31. fundur 23. október 2023 kl. 10:00 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Anton Kári Halldórsson
  • Helga Björg Helgadóttir
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Guðjón Halldór Óskarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri
Christiane Bahner aðstoðarskólastjóri sat fundinn sem starfandi skólastjóri.

1.Rekstaryfirlit 2023 Tónlistarskóli Rangæinga bs.

2305025

KV fór yfir rekstraryfirlit jan-sept. Reksturinn er í samræmi við áætlun.

2.Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga bs. 2024

2310061

Lögð fram rekstraráætlun ársins 2023
Gert er ráð fyrir:
Rekstrartekjum að upphæð 154.930.000.-
Rekstrargjöld að upphæð 154.763.000.- án fjármagnsliða.

Rekstrarframlög sveitarfélaganna verði 138.322.000.-

Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.

3.Úr starfi Tónlistarskólans

2303079

Aðstoðarskólastjóri sem er starfandi skólastjóri í fjarveru skólastjóra vegna fæðingarorlofs fór yfir ýmis málefni úr starfi skólans.
Skólaárið 2023/2024 eru samtals 191 nemandi skráður í skólann. 47 nemendur eru í heilu námi, 85 í hálfu námi, 19 í öðru hlutfalli og 1 nemandi er í 150% námi.
Forskólakennsla er í öllum leikskólum og tveim grunnskólum á svæðinu.
Við skólann eru fastráðnir 19 tónlistarkennarar, sem eru í ólíku starfshlutfalli, frá 25% og upp í 100%. Þrír fastráðnir kennarar eru í fæðingarorlofi. Einnig starfa við skólann 5 stundakennarar.
Námsframboð er svipað og verið hefur og fáir á biðlista.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?