41. fundur 03. apríl 2025 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Jón Ragnar Örlygsson aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa

1.Gaddstaðir 44, 45 og 46. Breyting á lóðamörkum og byggingareitum.

2503006

Eigendur að lóðunum Gaddstaðir 44, 45 og 46 óska eftir að fá að breyta afmörkun lóða sinna og þar með deiliskipulagi svæðisins. Gaddstaðir 44 var 15.472 m² en verður 15.338 m² eftir breytinguna. Gaddstaðir 45 var 7.809 m² en verður 8.671 m² eftir breytingu og Gaddstaðir 46 var 15.229 m² en verður 14.346 m² eftir breytingu og er í samræmi við yfirlitskort frá Arnari Jónssyni dags. 4.11.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti á þessu stigi og leggur til að gild merkjalýsing verði lögð og málið tekið aftur fyrir hjá nefndinni.

2.Stúfholt 2 Austurbær. Staðfesting á afmörkun jarðar

2503026

Lagður fram staðfestur uppdráttur frá Landnotum dags. 28.6.2023 þar sem útmörk jarðar eru sýnd ásamt afmörkun lóða innan jarðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun jarðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt með þeim fyrirvara að eignarhald lóða hafi ekki breyst frá útgáfu framlagðra gagna.

3.Heiðvangur 2. Staðfesting á lóðamörkum

2503083

Embætti Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur skoðað afmörkun lóða við Heiðvang að teknu tilliti til þess að lóðamörk voru ekki í samræmi við skráningu þeirra við stofnun. Náðst hefur samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um lóðarmörk. Lögð er fram staðfesting á lóðamörkum lóða nr. 2 og 4 við Heiðvang og að auki staðfesting á hnitsettri afmörkun lóðar nr. 2. Merkjalýsing frá Hörpu Birgisdóttur, dags. 3.3.2025.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

4.Stóru-Vellir land L205461. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku.

2503022

Landeigendur óska eftir efnistökuleyfi í landi sínu. Um er að ræða alls 2,5 ha svæði og efnismagn allt að 50.000 m³ af malarefni. Náman er ekki skilgreind í aðalskipulagi.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að heimiluð verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem umrætt 2,5 ha efnistökusvæði fyrir 50.000 m3 verði skilgreint. Í breytingunni þarf að skilgreina aðkomu að efnistökusvæðinu ef aðkoman verður í gegnum aðrar lóðir en þær sem eru í eigu umsækjanda, og að auki þarf aðkoman að skilgreinast í deiliskipulagi svæðisins ef umferð í námuna fer um það eða grenndarkynnast til annarra lóðarhafa á svæðinu. Umsækjandi beri allan kostnað sem af því hlýst. Að gefnu tilefni vill nefndin árétta að ef um efnissölu verður að ræða þarf starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að liggja fyrir auk framkvæmdaleyfis frá sveitarfélaginu.

5.Guðrúnartún 1. Byggingarreitur fyrir geymsluskúr

2503069

Lóðarhafi óskar eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi þar sem ætlunin er að koma fyrir byggingareitum fyrir geymsluskúra fyrir hverja íbúð.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, útliti og formi viðkomandi svæðis og fer ekki uppfyrir skilgreint nýtingarhlutfall.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum á svæðinu.

6.Lyngás. Breyting á aðalskipulagi

2503081

Gerð verði leiðrétting á texta í greinargerð aðalskipulags sveitarfélagsins. Með breytingunni er verið að leiðrétta textavillu í töflu fyrir Íbúðarbyggð í kafla 2.2.1. Verið er að gera leiðréttingu á heildarfjölda lóða innan ÍB2 þar sem voru skilgreindar 12 lóðir sunnan og 4 lóðir norðan Suðurlandsvegar. Heildarfjöldi lóða á að vera 16 lóðir. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi frá Eflu dags. 28.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi og texti leiðréttur í samræmi við framlögð gögn. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og verði því farið með málið í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en hlutaðeigandi lóðareigendur innan íbúðasvæðisins ÍB2.

7.Vaðfitjanáma við Þjórsá. Nýtt efnistökusvæði. Breyting á aðalskipulagi.

