Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 4. nóvember 2002, kl. 16:00.
Mætt: Valtýr Valtýsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Elísabet St. Jóhannsdóttir, Lúðvík Bergmann, Viðar H. Steinarsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og bar upp tillögu að breytingu á dagskrá. Við bætist nýr 12. liður, þannig að dagskráin er samtals í 14 liðum og fram kom beiðni um að færa 10. lið fram fyrir 4. lið.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerð hreppsráðs:
- a) Fundargerð hreppsráðs 10/10´02, sem er í 14 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- b) Fundargerð hreppsráðs 24/10´02, sem er í 23 liðum.
Viðar lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna afgreiðslu hreppsráðs á fundargerð eignaumsjónar frá 20/8´02 vill undirritaður koma á framfæri mótmælum við meðferð málsinsins og telur að hún stangist á við góða stjórnsýslu. Legg því fram til kynningar stjórnsýslukæru sem ég hef sent til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í áðurnefndri stjórnsýslukæru rek ég málsatvik og hvað mér finnst ábótavant um meðferð málsins og óska eftir úrskurði ráðuneytisins þar um. Um slíkt stórmál sem hér er á ferð tel ég að þurfi fullnaðarafgreiðslu frá fullskipaðri sveitarstjórn.
Valtýr lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt “Samþykktir um stjórn og fundarsköp” að undangengnum tveimur umræðum í sveitarstjórn eins og sveitarstjórnarlög nr. 45/1998 gera ráð fyrir. Í 57. grein samþykktanna er lýst skipan í stjórn eignaumsjónar svo og hlutverki hennar. Þar er m.a. sagt að hlutverk eignaumsjónar sé: “að gera tillögu að ráðningu starfsmanns í samráði við sveitarstjóra til að annast daglegan rekstur.”
Stjórn eignaumsjónar hefur tekið til umfjöllunar á þremur síðustu fundum sínum ráðningu starfsmanns eignaumsjónar. Á fyrsta fundi stjórnar, dags. 20. águst 2002 var Valtý Valtýssyni falið að stilla upp drögum að skipuriti eignaumsjónar sem vísað yrði síðan til sveitarstjórnar vegna vinnu og mótunar á skipuriti sveitarfélagsins. Einnig var Valtý falið að gera drög að starfslýsingu starfsmanns til að flýta fyrir undirbúningi að ráðningu hans. Þessi fundargerð var staðfest af sveitarstjórn Rangárþings ytra þann 26. ágúst 2002.
Á öðrum fundi eignaumsjónar, dags. 21. október 2002, voru ræddar hugmyndir að hæfniskröfum viðkomandi starfsmanns og rætt um hugsanlegt samstarf við Ásahrepp að ráðningu og rekstri starfsmannsins. Lögð var áhersla á að auglýsa eftir starfsmanni sem fyrst og miða við ráðningu um mánaðarmótin október/nóvember 2002. Þessi fundargerð og niðurstaða var samþykkt samhljóða í hreppsráði þann 24. október 2002.
Nú hefur verið auglýst eftir starfsmanni og hafa 12 umsóknir borist. Síðar á þessum fundi mun verða lagðar fram þær hæfniskröfur sem stjórn eignaumsjónar setti gagnvart ráðningu starfsmanns ásamt drögum að starfslýsingu, til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
- Fundargerðir til staðfestingar:
- a) Félagsmálanefnd 29/10´02.
Samþykkt samhljóða.
- b) Atvinnu- og ferðamálanefnd og menningarmálanefnd, 31/10´02.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
- a) Fræðslunefnd 30/10´02.
- b) Eignaumsjón 28/10´02.
- Nefnd um gerð minnisvarða um Ingólf Jónsson – ráðning landslagsarkitekts:
Lagt fram bréf, dags. 29/10´02, frá nefnd sem skipuð var af Rangárvallahreppi til að sjá um að reistur yrði minnisvarði um Ingólf Jónsson, fyrrverandi ráðherra.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra felur nefndinni að vinna áfram að verkefninu og ráða landslangsarkitekt í hönnunarvinnuna. Kostnaði við verkið er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
5 . Eignaumsjón – tillögur að matsformi, starfslýsingu starfsmanns og kynntar umsóknir sem borist hafa:
Oddviti lagði fram tillögu að lýsingu á hlutverki Eignaumsjónar Rangárþings ytra og lýsingu á starfi starfsmanns eignaumsjónar og kröfur til menntunar og reynslu hans. Lagt er til að stjórn Eignaumsjónar fari yfir umsóknir, ræði við umsækjendur og geri tillögu um ráðningu til hreppsráðs. Lagður fram listi yfir umsækjendur um starfið. Heimir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins þar sem hann er einn umsækjenda.
