18. fundur 16. ágúst 2023 kl. 08:15 - 09:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir aðalmaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndu bætast við tvö mál, liður 12, 13. stjórnarfundur Odda bs. og 2. fundur Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2208017

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í júní.

2.Styrkbeiðni vegna þátttöku í heimsmeistaramóti íslenska hestsins

2307051

Lúðvík Bergmann óskar eftir styrk fyrir son sinn vegna þátttöku hans í keppni á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi.

Lagt til að samþykktur verði styrkur kr. 50.000 í samræmi við reglur sveitarfélagsins um slíka styrki.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn óskar keppendum úr Rangárvallarsýslu á heimsmeistaramóti íslenska hestsins til hamningju með glæsilegan árangur.
Fylgiskjöl:

3.Gaddstaðir 49

2303065

Svar við fyrirspurn
Lögð fram til kynningar svör sveitarstjóra við fyrirspurn fulltrúa D-lista frá sveitarstjórnarfundi 14. júní s.l:
1.Lóðin er stofnuð sem endalóð með engar byggingarheimildir skv. gildandi deiliskipulagi og með sameiningu lóðanna er ekki gert ráð fyrir aukningu byggningarheimilda að neinu ráði.
2. Ekki eru tengingar inn á lóðina skv. gildandi deiliskipulagi.
3. Breytingar á deiliskipulagi varðandi ofangreinda þætti myndi geta valdið Gaddstöðum 48 tjóni eða deilum þar sem ný lóð hefur áhrif á þá lóð sem er þá ekki endalóð og hefðu alltaf grenndaráhrif.
4. Skilyrði eru um göngu-, hjóla- og reiðleiðir fram hjá lóðinni sem eru íþyngjandi fyrir lóðarhafa.
5. Kaupverðið er ásættanlegt og miðað við reglur sveitarfélagsins.
6. Aukaland hefur verið sameinað áður á svæðinu án sérstakrar auglýsingar þannig að það er fordæmi fyrir slíkri ráðstöfun áður.

ÞS og EÞI tóku til máls.

Bókun fulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjóra eru þökkuð svörin en þó er ástæða til að ítreka eftirfarandi. Það er sérstakt að sveitarfélagið að eigin frumkvæði ráðist í kostnað og vinnu við að skipuleggja lóðir í íbúðahverfum þar sem ekki er gert ráð fyrir byggingaheimildum.
Það er í raun ekki síður athyglivert að skipuleggja lóð með tilheyrandi kostnaði án tenginga við lóðina. Á svæðinu var fyrir skipulagður stígur og því engin forsendubreyting þar. Þá líta margir svo á að í því felist ákveðin lífsgæði að slíkir stígar séu til staðar í skipulögðum hverfum með tilheyrandi útivistarmöguleikum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um að leitað hafi verið eftir upplýsingum um markaðsverð nýrrar lóðar. Ráðist var í deiliskipulagsgerð við að útbúa lóðina á kostnað sveitarfélagsins. Hún seld án auglýsingar og því ekki gætt jafnræðis við málsmeðferð.
Það er mat undirritaðra að þær skýringar sem gefnar hafa verið séu léttvægar og því óskiljanlegt með öllu hvers vegna staðið er að málum með þessum hætti og hvers vegna opinberu fjármagni er ráðstafað eins og hér hefur verið gert. EÞI, BG, ÞS.

4.Íþróttavöllur Hellu - úrbætur til skammstíma

2307031

Sveitarstjórn þakkar UMF Heklu fyrir erindið. Lagðar fram tillögur frá UMF Heklu um úrbætur til bráðabirgða á íþróttavellinum á Hellu.

Lagt til að vísa málinu til umfjöllunar í Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt samhljóða.

5.Tillaga Á-lista um birtingu fundargerða afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2308017

Lögð fram tillaga frá Á-lista um að afgreiðslufundir byggingarfulltrúa verði færðar í fundargerð og niðurstaða funda verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

ÞS tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

6.Borg og Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi. Sameiginleg lýsing

2301052

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Borg í Þykkvabæ og Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði fyrir bæði svæðin. Lýsing hefur verið kynnt og bárust athugasemdir við hana. Skipulags- og umferðarnefnd afgreiddi málið af sinni hálfu 2. mars s.l. en sveitarstjórn frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 8.3.2023.

