sameina beri allt skólahald á einn stað í Rangárþingi ytra. Fyrr á þessu ári gerðu fagaðilar frá Rannsókarstofnun Háskólans á Akureyri úttekt á skólahaldi í sveitarfélaginu og niðurstaða þeirrar úttektar var, að ekki væri tímabært að sameina allt skólahald á einn stað í sveitarfélaginu. Ekki er séð að neinar forsendur hafi breyst ennþá frá því sú niðurstaða varð ljós.

Þarna fer formaður fræðslunefndar með vísvitandi rangfærslur og undir það kvittar nefndin. Í skýrslu RHA kemur nefnilega hvergi fram sem niðurstaða að ekki sé tímabært að sameina allt skólahald sveitarfélagsins á einn stað og undir eina stjórn.

Í áðurnefndri skýrslu kemur heldur hvergi fram að sveitarstjórn megi ekki skoða hvað þessir kostir þýði fyrir rekstur sveitarfélagsins.

Í skýrslunni er hins vegar fjallað almennt um þá kosti sem við leggjum til að verði skoðaðir nánar nú. Hvað varðar tillögu okkar um að sameina skólastarfið undir eina yfirstjórn þá mæla skýrsluhöfundar með þeirri leið í skýrslunni og nefna það valkost númer eitt, en hvað varðar þann hluta tillögu okkar að sameina skólastarfið á einn stað á Hellu þá velta þeir þeim möguleika upp sem valkosti en segja orðrétt eftirfarandi í niðurstöðuorðum um umfjöllun sína um það atriði:

“Eins og staðan er um þessar mundir telja höfundar þó ekki tímabært að nefna sérstaka leið sem felur í sér jafn róttækar breytingar og þær að sameina alla kennslu á einn stað. Slík akvörðun þarfnast nánari skoðunar, ígrundunar og meiri tíma en hér gefst. Um slíka ákvörðun þyrfti jafnframt að ræða við samrekstraraðila Laugalandsskóla.”

Þannig hljóðar umfjöllun RHA um þennan kost. Það er auðvitað bara sorglegt þegar sagt er að ekki sé tímabært að skoða leiðir til hagræðingar og sparnaðar í rekstri sveitarfélagsins en lítilmannlegt að bera aðra fyrir eigin skoðunum . Þeir sveitarstjórnarmenn sem þannig hugsa hljóta að vera að misskilja hlutverk sitt.

Er það virkilega svo að með rangfærslum og útúrsnúningum ætli meirihluti B og D lista að setja eðlilegar og tímabærar tillögur okkar um að skoða hagræðingarmöguleika í rekstri sveitarfélagsins út af borðinu?

Ásamt þeirri skoðun sem við leggjum til að fram fari, og áður en ákveðið er á nokkurn hátt um tilfærslur sem fýsilegar kunna að þykja eftir slíka skoðun, er nauðsynlegt að finna því húsnæði sem leggja skal af sem kennsluaðstöðu annað hlutverk til heilla fyrir íbúa viðkomandi svæðis og sveitarfélagsins alls. Þetta ber að gera á þann hátt að saman fari lok skólastarfs og innkoma nýrrar og öflugrar starfsemi, að öðrum kosti á ekki að fara af stað með breytingar. Framkvæmd lokunar Þykkvabæjarskóla er skólabókardæmi um það hvernig ekki á að framkvæma viðkvæmar breytingar þar sem húsnæði er skilið eftir án hlutverks og fólkið án atvinnu.

Ætla má, ef til kemur, að uppbygging skólamannvirkja á Hellu yrði ekki til þess að skuldsetja sveitarfélagið meira en orðið er vegna þeirra verðmæta sem hægt væri að losa á Laugalandssvæðinu og annarsstaðar en hagræðingin gæti m.a. hjálpað til við að greiða niður núverandi skuldir.

