45. fundur 14. febrúar 2018 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að fundargerðir undir liðum 17-21 færðust til í dagskrá og yrðu liðir 7-11 og að við bættist liður 16. Húsakynni bs - 18 fundur. Það var samþykkt samhljóða.
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Oddi bs - 20

1711010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 20 Lagt fram minnisblað varðandi samning við HSU og kostnað vegna skóladagheimils.

    Lagt er til við sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að fundað verði með forstjóra HSU þar sem farið yrði yfir reynslu af þjónustusamningi við HSU og heilsugæslumál almennt.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Odda bs. og jafnframt að forstjóra HSU verði boðið í heimsókn í Rangárþing til samráðsfundar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Oddi bs - 21

1802001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Oddi bs - 21 Fyrir liggur skipting á framlögum til lífeyrissjóðsins Brúar fyrir Odda bs. og eldri stofnanir. Tillaga er um að Oddi bs taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir sínum hluta af upphæðinni en hlutur eldri stofnana þ.e. Laugalandsskóla og Leikskólans á Laugalandi greiðist beint af sveitarfélögunum. Innbyrðis skipting milli sveitarfélaga gagnvart uppgjöri eldri stofnana skal miðast við meðaltal skiptihlutfalls áranna 2002-2015. Innbyrðis skipting milli eigenda Odda bs. tekur mið af skiptihlutfalli eins og það er á hverjum tíma en skv. stofnsamningi er miðað við fjölda nemenda og barnígilda þann 1. október ár hvert.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Fyrir liggur að heildaruppgjör Odda bs við Brú lífeyrissjóð er að upphæð 95.930.328 kr og hlutur Rangárþings ytra í uppgjöri eldri stofnana við lífeyrissjóðinn er 5.407.629 kr. Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti að Oddi bs taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir sínum hluta af upphæðinni en hlutur eldri stofnana þ.e. Laugalandsskóla og Leikskólans á Laugalandi greiðist beint af sveitarfélögunum. Innbyrðis skipting milli sveitarfélaga gagnvart uppgjöri eldri stofnana skal miðast við meðaltal skiptihlutfalls áranna 2002-2015. Innbyrðis skipting milli eigenda Odda bs. tekur mið af skiptihlutfalli eins og það er á hverjum tíma en skv. stofnsamningi er miðað við fjölda nemenda og barnígilda þann 1. október ár hvert.

    Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 52

1802002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 52 Fyrir liggur framkvæmdaáætlun Vatnsveitunnar til næstu þriggja ára en þar eru stærstu verkliðir bygging miðlunartanks í Hjallanesi og lagnir frá honum að Bjálmholti. Einnig liggja fyrir drög að framkvæmdaáætlun til næstu 10 ára. Stjórn veitunnar leggur til við eigendur að fyrsta skrefið verði að leita verðtilboða í gerð útboðsgagna og yfirferð á forsendum þriggja ára framkvæmdaáætlunarinnar, 2018-2020, hjá a.m.k. 3 verkfræðistofum. Veitustjóra verði falið að hrinda þessu í framkvæmd og leggja niðurstöður fram á næsta fundi.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.

    Samþykkt samhljóða.

4.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 5

1801005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Tónlistarskóli Rangæinga bs - 5 Formaður lagði fram uppgjör vegna breytinga á málefnum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú) Þar kemur fram að framlag í Jafnvægissjóð er kr.430.112 lífeyrisauki er kr. 11.449.853 Varúðarrsjóður er kr. 1.231.809 Framlagið er því í heildina kr. 13.111.774. Stjórnin leggur til að framlagið í heild sinni verði greitt í einu lagi. Óskað er eftir í viðauka 1 að skuldbindingar við Brú verði gerðar upp með þvi að ganga á eigið fé að upphæð kr. 8.000.000 m. og afgangurinn skiptist skv. gildandi skiptireglu á aðildarsveitarfélög. Bókun fundar Staðfest uppgjör liggur fyrir frá Tónlistarskóla Rangæinga. Miðað við sömu aðferð við skiptingu milli aðildarsveitarfélaga og í öðrum byggðasamlögum er hlutur Rangárþings ytra 5.877.606 kr. Vísað er til afgreiðslu málsins undir lið 17.

5.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 193

1802024

Afgreiðslu fundargerðar frestað til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar þar sem fylgiskjöl bárust of seint.

Samþykkt samhljóða.

6.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 194

1802025

Afgreiðslu fundargerðar frestað til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar þar sem fylgiskjöl bárust of seint.

