32. fundur 08. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Helga Björg Helgadóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Christiane L. Bahner embættismaður
  • Glódís Margrét Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðardóttir, fjámálastjóri, situr fundinn undir liðum 1-2.

1.Rekstaryfirlit 2024 Tónlistarskóli Rangæinga bs.

2404107

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri kynnti rekstur byggðasamlagsins janúar til mars. Reksturinn er í ágætu jafnvægi og í samræmi við fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur Tónlistarskóla Rangæinga bs 2023

2404106

Klara Viðarsdóttir fór yfir framlagðan ársreikning Tónlistarskóla Rangæinga 2023.
Rekstrarniðurstaða skólans var neikvæð á árinu 2023 um 4,9 millj. kr.sem stafar af mestu leyti af hækkun lífeyrisskuldbindinga. Eigið fé í árslok var neikvætt um 59 millj. kr.

Stjórn samþykkti ársreikning samhljóða og undirritaði hann.

3.Skóladagatal 2024-2025

2404108

Skólastjóri fór yfir stöðu vinnu við skóladagatal næsta skólaárs en gert er ráð fyrir að skóladagatalið verði tilbúið til afgreiðslu í stjórn Tónlistarskólans í lok maí.

4.Úr starfi Tónlistarskólans

2404109

Aðstoðarskólastjóri, sem er starfandi skólastjóri í fjarveru skólastjóra, fór yfir ýmis málefni úr starfi skólans.
Fram kom að starfið hafi gengið vel í vetur. Það eru fjórir nemendur sem fara í grunnpróf í vor og einn í miðpróf. Verið er að undirbúa vortónleika sem haldnir verða í maí og skólaslit áætluð 22. maí. Sett var upp sýning með fullorðnum söngnemendum, Disneyþeima, sem fékk góðar viðtökur. Einnig héldu kennarar við skólann tónleika.
Húsnæðismál skólans eru í endurskoðun. Breytingar eru fyrirhugaðar á Hellu vegna viðbyggingar við gunnskólann en tryggja þarf meira rými fyrir tónlistarskólann á Laugalandi. Það eru biðlistar í kennslu á trommur og gítar en almennt eru biðlistar mjög stuttir.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?