Og svo vitnað sé aftur í skýrslu RHA þar sem bent er á þann möguleika að hætta kennslu á Laugalandi, þar segir orðrétt:

"þá mætti sjá fyrir sér nýja atvinnustarfsemi í húsnæði Laugalandsskóla sem hefði í för með sér auknar tekjur til sveitarfélagsins og ný atvinnutækifæri fyrir íbúa í stað þeirra sem myndu tapast í skólanum.”

Þannig gæti sú aðgerð að leggja af skólahald á Laugalandi og færa það að Hellu, ásamt því að selja eignir á Laugalandi til aðila sem kæmu með ný atvinnutækifæri inn í sveitarfélagið, haft margföld jákvæð áhrif á rekstur sveitarsjóðs og fyrir atvinnulíf í sveitarfélaginu.

Þetta hljóta allir að skilja.

Það er nauðsynlegt allir fulltrúar í sveitarstjórn fari að líta á hið nýja sveitarfélag sem eina heild og taki höndum saman um þau verk sem vinna þarf öllum íbúum til heilla.

Undirritaðir: Viðar Hafsteinn Steinarsson. Þröstur Sigurðsson. Heimir Hafsteinsson."

"Bókun fulltrúa D lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra vegna bókunar fulltrúa K og Ó lista um afgreiðlsu fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 2. mars 2005:

Reynt er með bókun frá fulltrúum K- og Ó-lista að snúa út úr afgreiðslu fræðslunefndar á tillögu þeirra um að sameina allt skólahald Rangárþings ytra á einn stað á Hellu. Meirihluti nefndarinnar var einfaldlega þeirrar skoðunar að ekkert hefði breyst frá því skýrsla RHA kom út og mælti þar af leiðandi ekki með samþykki tillögunnar. Þetta virðist fara fyrir brjóst fulltrúa K- og Ó-lista og kalla á bókanir frá þeim eins og þá sem færð er í fundargerð þessa hreppsnefndarfundar. Í þessari bókun, er vegið að einstaklingum á ódrengilegan og ósæmilegan hátt vegna þess eins, að skoðanir þeirra falla ekki að skoðunum fulltrúa K- og Ó-lista.

Allir sem vilja, sjá að svona orðalag og upphlaup er víðs fjarri því að vera í samhengi við tilefnið. Því er að sjálfsögðu vísað á bug, að formaður fræðslunefndar fari vísvitandi með rangfærslur í tillögu sem lögð var fram á fundi fræðslunefndar og samþykkt var.

 

Enn er vegið að ákvörðun um lokun Þykkvabæjarskóla. Engin ný tíðindi hafa þó orðið á þeim vettvangi. Tekin var ákvörðun um lokun á faglegum forsendum með hagsmuni allra í huga, ekki síst nemendanna.

 

Fulltrúar K- og Ó-lista tala gjarnan um að fulltrúar í sveitarstjórninni þurfi að líta á nýja sveitarfélagið sem eina heild. Þetta ráð er auðvitað þarft fyrir alla að hafa í huga. Sérstaklega ættu þessir sömu fulltrúar að íhuga þetta, því engir hafa stuðlað meir að sundrungu en þeir sjálfir með málflutningi sínum.

 

Valtýr Valtýsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson."

 

"Bókun og tillaga vegna skipan fræðslumála í Rangárþingi ytra:

Hreppsnefnd Rangárþings ytra er sammála um að misskilnings gæti í bókun og afgreiðslu fulltrúa D og B lista í Fræðslunefnd Rangárþings ytra á tillögu Ó og K lista um úttekt á fræðslumálum í Rangárþingi ytra.