Samþykkt samhljóða.

7.Félags- og skólaþjónusta - 29 fundur

1802029

7.1 Uppgjör vegna Brúar-lífeyrissjóðs
Staðfest uppgjör liggur fyrir frá Félags- og skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og er hlutur Rangárþings ytra 8.721.387 kr. Óskað er eftir að sveitarfélögin geri upp beint til Félags- og skólaþjónustunnar sem sér um að afgreiða málið gagnvart Brú lífeyrissjóði. Vísað er til afgreiðslu málsins undir lið 17.

8.HES - stjórnarfundur 184

1802028

8.1g Rekstraryfirlit og erindi frá Brú lífeyrissjóði
Staðfest uppgjör við Brú lífeyrissjóð liggur fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og er hlutur Rangárþings ytra 2.118.968 kr. Stjórn HES hyggst taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna uppgjörið. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands taki lán vegna uppgjörsins.

Samþykkt samhljóða og málinu vísað til afgreiðslu uppgjörsmála undir lið 17.

9.263.stjórnarfundur SOS

1802012

9.2 Brú lífeyrissjóður
Heildarskuldbindingar Sorpstöðvar Suðurlands gagnvart Brú lífeyrissjóði eru 3.759.169 kr. og hefur stjórn Sorpstöðvarinnar samþykkt að greiða kröfuna með handbæru fé.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.SASS - 528 stjórn

1802026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.SASS - 529 stjórn

1802027

11.2 Brú lífeyrissjóður - uppgjör vegna breytinga á A deild
Staðfest uppgjör liggur fyrir frá SASS og hlutur Rangárþings ytra fyrir SASS og undirverkefni auk Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er 4.663.891 kr. Óskað er eftir að sveitarfélögin geri upp beint til SASS sem sér um að afgreiða málið gagnvart Brú lífeyrissjóði. Sveitarstjórn vill benda stjórn SASS á að skv. fundargerð stjórnar HES er lagt upp með að HES taki lán fyrir sínum hlut. Vísað er til afgreiðslu málsins undir lið 17.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 13

1711001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 13 Nefndinni finnst tillagan of umfangsmikil og óskýr. Nefndin fór yfir tillöguna eins og hún liggur fyrir en metur það sem svo að heimakstur eins og hann kemur fram í tillögunni muni verða of kostnaðarsamur. Skoða þarf tillöguna betur og leggjum við til að stofnaður verði vinnuhópur sem metur þörfina og útfærir möguleika. Nefndin ræddi að ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar í þessu tilliti.

    Varðandi þann lið að hafa félagsmiðstöðina opna eftir skóla leggur nefndin til að það verði prófað í einn mánuð á árinu 2018 til reynslu og staðan metin að því loknu. Það þarf þó að gera í samráði við aðra sem nýta rýmið og þá sem skipuleggja íþróttastarf. Taka þarf tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir bókun Íþrótta- og tómstundanefndar varðandi tilraun með aukna opnun félagsmiðstöðvar í einn mánuð og að þetta verði prófað í upphafi skólaárs næsta haust. Jafnframt er stefnt að auknum heimakstri á meðan á þessu tilraunaverkefni stendur. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessa tilraun rúmist innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóra verði falið að undirbúa þetta í samráði við nefndina.

    Samþykkt samhljóða.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 14

1801003F

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

14.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 17

1801004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 17 Rætt var um göngu- og reiðleiðir í sveitarfélaginu.

    Stígur sem lá frá brúnni yfir Ytri-Rangá að Trésmiðjunni Rangá var ekki færð í fyrra horf eftir framkvæmdir. Nefndin leggur til að þessi stígur verði lagfærður hið fyrsta.

    Nefndin leggur til að skilgreint verði betur hvaða nefnd eða nefndir eigi að fjalla um þessi mál.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Samgöngu- og fjarskiptanefndar og felur sveitarstjóra að hlutast til um lagfæringu á stígnum. Þá staðfestir sveitarstjórn að umfjöllun um göngu- og reiðleiðir í sveitarfélaginu heyri undir starfssvið nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.

