20. fundur 11. október 2023 kl. 08:15 - 09:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Oddviti fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í september.

2.Lánasjóður sveitarfélaga. Lán til fjármögnunar framkvæmda

2309069

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 200.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og semsveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

3.Aðalfundur Bergrisans bs.

2309077

Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Bergrisans bs. þann 16. október nk. sem haldinn verður að Borg í Grímsnesi.

Lagt til að fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs. verði:
Jón G. Valgeirsson
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Til vara: Erla Sigríður Sigurðardóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir, Eydís Þ. Indriðadóttir og Björk Grétarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

4.Ársfundur náttúruverndarnefnda, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar

2309073

Lagt fram fundarboð á ársfund náttúruverndarnefnda, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar þann 12. október nk. Lagt til að formaður umhverfis-, samgöngu- og hálendisnefndar mæti á fundinn í fjarfundi.

Samþykkt samhljóða.

5.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda og Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Lagt fram til kynningar.

6.Byggðarráð Rangárþings ytra - 18

2308008F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 18 Lagðar fram upplýsingar um afstöðu forsætisráðuneytisins varðandi umsagnarbeiðni sveitarfélagsins á framkvæmdaleyfi til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis við Námskvísl í Landmannalaugum.

    Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum á töfum sem hafa orðið í málinu. Ljóst er að alger óvissa er um framvindu verkefnisins vegna þeirra tafa sem hafa orðið í leyfisveitingarferlinu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og lýsir áhyggjum sínum af framvindu verkefnisins. Þar sem framkvæmdir hefjast ekki á þessu ári er ljóst að sveitarfélagið mun ekki geta ráðstafað styrkveitingu frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Lagt til að tekið verði saman minnisblað um stöðu styrkbeiðna sveitarfélagsins hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og kostnað sveitarfélagsins vegna Landmannalaugamálsins og sveitarstjóra falið falið að vinna málið áfram.

    EÞI, JGV og ÞS tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun D-lista: Fulltrúar D-lista óska eftir upplýsingum um stöðu á nýtingu á styrkjum frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hvort ekki er búið að tryggja að það sem ekki hefur verið notað í ár flytjist yfir á næsta ár (EÞI, BG, ÞS).
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 18 Lagt fram erindi þar sem bent er á þörf varðandi dagdvöl fyrir heilabilaða í sveitarfélaginu.

    Lagt til að vísa málinu til stjórnar félags- og skólaþjónustunnar og stjórnar Lundar til umfjöllunar og úrvinnslu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Oddviti fór yfir stöðu málsins.

    EÞI og MHG tóku til máls.

7.Oddi bs - 15

2309002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Oddi bs - 15 Lögð fram beiðni frá Grunnskólanum á Hellu vegna aukins stöðugildis stuðningsfulltrúa vegna þrifa í nýbyggingu og gæslu utanhúss og 60% starf vegna aukins stuðnings. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór síðan yfir tillögu að viðauka 1 fyrir Odda bs.

    Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum.
    Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstarkostnaði að fjárhæð kr. 63.160.000 sem stafar að langmestu leyti af hækkun á launakostnaði vegna áhrifa kjarasamninga. Nemur sú fjárhæð kr. 46.000.000 en gert var ráð fyrir 5% launhækkun en meðaltalshækkun varð 8,8%. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna frá Ásahreppi kr. 8.724.000 kr. og Rangárþingi ytra kr. 54.436.000.

    Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu. Ljóst er að útgjöld vegna reksturs Laugalandsskóla er talsvert umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Stjórn leggur áherslu á að forstöðumenn fylgi samþykktum fjárhagsáætlunum eins og kostur er, öll frávik frá áætlunum þurfa að koma til umfjöllunar stjórnar áður en til þeirra er stofnað. Sveitarstjóra og formanni stjórnar Odda falið að ræða við skólastjórnendur um leiðir til úrbóta.
    Bókun fundar Lagt til að fyrirliggjandi viðauki 1 við fjárhagsáæltun Odda bs. 2023 verði samþykktur en hlutur Rangárþings ytra er kr. 54.436.000.

    EÞI tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun D-lista. Fulltrúar D-lista leggja sérstaka áherslu á að fjármunum sé ekki ráðstafað án fjárheimilda og eðilegra er að beiðnir um aukin fjárframlög berist áður en til útgjalda kemur (EÞI, BG, ÞS).

8.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8

2309005F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Ragnar kynnir málið og nefndin alsæl. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar þessu framtaki að sveitarfélögin í Rangárvallarsýslu standi sameiginlega að baki verkefninu Heilsueflandi Rangárþing.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Nefndin leggur til að sett verði fjármagn í að koma í gang tilraunarverkefni á frístundarakstri frá og með haustinu 2024. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndina sem tilraunaverkefni og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

    ÞS og MHG tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 8 Ástþór Jón Ragnheiðarson formaður Umf.Heklu kynnir erindið. Nefndin þakkar Ástþóri fyrir kynninguna. Nefndinni lýst vel á framlagðar hugmyndir og leggur til að tekið verði tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar 2024. Bókun fundar Oddviti fór yfir þá vinnu sem hafin hefur verið varðandi þróun og stækkun íþróttasvæðisins á Hellu.