Hreppsnefnd Rangárþings ytra er sammála um að gerð verði fagleg úttekt á fræðslumálum í Rangárþingi ytra. Skipuð verði nefnd á næsta reglulega fundi hreppsnefndar, 2.mars 2005. Nefndin verði skipuð á eftirfarandi hátt:

D - listi 2 fulltrúar

B - listi 1 fulltrúi

Ó - listi 1 fulltrúi

K – listi 1 fulltrúi

Einnig verði skipaðir 5 fulltrúar frá sömu aðilum til vara. Jafnframt er lagt til að Laugalandsskóli og Grunnskólinn á Hellu tilnefni 1 fulltrúa hvor skóli og að foreldrafélög skólanna tilnefni einnig 1 fulltrúa hvort félag. Samtals 9 fulltrúar.

Hlutverk nefndarinnar verði m.a. að kanna vilja og framtíðaróskir íbúa sveitarfélagsins til þróunar fræðslumála á svæðinu. Gerðar verði kannanir meðal íbúanna, með spurningalistum og/eða íbúaþingum. Einnig verði gerð könnun á þróun barnafjölda næstu 10-15 árin.

Nefndin marki stefnu almennt í skólahaldi sveitarfélagsins til framtíðar með hliðsjón af faglegum sem og rekstrarlegum þáttum.

Með hliðsjón af mikilvægi og umfangi verkefnisins skal nefndinni heimilað að leita sér faglegrar ráðgjafar og aðstoðar eftir því sem þurfa þykir hverju sinni.

Vinnu nefndarinnar skal lokið eigi síðar en 15. desember 2005

 

Heimir Hafsteinsson. ViðarH. Steinarsson. Þröstur Sigurðsson."

 

Tillagan felld, 3 með, 6 á móti (EO. VV. GIG. IPG. SÓ. LB.)

 

Tillaga um uppbyggingu grunnskólans og leikskólans á Hellu. Einnig tillaga um athugun á rekstrarforsendum og möguleikum í hagræðingu í rekstri grunnskólanna á Hellu og Laugalandi. Tillagan lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 2. mars 2005:

"Þar sem nú er þegar hafin vinna við undirbúning byggingar leikskóla í sveitarfélaginu, er hér lögð fram tillaga þess efnis að uppbygging nýs leikskóla á Hellu verði tengd vinnu og skipulagningu uppbyggingar grunnskólans þar. Það er ljóst að Grunnskólinn á Hellu býr við þröngan húsakost og hluti húsnæðisins kallar á verulegar og kostnaðarmiklar úrbætur sem allra fyrst.

Lagt er til að samhliða tillögugerð að uppbyggingu leikskólans á Hellu verði unnið að áætlun og tillögugerð um uppbygginu og endurbætur á skólahúsnæði grunnskólans. Í þessari vinnu er nauðsynlegt að skoða þann möguleika að leikskólinn og grunnskólinn verði í sömu byggingu, þó kennslurými skólanna og útivistarsvæði verði aðskilið. Stoðrými skólanna verði sameiginlegt, s.s. mötuneyti og stjórnunarrými.

Lagt er til að sviðsstjóra Umhverfissviðs, formanni skipulags- og bygginganefndar, fulltrúa fræðslunefndar og skólastjórum grunn- og leikskólans á Hellu verði falið að vinna að tillögugerð og hugsanlegri framkvæmdaáætlun verkefnisins. Nauðsynlegt er, að hægt verði að áfangaskipta framkvæmdum, þannig að haga megi framkvæmdum eftir þörfum á hverjum tíma.

Einnig er lagt til að skipaður verði vinnuhópur sem skoði sérstaklega möguleika þess að ná aukinni hagræðingu í rekstri grunnskólanna á Hellu og Laugalandi. Þessi vinnuhópur verði skipaður 5 sveitarstjórnarmönnum, fjórum (4) fulltrúum úr Rangárþingi ytra og einum (1) úr Ásahreppi.

