35. fundur 02. apríl 2025 kl. 08:15 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Björk Grétarsdóttir varamaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Ársreikningur Odda bs 2024

2503076

Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2024 fyrir byggðasamlagið Odda bs.

Rekstrartekjur byggðasamlagsins námu 1.720,4 millj. kr. á árinu 2024 og hækkuðu um 212,5 millj. kr. milli ára eða um 12,35%. Námu laun byggðasamlagsins 941,8 millj. kr. (2023; 833,4 millj. kr.), og launatengd gjöld námu 226,9 millj. kr. (2023; 199,6 millj. kr.). Launakostnaður jókst á milli ára um 12,54% sem skýrist af kjarasamningsbundnum hækkunum, fjölgunar starfa vegna fjölgunar grunnskólabarna og aukinnar þjónustu við börn með sérþarfir.
Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna miðað við nemendafjölda. Auk þess greiða sveitarfélögin fæðisgjöld í mötuneyti fyrir grunnskólabörn.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.

2.Rekstraryfirlit Odda bs. 2025

2503077

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-febrúar 2024.

3.Áhrif kjarasamnings við kennara

2503015

Lagt fram minnisblað um áhrif kjarasamninga KÍ á fjárhagsáætlun Odda bs. fyrir árið 2025. Áætlaður viðbótakostnaður er um 55. millj. en að teknu tilliti til aukinna útsvarstekna mætti ætla að nettókostnaður sé um 48. millj.

Stjórn Odda bs. felur sveitarstjórum aðildarsveitarfélaganna að ræða við skólastjórnendur um mögulegar hagræðingaraðgerðir fyrir næsta skólaár og tillögur lagðar fram á júnífundi Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

4.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit 2025.

2501053

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

5.Leikskólinn Laugalandi - starfsmannamál

2502083

Lögð er fram uppsögn Sigrúnar Bjarkar Benediktsdóttur leikskólastjóra Leikskólans á Laugalandi en hún hyggst ljúka störfum næsta haust vegna aldurs.

Óskað var eftir tilboðum frá þremur aðilum um umsjón með ráðningunni. Stjórn ákveður að taka tilboði lægstbjóðanda frá Mögnum ehf. Stjórn felur framkvæmdastjóra vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Fræðsludagur 2025

2503017

Lögð fram tillaga um að haldinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk Odda bs og annað starfsfólk sveitarfélaganna föstudaginn 29. ágúst n.k. Lagt til að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar stjórnar Odda bs. þar sem drög að skóladagatölum verða lögð fram.

Samþykkt samhljóða.

7.Vorfundur Odda bs.

2503078

Lagt til að vorfundur Odda bs. verði haldinn mánudaginn 19. maí nk. kl. 16:00 í Laugum fundarsal í Miðjunni á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

8.Fyrirlögn PISA 2025

2503045

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.