Sveitarstjórn hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögu viðkomandi mála. Sveitarstjórn leggur til að málunum verði skipt upp, þar sem kynningu sameiginlegrar lýsingar er lokið, og sérstök tillaga fylgi hverju máli fyrir sig hér eftir. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á við umsækjendur að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir umrædd svæði í samræmi við landnotkun samhliða ferli breytinganna á aðalskipulaginu. Varðandi athugasemd frá Lögborg vegna eignarhalds á svæðinu vísar sveitarstjórn til þess að borist hafi beiðni um breytingu á landnotkun lóðanna frá þeim aðila sem skráður er þinglýstur eigandi lóðanna í bókum sýslumanns. Af þeim sökum telur sveitarfélagið réttmætt að verða við ósk þinglýsts eiganda um að veita heimild til vinnslu skipulags. Sveitarstjórn vill árétta að ef uppi er ágreiningur um eignarrétt að viðkomandi lóðum þá þurfa aðilar að leysa hann sín á milli. Sveitarfélagið getur ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi.

Samþykkt samhljóða.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15

2307003F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda afmörkun. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gera ráðstafanir til að þær spildur sem liggja utan við sveitarfélagamörk en tilheyra jörðum í Þykkvabæ, verði stofnaðar og staðsettar í samræmi við verklag landupplýsingadeildar Þjóðskrár. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á sameinaðri lóð. Nefndin leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þessu til samræmis. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt með fimm atkvæðum en tveir sitja hjá (EÞI,BG).
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda breytingu á lóðinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

    Margrét Harpa víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að áform lóðarhafa verði grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum á svæðinu Haukadalur suður áður en afstaða verður tekin. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir áhyggjur foreldra og leggur til að ráðist verði í heildarskoðun á umferðaröryggismálum innan sveitarfélagsins. Varðandi viðbrögð við kröfu foreldra leggur nefndin til að sett verði upp tímabundin og afturkræf hraðahindrun þar til niðurstaða liggur fyrir úr endurskoðun þessara mála. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram upplýsingar um kostnað við gerð fjárhagsáætlunar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að erindinu verði frestað varðandi bílastæðin þar til heildarendurskoðun á umferðaröryggismálum og fyrir hverfið er lokið Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir sjónarmið stýrihópsins og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að stofna viðkomandi lóðir og að samhliða verði gerðar nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi tilheyrandi svæða. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að fresta afgreiðslu málsins þar til umsagnir frá Veiðifélögum, Fiskistofu, Landgræðslunni, Umhverfisstofnun og öðrum hagsmunaaðilum liggja fyrir. Þar sem mörk sveitarfélaganna Rangárþings ytra og eystra liggja eftir umræddum árfarvegi þyrfti einnig að kalla eftir umsögn Rangárþings eystra. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Lagt fram til kynningar Bókun fundar
    Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar
    Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Lagt fram til kynningar. Fyrirhugað er að halda sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun um málefni Landmannalauga. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fyrirhugað er að halda sameiginlegan fund með sveitarstjórn, umferðar- og skipulagsnefnd, Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd, Umhverfisstofun og forsætisráðuneytinu þar sem farið yrði yfir málefni Landmannalauga. Sveitarstjórn áætlar að bregðast formlega við tilmælum sem fram koma í skýrslu Skipulagsstofnunar í framhaldi af fundinum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarfélagið samþykkti á fundi sínum þann 1.12.2022 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem hluti af núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði SL26 ásamt hluta af óbyggðu svæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25.11.2022 hefur verið kynnt og einnig hefur skipulagstillagan verið kynnt á vinnslustigi. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028.