Fulltrúar Rangárþings ytra yrðu skipaðir með eftirfarandi hætti:

2 fulltrúar D listi

1 fulltrúi K og Ó listar

1 fulltrúi B listi

Skólastjórar grunnskólanna á Hellu og Laugalandi og fulltrúar foreldrafélaga skólanna vinni með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn reyni að líta til framtíðar, skoða hvort hagkvæmt væri að vera með eina yfirstjórn, eða aðra þætti sem hagrætt gæti í rekstri grunnskólanna til framtíðar litið. Áhugavert væri, að gæði þeirrar þjónustu sem veitt er í dag í skólunum, yrði rædd og stefnumótun sett í gang hvað þá hluti varðar. Stefnt skuli að því að vinnuhópurinn skili niðurstöðu vinnu sinnar fyrir 1. desember 2005.

Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Valtýr Valtýsson."

 

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (LB. VHS. ÞS. HH.)

 

 

Bókun vegna tillögu fulltrúa D lista um uppbyggingu leikskóla og grunnskóla á Hellu:

"Undirritaðir gera ekki athugasemdir við þær hugmyndir sem fulltrúar D listans koma fram með um uppbyggingu og framgang mála varðandi leikslóla á Hellu og teljum að þær séu liður í vinnu við uppbyggingu leikskóla á Hellu, sem er í anda þess málflutnings sem við höfum haldið fram um þetta mál.

Undirritaðir fagna því að fulltrúar D lista séu nú tilbúnir til að taka málefni grunnskólanna í sveitarfélaginu til frekari skoðunar, þrátt fyrir að hafa fellt tillögu okkar um úttekt á fræðslumálum í fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps og nú í sveitarstjórn.

Hjáseta undirritaðra við afgreiðslu þessarar tillögu D lista er af þeirri ástæðu að við teljum skynsamlegra að fara þá leiðina að vinna grunnvinnuna í okkar sveitarfélagi með aðkomu íbúa og hagsmunaaðila. Á seinni stigum er sjálfsagt að fulltrúar Ásahrepps komi að málum ef þeir óska þess sérstaklega.

Undirritaðir : Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson."

 

Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar og tillögu fulltrúa K og Ó lista um skipan fræðslumála í Rangárþingi ytra:

"Fulltrúar D listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra vísa alfarið á bug meintum fullyrðingum um að misskilnings gæti hjá þeim varðandi tillögu Ó og K lista um úttekt á fræðslumálum í Rangárþingi ytra. Hið rétta er að tillaga þeirra um úttekt beindist að einni aðgerð, þ.e. að kanna hagræðingu þess að sameina allt skólahald Rangárþings ytra á einn stað og undir eina stjórn á Hellu. Þessa tillögu lögðu fulltrúar K og Ó lista á fundi sveitarstjórnar í nóvember 2004. Hið sama kemur fram um kynningu tillögunnar í Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps. Allt tal um það að hægt sé að misskilja þessa tillögu er á afar veikum grunni reist, svo ekki sé meira sagt.

Tillaga D lista er ekki bundin svona þröngu sjónarhorni, líkt og fyrrnefnd tillaga K og Ó lista frá því í nóvember 2004, enda þarf að skoða rekstur fræðslumála sveitarfélagsins undir mun víðara sjónarhorni. Tillaga D lista lýtur að því að kannað verði hvort mögulegt sé að finna leiðir til hagræðingar beggja skólanna, en jafnframt að tryggja það að gæði skólastarfs og þjónustu við íbúa verði tryggð og litið til framtíðar með það í huga að bæta þá þjónustu sem íbúum sveitarfélagsins er veitt af þessum stofnunum.

Aðrir þættir tillögu K og Ó lista, sem liggur fyrir á þessum fundi svipar að mörgu leyti til framkominnar tillögu D listans. Fulltrúar D listans vilja þó skoða málið mun opnar og flýta vinnuferlum sem kostur er varðandi tækni- og skipulagslegar forsendur þess að bæta úr brýnni þörf á lagfæringu og úrbótum á skólahúsnæði grunnskólans á Hellu.