15.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124

1801008F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda og hefur tekið saman svar til Skipulagsstofnunar þar sem ástæður eru raktar fyrir heimild sveitarstjórnar til skipulags þrátt fyrir að ákvæði aðalskipulagsins vegna bygginga á landbúnaðarlandi séu ekki að fullu uppfyllt.
    Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu að nýju skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fresti fram yfir næsta fund skipulagsnefndar til að skila rökstuðningi. Nefndin felur formanni ásamt skipulagsfulltrúa að taka saman gögn varðandi málið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur til að landeigendur verði kallaðir til samráðs. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd leggur til að landeigendur verði einnig kallaðir til samráðs. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
    Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.
    Nefndin telur rétt að umrædd breyting á landnotkun fyrir lóð L-7A verði færð undir endurskoðun aðalskipulagsins sem er í ferli.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 124 Skipulagsnefnd hafnar erindi umsækjanda. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

16.Húsakynni bs - 18

1801001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 18 Lögð fram minnisblöð frá KPMG varðandi endurskoðun á rekstri Húsakynna bs. Stjórn Húsakynna leggur til að eignum og skuldum byggðasamlagsins verði skipt upp milli sveitarfélaganna en Húsakynni bs haldi áfram utan um rekstur fasteigna í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna. Stjórn Húsakynna leggur einnig til að fasteignasali verði fenginn til að verðmeta íbúðirnar í Giljatanga. Samkvæmt minnisblöðum KPMG voru tvær leiðir til skoðunar. Annars vegar að Rangárþing ytra taki yfir tvær íbúðir en tvær íbúðir verði í sameign sveitarfélaganna og hins vegar að Rangárþing ytra taki yfir þrjár íbúðir og Ásahreppur eina íbúð. Samkvæmt úttekt KPMG verður ekki séð að munur sé á framangreindum valkostum varðandi það að ráðstafanir verði íþyngjandi fyrir sveitarfélögin eða mismuni þeim á nokkurn hátt. Stjórn Húsakynna bs leggur til að sveitarstjórnir taki þessa tvo valkosti til skoðunar og eftir atvikum ákvarði um framhald málsins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Húsakynna bs um að eignum og skuldum byggðasamlagsins verði skipt upp á milli eigenda, Húsakynni bs haldi áfram utan um rekstur fasteigna í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna og að fasteignasali verði fenginn til að verðmeta íbúðirnar á Giljatanga. ÁS verði falið að leita eftir fyrrgreindu verðmati hjá fasteignasala og koma á fundi milli sveitarfélaganna til að undirbúa málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.

17.Uppgjör lífeyrismála - Brú

1801005

Frágangur á uppgjöri sveitarfélagsins og tengdra stofnana við Brú lífeyrissjóð.
Fyrir liggur yfirlit uppgjörs Rangárþings ytra við Brú lífeyrissjóð þar sem fram kemur hlutur sveitarfélagsins og samstarfsverkefna á vegum þess. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki að uppgjörið fari fram samkvæmt þessu yfirliti.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings Ytra samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 270.000.000 kr. til allt að 38 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna uppgjör Rangárþings ytra og Odda bs vegna A-deildar Brúar lífeyrissjóðs sbr. breytingar á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem hefur þessi áhrif á A-deild Brúar lífeyrissjóðs og til að endurfjármagna að hluta afborganir sveitarfélagsins á árinu 2018 hjá Lánasjóðnum. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra og Odda bs. að undirrita lánasamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.

18.Vindmyllur í Þykkvabæ. Breyting á deiliskipulagi

19.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

1802031

Frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga
Tillaga er um að sveitarstjórn taki undir viljayfirlýsingu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og að sveitarfélagið Rangárþing ytra áskilji sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu þeir sem sveitarfélagið Rangárþing ytra styrkir hafa jafnréttisáætlanir, sýna fram á að farið sé eftir þeim og að aðgerðaráætlun sé skýr. Sveitarstjóra falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða.

20.Sandhóll, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar.

1802015

Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ketils Gíslasonar, kt. 290367-4259, fyrir gistingu, tegund 'C' Minna gistiheimili á lóð sinni Sandhóli 5.

Samþykkt samhljóða.

21.Ranaflöt úr Meiri-Tungu 1, umsögn um nafn

1802030

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að lóð Þ1, skv. deiliskipulagi Meiri-Tunga 1 (landnr. 201366), fái nafnið Ranaflöt.

Samþykkt samhljóða.

22.Myrkvaborgir, Umsókn um stofnun lögbýlis

1708019

Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis úr landi Litla-Klofa, með landnr. 209911, og nefna það Myrkvaborgir.

Samþykkt samhljóða.

23.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 856 fundur

1802032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Samningur um áfanga II - uppsteypa sökkla og stöpla.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti samninginn.

Samþykkt samhljóða.

25.Innheimtumál

1802037

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?