1. grein

Íþrótta- og tómstundanefnd gengst ár hvert fyrir útnefningu á íþróttamanni ársins í Rangárþingi ytra.

2. grein

Íþrótta- og tómstundanefnd sér um undirbúning að vali íþróttamanns ársins. Tilnefningar skulu koma frá öllum íþrótta- og ungmennafélögum í Rangárþingi ytra og einnig frá öðrum félögum innan vébanda ÍSÍ í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundanefnd mun auglýsa eftir tilnefningum frá íþrótta- og tómstundafélögum í sveitarfélaginu, en einnig skal almenningi gefinn kostur á að tilnefna íþróttamann ársins.

Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi. Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili í Rangárþingi ytra og sé a.m.k. 16 ára á árinu. Gerð er krafa til þess að íþróttamaðurinn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Skila þarf tilnefningum inn fyrir 15. desember ár hvert. Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins kallar eftir tilnefningum frá félögum og almenningi. Eining má tilnefna aðila sem hefur unnið framúrskarandi vel að íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.

3. grein

Í janúar mánuði ár hvert er þeim einstaklingum, sem valinn eru íþróttamaður og íþróttakona ársins í Rangárþingi ytra fyrir liðið ár, afhent viðurkenning í samræmi við reglugerð þessa. Á viðurkenninguna skal ritað nafn hins útnefnda íþróttamanns, viðeigandi ártal og skal verðlaunagripurinn vera í vörslu hans það ár sem hann hefur verið valinn. Íþróttamanni ársins er jafnframt veitt viðurkenning til eignar.

4. grein

Faglegt mat á útnefningu og framkvæmd verðlaunaafhendingar skal vera í höndum heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar.

5. grein

Einnig veitt fyrir framúrskarandi árangur eins og t.d. landsliðssæti, Íslandsmeistara- alþjóðlegan titil.

6. grein

Afhending viðurkenninganna skal fara fram með þeirri viðhöfn sem sveitarstjórn í samráði við Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd ákveður hverju sinni.

7. grein

 Reglugerð þessi tekur gildi við samþykkt sveitarstjórnar og skal hún endurskoðuð ár hvert. Hella 6.nóvember 2023.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?