2503088

Óskað er eftir að nýtt efnistökusvæði fyrir efnistöku allt að 80.000 m³ verði skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Vaðfitjum við Þjórsá. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 28.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 10. -24. apríl 2025. Að auki fjallaði nefndin um áherslur varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Niðurstaða nefndarinnar er að efnistaka við Vaðfitjar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

8.Geitasandur og Geldingalækur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404174

Rangárþing ytra hefur samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Svæðin sem breytingin nær til eru Geitasandur (L199603) og Geldingalækur (L164490). Jarðirnar eru samanlagðar um 3476,7 ha að stærð. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verði breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel. Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Tillagan var auglýst frá og með 13.1.2025 til og með 26.2.2025. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Minjastofnun Íslands, Mílu, Veitum, Vegagerðinni, Landsneti, Rarik, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Náttúrustofnun Íslands.Engar athugasemdir gagna eftir auglýsingu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

9.Stekkatún Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2410033

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til Stekkatúns 1 (landnr. 165446) sem er 44 ha að stærð skv. skrá HMS. Hluti lands er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 í gildandi aðalskipulagi. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ36 úr 6,7 ha í 44 ha. Megin uppbygging yrðu gestahús/litlar hvelfingar þar sem gestir geti notið næturhimins og norðurljósa, ásamt góðri gistiþjónustu. Hámarks byggingarmagn innan þjónustusvæðis hefði aukist úr 510 m2 yfir í allt að 1600 m2 innan svæðis. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda til og með 28.11.2024. Nokkrar athugasemdir bárust á kynningartíma lýsingarinnar sem gerðu það að verkum að umsækjendur hafa nú minnkað áform sín niður í að Verslunar- og þjónustusvæðið verður 12,6 ha í stað 44 ha áður, að hámarksfjöldi gesta verði allt að 54 í allt að 27 litlum gestahúsum / hvelfingum í stað 55 áður. Tillagan var auglýst frá og með 31.1.2025 til og með 19.3.2025. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Vegagerðinni, sem bendir á að ekki liggi fyrir samþykkt um vegtengingar við Þykkvabæjarveginn; frá Brunavörnum Rangárvallasýslu sem bendir á að öxulþungi innan svæðis verði 32 tonn; frá Veitum og Landsneti sem gerðu engar athugasemdir; frá Náttúrverndarstofnun sem bendir á að þurfi að setja fram stefnu sveitarfélagsins varðandi vernd á mikilvægum fuglasvæðum og að auki varðandi náttúruvernd vistgerða. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands lagði til breytingu á lýsingu í kafla 4.2, töflu 2.3.4. Lögð er fram samantekt á umsögnum aðila og drög að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar.

10.Hagi v Selfjall 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2405003

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að auglýst verði tillaga að breytingu á landnotkun í aðalskipulagi þar sem lóðin Hagi v/Selfjall 2 yrði skilgreind sem Verslunar- og þjónustulóð í stað frístundalóðar áður. Meðan á auglýsingu stóð átti jafnframt að grenndarkynna breytta tillögu til nærliggjandi lóðarhafa. Lóðarhöfum var kynnt breytingin og bárust athugasemdir í kynningu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði einnig athugasemdir við efnisleg atriði í greinargerð. Lögð er fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar.

11.Oddspartur L204612. Deiliskipulag

2405011

Í Oddsparti er nú rekið Hlöðueldhúsið veitingastaður ásamt tveimur gistikúlum með pláss fyrir allt að fjóra í gistingu. Hingað til hafa gestir í kúlunum samnýtt salernisaðstöðu veitingastaðarins með öðrum gestum. Áform umsækjanda gera ráð fyrir að reisa allt að 8 slíkar kúlur í viðbót, svo pláss verði fyrir 20 manns í gistingu í heildina. Auk þess hyggst umsækjandi reisa sérstaka þjónustumiðstöð með salernis- og sturtuaðstöðu fyrir næturgesti. Tillaga var auglýst frá og með 9.10.2024 til og með 27.11.2024. Tillagan var endurauglýst frá og með 13.01.2025 til og með 26.02.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Mílu, Veitum, Brunavörnum Rangárvallasýslu, Landsneti, Rarik og Náttúruverndarstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. HSL gerði athugasemd að gerð verði grein fyrir umfangi starfseminnar í greinagerð deiliskipulagsins.Jafnframt að bendir HSL á 2.mgr. 4fgr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna þar sem fram kemur að í þéttbýli skuli sveitarfélgaið koma á fót og starfrækja sameiginlega fráveitu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Hagi v Selfjall 2. Breyting á deiliskipulagi

