22. fundur 22. nóvember 2023 kl. 11:30 - 12:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2309040

Fjárhagsáætlun 2024-2027. Fyrri umræða.
Lögð fram og kynnt tillaga byggðarráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2024-2027. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember n.k.

2.Markaðs- og kynningarfulltrúi

2308031

Ráðning Markaðs- og kynningarfulltrúa
Lögð fram tillaga að ráðningu markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra.

Tekið var stutt fundarhlé.

Sveitarstjórn þakkar umsækjendum sem sóttu um starfið fyrir áhuga á starfinu en margar góðar umsóknir bárust. Lagt til að Ösp Viðarsdóttir verði ráðin í starfið.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?