9.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 4

2309004F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 4 Rætt almennt um ástand stíga í sveitarfélaginu og farið yfir yfirlit um ástand þeirra. Ástand margra þeirra hefur batnað á undanförnum árum og nauðsynlegt að halda þeim við. Nefndin leggur áherslu á að stígar á Hellu verði skoðaðir sérstaklega m.t.t. umferðar barna og öryggis þeirra, sérstaklega þar sem stígar liggja þvert á umferðargötur. Rætt var að auki um göngustíginn meðfram Ytri Rangá sem liggur frá Hellu niður að Ægissíðufossi. Þarna er náttúrufegurð mikil og leiðin gæti verið mikið aðdráttarafl fyrir gesti og „gangandi“. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fjármagni verði veitt í að gera við stíginn þannig að sómi sé að og auglýsi gönguleiðina sérstaklega t.d. með uppsetningu gönguleiðaskiltis við Miðjuna. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir hugmyndir nefndarinnar að huga þurfi að framkvæmdum á gönguststíg meðfram Ytri Rangá og vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2024.

    EÞI tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun D-lista. Fulltrúar D lista taka heilshugar undir bókunina enda í samræmi við áður innsendar tillögu listans og áherslumál listans varðandi heilsueflingu (EÞI, BG, ÞS).
  • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 4 Skoðað var yfirlit yfir námur og efnistökusvæði innan sveitarfélagsins. Óljóst er hvaða samningar liggja fyrir um þessi svæði, en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ber ábyrgð á að halda utan um virk starfsleyfi séu þau til. Rætt var sérstaklega um stærsta námusvæði innan sveitarfélagsins við Búrfell, þar sem grafið er eftir vikri til útflutnings. Samningur um námuvinnsluna er í gildi, en rennur út um næstu áramót. Nefndin leggur til að farið verði sérstaklega yfir skilyrði námugraftar á þessu svæði og skoðað hvort sveitarfélaginu hugnist áframhaldandi námugröftur. Bókun fundar Lagt er til að leggja mat á hvernig skilyrði eru á fyrir áframhaldandi efnistöku í vikurnámu við Heklu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.

10.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17

2309006F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun jarðarinnar Gaddstaðir L164482 eins og hún er sýnd á uppdráttum frá Landnotum dags. 25.8.2023 með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að áform umsækjanda verði grenndarkynnt lóðahöfum á svæðinu. Jafnframt leggur nefndin til að umsækjanda verði veitt heimild til að gera breytingar á gildandi deiluskipulagi. Bókun fundar Lagt til að fresta afgreiðslu málsins í samráði við skipulagsfullrúa vegna þess að nýjar upplýsingar hafa komið fram eftir fund nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðunum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að brugðist verði við erindinu með ákvörðun um lækkun hámarkshraða gegnum viðkomandi byggðarkjarna. Til að sem bestur árangur náist leggur nefndin til að sett verði upp hraðaáminning/hraðavaraskilti beggja megin við byggðakjarnann í samráði við Vegagerðina og lögregluna. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að leyfi verði veitt umsækjanda til byggingar bíla- og tækjageymslu þar sem engar athugasemdir bárust á kynningartíma grenndarkynningar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillöguna. Nefndin telur ekki þörf á kynningu lýsingar skipulagsáforma þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillöguna. Nefndin telur ekki þörf á kynningu lýsingar skipulagsáforma þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til afgreiðslu málsins verði frestað vegna frekari gagnaöflunar.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu sé frestað vegna gagnaöflunar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu sé frestað þar sem frestur til athugasemda er ekki lokið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 10.20 2210013 Mosar deiliskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 17 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem sett verði inn heimild til útleigu gistingar í flokki II í samræmi við reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Bókun fundar Lagt til að fresta afgreiðslu málsins og lagt til að grenndarkynning verði endurtekin vegna þess að tímafrestur var ekki nægur.

    Samþykkt samhljóða.

11.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 2

2310001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

Sveitarstjórn vekur athygli á kaffisamsæti með eldri borgurum sem haldið verður laugardaginn 25 nóvember nk.

ÞS tók til máls.

12.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 230

2309003F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

13.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 231

2309009F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

14.Fundargerðir 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2302037

Fundargerð aukaaðalfundar frá 19. sept. s.l.
Lagt fram til kynningar.

15.Stjórnarfundir Lundar 2023

2301016

Fundargerðir 5. og 6. stjórnarfunda Lundar.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerð 600. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 934. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

18.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

2309078

Umhverfis-, orku- og lofslagsráðneytið. Innviðir fyrir orkuskipti.
Lagt fram til kynningar.

19.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa.

2310014

Innviðaráðuneytið. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?