Engilbert Olgeirsson. Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Sigrún Ólafsdóttir. Valtýr Valtýsson."

 

2.2 Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt - 9. fundur 18/2´05, í 8 liðum.

  1. lið fundargerðarinnar var vísað til skipulags- og bygginganefndar til umfjöllunar og lokaafgreiðslu á 62. fundi hreppsráðs Rangárþings ytra, 24/2´05 en fundargerðinni vísað að öðru leyti til hreppsnefndar.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH. ÞS. VHS.).

 

2.3 Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu - 9. fundur 23/2´05, í 3 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.4 Félagsmálanefnd - 38. fundur 24/2´05, í 5 liðum.

 

Ingvar Pétur tekur ekki þátt í afgreiðslu á 3. lið.

Þröstur tekur ekki þátt í afgreiðslu á 5. lið.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Atvinnu- og ferðamálanefnd - 22. fundur 23/2´05, í 2 liðum.

Lagt fram afrit af bréfi frá atvinnu- og ferðamálanefnd til Heklu handverkshóps, dagsett 23/2´05.

 

3.2 Stjórn Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla - stjórnarfundur 18/2´05, í 3 liðum.

 

  1. Málflutningsskrifstofan ehf. - um hugsanlegan kostnað við rekstur óbyggðamáls fyrir dómsstólum:

Lagt fram afrit af bréfi frá sveitarstjóra til Málflutningsskrifstofunnar ehf., dagsett 6/1´05.

Lagt fram minnisblað frá Málflutningsskrifstofunni ehf., dagsett 2/2´05, um hugsanlega kostnað við rekstur óbyggðamáls fyrir dómstólum.

 

Til kynningar.

 

  1. Uppsetning sparkvalla:

5.1 Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Laugalandsskóla, dagsett 17/2´05, þar sem óskað er eftir

að veitt verði fjármagni til uppsetningar sparkvallar á Laugalandi. Lagt fram.

 

5.2 Tillaga um uppbyggingu sparkvalla á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 2. mars 2005:

"Lagt er til að í samvinnu og samráði íþótta- og æskulýðsnefndar og Umhverfissviðs verði þegar í stað hafinn undirbúningur að gerð þriggja sparkvalla, þ.e. á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ. Þegar liggur fyrir að KSÍ hafi úthlutað gervigrasi fyrir einn sparkvöll á Hellu. Á Hellu er mestur fjöldi barna í göngufæri við slíkan sparkvöll og mestar líkur á öflugri notkun hans þar.

Leitað verði allra leiða til þess að kostnaður við uppsetningu sparkvallar með gervigrasi á Hellu verði í lágmarki. Lagt er til að staðsetning sparkvallar á Hellu verði sem næst skóla- og íþróttaðstöðu sem fyrir er. Leitað verði ráða hjá aðilum sem sett hafa upp slíka velli með tiltölulega litlum kostnaði miðað við kostnaðaráætlanir sem birtar hafa verið.

Send hefur verið fyrirspurn til KSÍ um möguleika á gervigrasi fyrir einn sparkvöll til viðbótar vegna mikils áhuga hjá foreldrafélagi Laugalandsskóla fyrir slíkum velli. Foreldrafélagið hefur boðist til þess að setja slíkan sparkvöll upp gegn því að sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur greiði samtals kr. 2.521.783. Hlutur Rangárþings ytra yrði í því verkefni kr. 1.695.899 ef Ásahreppur fellst á að taka þátt í þessu að sínu leyti. Geti ekki orðið af því að KSÍ leggi til gervigras á sparkvöll á Laugalandi, verði leitað leiða til kaupa á því af hálfu sveitarfélagsins. Verði slík leið niðurstaðan er ekki um að ræða að uppfylla þurfi allar kröfur sem KSÍ gerir til umbúnaðar slíkra valla og getur þá hugsanlega orðið um einhvern sparnað á öðrum sviðum að ræða.

