6. fundur 09. mars 2018 kl. 09:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ísólfur Gylfi Pálmason ritari
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Aðalsteinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ísólfur Gylfi Pálmason

1.Bókhald og reikningsskil

1803004

Formaður kynnti drög að samningi við KPMG en fyrirtækið tók við bókhaldsþjónustu Tónlistarskólans af Fannberg. Kostnaður á síðasta ári við bókhald var um 1.900 þ og endurskoðun 800 þ. Tillaga er um að gera samning við KPMG um gerð ársreiknings og endurskoðun með svipuðum hætti og verið hefur en að skrifstofa skólans í samvinnu við bókhaldsdeild Rangárþings ytra taki yfir fjárhagsbókhald, reikningagerð, greiðslu reikninga og launavinnslur til reynslu í eitt ár. Stefnt er að því að ná kostnaði niður um 500-900 þ.

Samþykkt samhljóða.

2.Önnur mál

1801025

SA kynnti drög að nýrri skólanámsskrá fyrir Tónlistarskóla Rangæinga. Ákveðið að kanna hjá skólaþjónustu héraðsins með ráðgjöf um útfærslu á ytra mati fyrir skólann.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?