    Lagt er til að sveitarstjórn samþykki afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar og tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu vinnslutillögu skv. 2. mgr. 30. gr. sömu laga. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á VÞ25 þar sem heimild verði aukin í 50 gesti. Nefndin telur eðlilegast að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir SH-18 til samræmis við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulaginu og að heimild fyrir gestafjölda skiptist jafnt milli hlutaðeigandi lóða innan VÞ25. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 30. gr. skipulagslaga. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á VÞ6 þar sem heimild verði aukin úr 15 gestum í 50 gesti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar húsa frá Bjallavegi. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin tekur ekki afstöðu til breiddar á vegum innan svæðisins í tengslum við fyrirhugaða umsókn íbúa um héraðsveg en telur að lóðarhafar þurfi að hafa í huga að lóðamörk við vegi geti breyst ef ætlunin er að uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar um héraðsveg innan svæðisins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna og samþykkir að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og getur ekki fallist á rök landeigenda þar sem staðfest landskipti liggja fyrir sbr. uppdrátt frá Eflu dags. 7.1.2018 þar sem umrædd aðkoma er greinilega sýnd og samþykkt af hlutaðeigandi aðilum.
    Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og samþykkir því tillöguna. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að tillagan verði auglýst að nýju samhliða auglýsingu á tilheyrandi breytingu á kaflanum um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi sem komið er í ferli. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að ekki sé þörf á að breyta tillögunni vegna þeirra. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Svar til þeirra er gerðu athugasemdir við fyrirhugaða tengingu verður gerð skil undir tilheyrandi erindi
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir svar skipulagsfulltrúa til þeirra sem gerðu athugasemdir í grenndarkynningu.
    Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin telur að þar sem tenging við Suðurlandsveg er á 50 km hámarkshraða á Suðurlandsvegi skuli taka tillit til slíkra viðmiða varðandi umferðaröryggi. Umrætt svæði Suðurlandsvegar er einnig innan þéttbýlismarka Hellu eins og það er skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram lögð gögn og leggur til að tillagan verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem tímafrestur skv. skipulagsreglugerð frá því að frestur til athugasemda rann út er liðinn. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 15 Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að hægt sé að breyta skipulagi á þann hátt að möguleiki sé til fastrar búsetu á lóðinni í framtíðinni. Nefndin leggur því til að sveitarstjórn taki jákvæða afstöðu til málsins en fái viðeigandi umsagnaraðila til að meta hvað þurfi að gera til að skipulagsbreytingin geti orðið að veruleika.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

8.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 1

2307006F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

BG tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um styrk að fjárhæð kr. 250.000 til Leikfélags Rangæinga gegn því að leiksýningin verði sett upp.

Samþykkt samhljóða.

9.Byggðarráð Rangárþings ytra - 15

2305011F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

10.Byggðarráð Rangárþings ytra - 16

2306006F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

11.Byggðarráð - vinnufundur - 14

2307002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

12.Oddi bs - 13

2308001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

13.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 2

2307007F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 2 Umfjöllun frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Bókun fundar Lagt til að fela sveitarstjóra að svara spurningum frá Samgöngunefnd SASS.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 2 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fyrirhugað er að halda sameiginlegan fund með sveitarstjórn, umferðar- og skipulagsnefnd, Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd, Umhverfisstofun og forsætisráðuneytinu þar sem farið yrði yfir málefni Landmannalauga. Sveitarstjórn áætlar að bregðast formlega við tilmælum sem fram koma í skýrslu Skipulagsstofnunar í framhaldi af fundinum.

    Samþykkt samhljóða.

14.Byggðasafnið í Skógum

2308005

Fundargerð stjórnar 1. febrúar 2023. Ársskýrsla og ársreikningur 2022. Tillaga að viðbyggingu við samgöngusafn.

Í fundargerð stjórnar er lagt til að vísa til sveitarstjórna tillögu um að safnstjóri haldi áfram að skoða með viðbyggingu við samgöngusafnið og fjármögnunarmöguleika.

Lagt til að heimila safnstjóra að skoða málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

15.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs frá 15. júní s.l.
Lagt fram til kynningar.

16.Stofnun veiðifélags - efra svæði Eystri-Rangár

17.Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga

2308006

Fjármálaráðstefna SÍS 21.-22. september nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur Vottunarstofunar Túns ehf 2023

2308004

Fundarboð á aðalfund 17. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Smölun ágangsfjár

2308014

Samráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga og framkvæmdastjóra sveitarfélaga. Kynningargögn.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?