Gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Ef ósamræmi er á milli þess texta sem hér er að neðan og pdf skjalsins þá gildir pdf skjalið.
Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
1. gr.
Heimild.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald innheimtast með álögðum fasteignagjöldum ár hvert. Gjöld skv. 2.-4. gr. taka breytingum skv. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í upphafi hvers árs.
2. gr.
Sorphirðugjald.
Innheimta skal sorphirðugjald af öllu íbúðarhúsnæði skv. eftirfarandi álagsgrunni:
Ílátastærð | Grátunna | Blátunna | Græntunna | Lífræn tunna |
240l ílát | 17.000 kr. | 5.700 kr. | 5.700 kr. | 5.700 kr. |
660l ílát | 80.800 kr. | 17.000 kr. | 17.000 kr. | |
140l ílát | 9.900 kr. | 3.300 kr. |
Sorphirðugjald fyrir grunneiningu íláta er kr. 28.400 og inniheldur 240 l blátunnu, 240 l grátunnu, 240 l græntunnu og brúnt ílát í tunnu fyrir lífrænan úrgang. Hægt er að fá fleiri og/eða stærri ílát.
3. gr.
Sorpeyðingargjald.
Innheimta skal sorpeyðingargjald kr. 30.500 af öllu húsnæði í Rangárvallasýslu, þ.e. íbúðar-, frístunda-, og atvinnuhúsnæði. Sorpeyðingargjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. rekstur grenndarstöðva, móttökustöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða. Greiðsla þess veitir viðkomandi aðilum aðgengi að sorpkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi. Rekstraraðilar sem afsetja rekstrarúrgang á móttökustöðinni Strönd vegna atvinnureksturs skulu greiða fyrir það, sjá 4. gr. Gjaldtaka á Strönd er ekki hluti af sorpeyðingargjaldi sveitarfélagsins.
4. gr.
Gjaldtaka á móttökustöð.
Gjaldtaka á móttökustöð miðast við þyngd og tegund úrgangsmagns sem afsett er.
Úrgangstegund |
kr. kg. m. vsk |
Gjaldskyldir |
Almennt sorp / blandaður heimilisúrgangur |
68 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Grófur úrgangur - pressanlegur |
90 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Grófur úrgangur til flokkunar |
105 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Harðplast með úrvinnslugj. (s.s. brúsar, fötur) |
7 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Heimilisplast |
7 |
Fyrirtæki |
Blandaður pappír/pappi |
22 |
Fyrirtæki |
Bylgjupappír |
7 |
Fyrirtæki |
Timbur hreint |
19 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Timbur litað |
31 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Garðaúrgangur, trjábolir, greinar og jarðvegur |
6 |
Fyrirtæki |
Óvirkur úrgangur (gler, flísar, postulín o.fl.) |
19 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Dýraleifar |
50 |
Fyrirtæki/einstakl. |
Lífrænn heimilisúrgangur |
33 |
Fyrirtæki |
Heyrúlluplast, áburðarpokar – hreint |
0 |
|
Hjólbarðar |
0 |
|
Málmar |
0 |
|
Spilliefni, raftæki |
0 |
|
Heimsendur gámur, flokkaður – 40.000 kr. |
|
Einstakl. |
|
Heimilt að leggja á lágmarksgjald fyrir eðlislétt sorp (t.d. einangrunarplast) kr. 1.200 m³.
Heimilt er að innheimta útlagðan förgunarkostnað sem hlýst af móttöku spilliefna.
Heimilt er að leggja 10.000 kr. gjald á aðila er verða uppvísir að losun úrgangs fyrir utan grenndargáma.
Ef óflokkað er í heimsendan gám skal greitt skv. þyngd innihaldsins. Heimsendir gámar eru einungis fyrir íbúa í Rangárvallasýslu.
Klippikort með 5 m3 af gjaldskyldum úrgangi er í boði fyrir þá sem greiða sorpeyðingargjald.
5. gr.
Samþykki og staðfesting.
Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. þann 11.11.2024 og staðfest af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem reka Sorpstöð Rangárvallasýslu. Gjaldskráin gildir frá birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1340/2023
Strönd, 2024
Eggert Valur Guðmundsson, formaður stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.