11. fundur 17. mars 2003

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 17. mars 2003, kl. 16:00.

 

Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson, Sigrún Ólafsdóttir, varamaður Ingvars Péturs Guðbjarnarsonar, Þröstur Sigurðsson, varamaður Heimis Hafsteinssonar, Halldóra Gunnarsóttir, varamaður Eggerts V. Guðmundssonar og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

 

Valtýr Valtýsson, oddviti, setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Fundargerð hreppsráðs, 13/3´03, sem er í 18 liðum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingr:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2003 - fyrri umræða.

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2003.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri las greinagerð, með fjárhagsáætluninni og fór yfir áætlunina, samstæðureikninga og yfirlit. Um áætlunina sjálfa er vísað í fylgiskjöl.

 

Guðmundur lagði áherslu á, að hreppsnefndarmenn kæmu til sveitarstjóra ef vantaði upplýsingar um einstaka liði.

 

Fjárhagsáætlun 2003 vísað til síðari umræðu sem áætluð er á hreppsnefndarfundi 31. mars 2003 kl. 16.00 í fundarstofu að Laugalandi.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur og umsóknir um styrki:

Engin erindi liggja fyrir.

 

  1. Annað kynningarefni:

Ekkert efni liggur fyrir.

 

Utan dagskrár:

Sveitarstjóri benti á, að beiðni umhverfisnefndar, að upphaf starfs með Stefáni framkvæmdastjóra Staðardagskrár 21 að undirbúningi og þátttöku Rangárþings ytra í því verkefni, hæfist föstudaginn 21. mars 2003 kl. 14.00 að Laugalandi og að hreppsnefndarfulltrúar væru velkomnir ef þeir hefðu möguleika á því að mæta.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?