Samhliða verði valinn staður og undirbúið að byggja upp sparkvöll á yfirstandandi ári á svæði við íþróttahúsið í Þykkvabæ. Kannað verði hvort hliðstæðar forsendur og aðferðir og reiknað er með á Laugalandi geti orðið til í Þykkvabæ.

 

Þegar fyrir liggur áætlun um hver kostnaður verður í heild af framangreindum framkvæmdum, verði lögð fram tillaga í sveitarstjórn um tilsvarandi endurskoðun á fjárhagsáætlun.

Sigurbjartur Pálsson, Valtýr Valtýsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Engilbert Olgeirsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson."

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Veiðifélag Ytri-Rangár - útborgun arðs vegna 2004:

Lagt fram bréf frá stjórn Veiðifélags Ytri-Rangár, dagsett 1/2´05, vegna útborgunar arðs vegna ársins 2004.

Lögð fram tillaga um að vísa bréfinu til Eignaumsjónar til úrvinnslu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fyrirspurnir frá K- og Ó- listum í 4 liðum:

Lagðar fram fyrirspurnir frá K- og Ó- listum í 4 liðum, mótteknar 15/2´05:

  1. Um launamál.
  2. Um störf atvinnu- og ferðamálafulltrúa og Töðugjöld 2004 og 2005.
  3. Um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs samkvæmt skipuriti.
  4. Um söluferli Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla.

 

Lögð fram svör við fyrirspurnum frá sveitarstjóra dagsett 28. febrúar 2005:

Lokið er svörum við liðum 1 - 3 en viðbótarsvar við 1. lið verður lagt fram á næsta fundi hreppsnefndar.

 

  1. Tillaga að samþykki um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra:

Lögð fram tillaga að samþykki um kattahald í þéttbýli í Rangárþingi ytra, dagsett 2/3´05 - fyrri umræða.

 

Vísað til síðari umræðu.

  1. Tillaga um könnunarviðræður um hugsanlega sölu á vatnsveitum í eigu sveitarfélagsins og í sameign með Ásahreppi:

Lögð fram tillaga um könnun á möguleikum varðandi hugsanlega sölu á vatnsveitum í eigu Rangárþings ytra og í sameign með Ásahreppi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Töðugjöld:

10.1 Lögð fram skýrsla um Töðugjöld 2004 - til kynningar.

10.2 Lögð fram tillaga um skipan nefndar um undirbúning Töðugjalda 2005 og tilnefning

fulltrúa Rangárþings ytra.

 

Lagt er til að atvinnu- og ferðamálanefnd tilnefni fulltrúa Rangárþings ytra í framangreinda undirbúningsnefnd fyrir Töðugjöld 2005.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

11.1 Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurlands 24/2´05 - fundarboð á aðalfund félagsins 16/3´05.

 

Lögð fram tillaga um að Valtýr Valtýsson fari með atkvæðisrétt Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

11.2 Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 25/2´05 - fundarboð á aðalfund sjóðsins 16/3´05.

 

Lögð fram tillaga um að Valtýr Valtýsson fari með atkvæðisrétt Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

11.3 Fornleifastofnun Íslands 7/2´05 - tilboð um skráningu fornleifa í Rangárþingi ytra.

 

Lagt er til að tilboðinu verði tekið þannig að vinna við verkefnið hefjist árið 2006 og byrjað verði á Rangárvöllum samkvæmt tillögu um vinnu árið 2007.

 

Sérstaklega verði hugað að fornminjum í landi Merkihvols og Víkingslækjar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

11.4 Ævintýraklúbburinn 24/2´05 - umsókn um styrk.

 

Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

 

 

 

  1. Annað efni til kynningar:

12.1 Neyðarhjálp úr norðri 21/2´05 - þakkarbréf.

12.2 RARIK 14/2´05 - um breytingar á gjaldtöku fyrir selda raforku og framsetning

orkureikninga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.45

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?