2402077

Eigandi lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2, L176252, hefur fengið heimild til að auglýsa tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 10.6.1992, þar sem heimiluð verði áform um útleigu gistingar í flokki II ásamt rekstri til leiðtoga- og heilsuþjálfunar. Meðan á auglýsingu stóð átti jafnframt að grenndarkynna breytta tillögu til nærliggjandi lóðarhafa. Lóðarhöfum var kynnt breytingin og bárust athugasemdir í kynningu. Skipulagið var grenndarkynnt hagsmunaraðilum að nýju. Lögð er fram samantekt á umsögnum og drögum að viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar.

13.Stekkatún ósk um breytingu á deiliskipulagi.

2405065

Eigendur Stekkatúns L165446 hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið frá 2023. Áform eru um að fjölga gistirýmum og bæta við þjónusturýmum til reksturs ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá og með 31.01.2025-19.03.2025 og bárust eftirfarandi umsagnir:

Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar.

14.Hallstún L190888. Breyting á deiliskipulagi

2503064

Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá árinu 2021 fyrir land sitt. Gerð hefur verið breyting á landnotkun í aðalskipulagi til samræmis við breytinguna. Þær 7 frístundalóðir sem nú eru til staðar haldast óbreyttar. Á syðstu lóðinni (15,9ha) er gert ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum, heild samtals um 400m² með bílskúr og að auki verði byggð landbúnaðartengd hús, svo sem skemma og útihús. Skipulagsgögn frá Landformi dags. 20.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Heiði L164645. Deiliskipulag

2212058

Bjarni Kristinsson fyrir hönd eigenda að Heiði L164645 leggur fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu. Um er að ræða u.þ.b. 2,0 ha lóð sem skipta á niður í 5 lóðir til uppbyggingar frístundahúsa. Vegur innan svæðis verður í sameign allra. Skipulagsgögn frá 28.3.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Rangárflatir 4, 4b og 6. Breyting á deiliskipulagi.

2503047

Vegna yfirstandandi framkvæmda á lóð 6 við Rangárflatir hefur lóðarhafi verið inntur eftir tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Lögð er fram uppfærð tillaga frá M11 sem sýnir áform um frekari uppbyggingu að vestanverðu með stökum gistiskálum ofan við hótelið ásamt áframhaldandi uppbyggingu gistiþjónustu á lóð 6. Dags skipulagsgagna 28.03.2025.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Vaðölduver. Framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitu, vegagerð og bílastæði.

2503086

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir vatnsveitu fyrir Vaðölduver. Vatnsveitan innifelur meðal annars vatnstökuholu, staðsetta suðaustan fyrir safnstöð, dælubrunn, niðurgrafna vatnsveitulögn frá dælubrunni að niður gröfnum vatnstönkum úr plasti sem verða staðsettir í hlíð suðaustan við megin framkvæmdasvæði og Sprengisandsveg sem og vatnsveitulagnir frá vatnstönkum að safnstöð og vinnubúðasvæði. Áætluð lengd vatnsveitulagna er um 3,0 km. Borað verður undir Sprengisandsveg fyrir vatnslögninni. Áætluð er að komið verði fyrir 9 vatnstönkum sem rúma samtals 230 m3 af vatni. Yfirlitsteikning af vatnsveitunni verður lögð fram með framkvæmdaleyfisumsókninni. Staðsetning vatnstanka er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti en heimilt er að hnika þeim til við nánari útfærslu.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og með fyrirvara um breytingar á deiliskipulagi. Greinargerð leyfisveitanda skv. 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Vísað verði til þeirrar greinargerðar í skilmálum framkvæmdaleyfisins.



