Eftirfarandi reglur gilda um fatnað sem stofnun útvegar starfsfólki vegna vinnu sinnar og fatastyrki starfsfólks þar sem við á.
- Reglur um meðferð fatnaðar í eigu stofnunar
1.1 Eftirfarandi atriði skulu uppfyllt þegar starfsmanni er lagður til fatnaður:
- Fatnaður sem lagður er til af sveitarfélaginu er eign þess.
- Vinnufatnaður skal skilmerkilega merktur.
- Þar sem því verður við komið, skal vinnufatnaður skilinn eftir á vinnustað að loknum vinnudegi.
- Starfsmenn skulu fara vel og samviskusamlega með vinnu- og hlífðarfatnað.
- Vinnuveitandi skal sjá um þrif og viðgerðir á öryggis- og hlífðarfatnaði.
- Er starfsmaður lætur af starfi, skal hann skila síðasta vinnu-, hlífðar og einkennisfatnaði er hann fékk.
- Sé starfsmanni afhentur vinnufatnaður til eignar (ekki hlífðar- eða öryggisfatnaður) skal hann sjálfur sjá um hreinsun og viðhald hans.
1.2 Íþróttamiðstöð á Hellu og Laugalandi útvegar eftirfarandi fatnað sem er í eigu stofnunar:
- Stuttermabol
- Peysu
- Úlpu sem er á staðnum
- Kuldagalla sem er á staðnum
- Hanska
1.3 Áhaldahús útvegar eftirfarandi fatnað sem er í eigu stofnunar:
- Stakkur/jakki
- Buxur
- Skyrtu
- Úlpu
- Kuldagalla
- Vinnugalla
- Vatnsheldann samfesting
- Skó
- Fatastyrkur starfsfólks Rangárþings ytra
2.1 Starfsfólk íþróttamiðstöðva allt starfsfólk íþróttamiðstöðva fær fatastyrk í nóvember ár hvert gegn framvísun á kvittun fyrir fatakaupum. Starfsfólk íþróttamiðstöðva á rétt á fatastyrk þar sem stofnun uppfyllir ekki öll skilyrði um vinnufatnað íþróttamiðstöðva. Er styrkurinn því fyrir þeim fatnaði sem upp á vantar.
2.2 Starfsfólk áhaldahúss þar sem stofnun útvegar allan vinnufatnað og uppfyllir öll skilyrði um vinnufatnað skv. kjarasamningum á starfsfólk ekki rétt á fatastyrk.
2.3 Greiðslur og upphæðir fatastyrks
Kvittunum fyrir fatakaupum skal skilað inn til forstöðumanns og er styrkurinn greiddur út í nóvember ár hvert. Ef starfsmaður hættir á árinu er fatastyrkur greiddur út í beinu hlutfalli við þann tíma sem hann hefur starfað af árinu gegn framvísun kvittunar. Upphæð fatastyrks skiptist í 3 þrep út frá starfshlutfalli starfsmanns:
Þrepaskipting:
- Þrep 1 (0%-49% starfshlutfall) – 12.500 kr.
- Þrep 2 (50%-74% starfshlutfall) – 18.500 kr.
- Þrep 3 (75-100% starfshlutfall) – 25.000 kr.
Upphæð fatastyrks hækkar 1. janúar ár hvert. Upphæðir ráðast af hækkun á vísitölu neysluverðs.
Samþykkt af byggðarráði Rangárþings ytra þann 26. mars 2025