Viðar bar upp eftirfarandi tilllögu um frestun málsins:
Vegna þess að framlagðar tillögur voru ekki í útsendu kynningarefni fyrir fundinn, heldur er dreift á fundinum sjálfum hefur undirritaður því ekki haft eðlilegt svigrúm til að kynna sér þær. Ég mótmæli því þessari málsmeðferð og tel hana ekki samrýmast góðri stjórnsýslu.
Tillagan felld, einn samþykkur (V.S.), einn sat hjá (L.B.) og sex á móti (V.V., G.I.G., S.P., E.O., I.P.G., E.J.).
Tillaga oddvita borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum, einn á móti (V.S.) og einn sat hjá (L.B.).
- Skipan nefnda til sérstakra verkefna:
- a) Bókasafnsnefnd í Þykkvabæ.
- b) Bókasafnsnefnd á Hellu.
- c) Þorrablótsnefnd í Þykkvabæ.
Samþykkt samhljóða að fresta skipan í nefndirnar til næsta hreppsráðsfundar.
- d) Samgöngunefnd (gerir m.a. áætlun um viðhald og endurnýjun safnvega).
Tilnefning: Engilbert Olgeirsson, Sigurbjartur Pálsson og Viðar Steinarsson.
Samþykkt samhljóða.
- Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili – 25 ára afmælishátíð 26/10´02 - gjafabréf:
Í tilefni af 25 ára afmæli Lundar færir Rangárþing ytra heimilinu peningagjöf að upphæð kr. 250.000.- til tækjakaupa eða einhvers sérstaks verkefnis.
Samþykkt samhljóða.
- Reglugerð um búfjáreftirlit – samráð við önnur sveitarfélög í Rangárvallasýslu:
Lögð fram reglugerð nr. 743 frá landbúnaðarráðuneytinu um búfjáreftirlit o.fl., dags. 28/10´02.
Tillaga lögð fram um að fela oddvita og sveitarstjóra að hafa samráð við sveitarstjórnir í öðrum hreppum í sýslunni um samstarf.
Samþykkt samhljóða.
- Náttúruvernd ríkisins – úttekt og greinagerð um ástand í umhverfismálum:
Bréf frá Náttúruvernd ríkisns, dags. 10/10´02, þar sem vakin er athygli á 44. gr. laga um náttúruvernd.
Samþykkt samhljóða að fela umhverfisnefnd að koma með tillögu að aðila til að annast skýrsluna.
- Samtök herstöðvaandstæðinga – kjarnorkulaust sveitarfélag:
Bréf frá samtökum herstöðvaandstæðinga, dags. 24/10´02, um kjarnorkulaust sveitarfélag.
Samþykkt að skrifa undir yfirlýsinguna með sex atkvæðum, þrír sátu hjá (S.P., O.E., G.I.G.).
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps:
Skýrt var frá viðræðum oddvita og sveitarstjóra við oddvita Ásahrepps um sameiginleg málefni sveitarfélaganna. Fram kom að álits Óskars Sigurðssonar, hdl, var óskað, á því hvernig stjórnsýslu á Holtamannaafrétti yrði háttað.
Til kynningar
- Afsal vegna sölu á Leirubakka:
Kaupsamningur og afsal vegna Leirubakka, dags.24/10´02.
Seljandi: Hilmir ehf, kt. 620169-5959. Kaupandi: Ferðaþjónusta Rangárþings, ehf. kt. 681002-3750.
Samþykkt samhljóða og fallið frá forkaupsrétti.
- Fundarboð, ráðstefnur og umsóknir um styrki:
- a) Kynning á Staðardagskrá 21, 11/11´02 kl. 16:00, fyrir hreppsnefnd og umhverfisnefnd.
Til kynningar.
- b) Samkoma sunnlenskra sveitarstjórnarmanna á Fjármálaráðstefnu.
Til kynningar.
- c) Formannaráðstefna HSK í Þykkvabæ 13/11´02.
Til kynningar.
- d) Samhjálp.
Hafnað.
- Annað kynningarefni:
a) Landgræðsla ríkisins 25/10´02 - minnisblað um skoðunarferð um Holtamannaafrétt 27/8´02.
- b) Félagsmálaráðuneytið 18/10´02 – áminning um skil á fjárhagsáætlunum í nýju uppgjörsformi.
- c) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 24/10´02 – skýring á drætti á skilum á hlut ríkisins í húsaleigubótum.
- d) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 24/10 ´02 – úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2002.
- e) Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 697. stjórnarfundar 14/10´02.
- f) Atvinnuþrónunarsjóður Suðurlands - fundargerð félagsfundar 9/10´02.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.