18.Vaðölduver. Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja

2503085

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 33 kV háspennustrengja og annarra raf- og fjarskiptalagna milli vindmylla og safnstöðvar. Heildarlengd skurða er áætluð um 20 km. Grafið verður fyrir öllum strengjum og sandað fyrir þeim, strengjum og lögnum komið fyrir og skurðum lokað. Almennt er gert ráð fyrir að skurðir fyrir strenglagnir verði lagðir í fláafæti meðfram vegum innan framkvæmdasvæðis. Þó er gert ráð fyrir að á einstaka stað verði lagt þvert á milli vindmylluplana.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og með fyrirvara um breytingar á deiliskipulagi. Greinagerð leyfisveitanda skv. 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Vísað verði til þeirrar greinargerðar í skilmálum framkvæmdaleyfisins.

19.Landvegur. Framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð.

2503087

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir uppbyggingu efri hluta Landvegar. Landsvirkjun og Vegagerðin munu gera samnings sín á milli þannig að Landsvirkjun verður veghaldari á með uppbyggingu stendur yfir. Öll hönnun er gerð í nánu samráði við Vegagerðina. Á framkvæmdatíma verða engar hjáleiðir, heldur tilfallandi umferð haldið gangandi á eða við núverandi veg. Í verklok verður síðan gengið frá yfirtökusamningi við Vegagerðina og Vegagerðin þá taka aftur við rekstri vegarins.

Um er að ræða um 13 km langan kafla Landvegar (26) milli slóða að Áfangagili skammt norðan Landmannaleiðar og móta Þjórsárdalsvegar (32) og Sprengisandsleiðar (26). Verkið felst í að styrkja veginn að mestu í sömu legu og hann er nú. Landvegur verður af vegtegund C7, þ.e. 7 m breiður að meðtöldum öxlum. Ein vegtenging er við Ísakot og eru það krossvegamót. Lagt verður styrktalag, burðarlag og klæðning á veginn. Þar sem ný lega nær út fyrir núverandi veg er á köflum fyllt undir styrktarlag eða skorið í núverandi land, efnið fært til í veglínunni sem fylling, eða fært til hliðar til nota í fláafleyga, en umframefni flutt á losunarstað. Gert er ráð fyrir að efni í styrktarlag, burðarlag og klæðningu verði unnið úr efni á efnistökusvæði við Sultartangaskurð og/eða Merkurhrauni (náma í landi Galtalækjar) og/eða mögulega Langöldu, en þessi svæði eru í um 3 km fjarlægð frá mörkum svæðisins. Einbreið brú yfir Hellukvísl verður fjarlægð og lögð ræsi í stað hennar. Auk þess verður bætt við ræsum þar sem þess þarf til. Ræsi, umferðarmerki, kantstikur og vegmerkingar á slitlagi eru hluti verksins.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Greinargerð leyfisveitanda skv. 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Vísað verði til þeirrar greinargerðar í skilmálum framkvæmdaleyfisins.

20.Hagabraut, Landvegur - Reiðholt. Framkvæmdaleyfi

2503021

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til styrkingar og lagningar bundins slitlags á 7,5 km kafla á Hagabraut frá Landvegi að Reiðholti. Að auki verði farið í lagfæringar á vegstæði og tengingum á nokkrum stöðum. Samhliða verði farið í aukningu vegskeringa á völdum stöðum til að auka umferðaröryggi. Sett verði upp búfjárræsi á þremur stöðum. Efni úr skeringum verður notað til vegagerðarinnar en til viðbótar verður efni nýtt úr námu í landi Varghóls, E26. Álit Skipulagsstofnunar frá 2. ágúst 2024 liggur fyrir þar sem viðkomandi framkvæmd skal ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Byggðaráð samþykkti að veitt yrði framkvæmdaleyfi á fundi dags. 26.3.2025.
Lagt fram til kynningar.

21.Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 135 er að ræða.

2502006F

Lagt fram til kynningar
Til kynningar

22.Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 136 er að ræða.

2502012F

Lagt fram til kynningar
Til kynningar

23.Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 137 er að ræða.

2503002F

Lagt fram til kynningar
Til kynningar

24.Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 138 er að ræða.

2503004F

Lagt fram til kynningar
Til kynningar

25.Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 139 er að ræða.

2503007F

Lagt fram til kynningar
Til kynningar

26.Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 140 er að ræða.

2503011F

Lagt fram til kynningar
Til kynningar
Næsti fundur skipulags- og umferðarnefndar verður miðvikudaginn 16. apríl 2025. klukkan 8:30.

Fundi slitið - kl. 10:30.