24. fundur 02. maí 2024 kl. 08:30 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Þjóðlendumál Eyjar og sker, málsmeðferð

2404165

Tilkynning þessi er send sveitarfélögum sem liggja að sjó og Sambandi íslenskra sveitarfélaga



Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.
Lagt fram til kynningar

2.Endurskoðun stuðningkerfa í skógrækt og landgræðslu

2402078

Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis nú er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að verkefnið verði betur kynnt utan stjórnsýslunnar.

3.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

2401005

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál, https://www.althingi.is/altext/154/s/1338.html

Byggðaráð frá fundi 24.4.20242 vísaði málinu til umsagnar Skipulags- og umferðarnefndar (Liður 3.1).
Skipulags- og umferðarnefnd vekur athygli á að um óljós skilaboð eru að ræða hvað varðar tengingu liðar 1.2 við lið 3.1. um þegar röskuð svæði, enda fyrirhugað Vaðölduver sannarlega innan umræddrar miðhálendislínu, eins og hún er skilgreind. Nefndin vísar til skýrslu um nýtingu vindorku dags. 9.11.2017 sem unnin var fyrir sveitarfélagið við endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin áskilur sér rétt til frekari umsagna á síðari stigum málsins.

4.Umferðarmál. Staða mála

2310087

Farið yfir stöðu umferðarmála

Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að haldinn verði sérstakur fundur um málefni umferðaröryggis í sveitarfélaginu og að fenginn verði ráðgjafi í umferðarmálum til álitsgjafar um það sem betur má fara.

5.Þétting byggðar 2023

2307024

Byggðaráð frá fundi 12.7.2023 vísar erindi Stýrihópsins um miðbæjarskipulag til afgreiðslu og frekari úrvinnslu þar sem stýrihópurinn leggur til að lóðin nr. 8 við Breiðöldu verði auglýst til úthlutunar. Svæðið norðan við blokkina, við enda Bergöldu, verði áfram nýtt sem opið svæði til útivistar. Varðandi skipulagt leiksvæði við Baugöldu verði tillaga nefndarinnar frá fundi 7.12.2020 uppfærð og svæðið gert að tveimur íbúðarhúsalóðum, einbýli eða tvíbýli. Samhliða verði hugað að frágangi á skilgreindu leiksvæði milli Baugöldu og Langöldu. Grenndarkynningu lauk með fresti til athugasemda þann 26. apríl sl. Athugasemdir bárust og er lögð fram samantekt á fram komnum athugasemdum og viðbrögðum við þeim.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu varðandi Breiðöldulóðina að teknu tilliti til framkominnar athugasemdar. Nefndin óskar eftir skýrari útfærslu á snúningssvæði.
Varðandi uppbyggingu við Baugöldu leggur nefndin til að fallið verði frá hugmyndum að íbúðaruppbyggingu um sinn þar til leiksvæðið milli Baugöldu og Langöldu verði orðið að veruleika. Að auki leggur nefndin til að sett verði uppbyggð gangbraut í formi hraðahindrunar við enda göngustígsins á miðja Baugöldu.

6.Stóru-Skógar, breyting á deiliskipulagi.

2404173

Eigendur Stóru-Skóga (L230849) og Stóru-Skóga L (L234476) óska eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

7.Grenjar 2. Breyting á deiliskipulagi.

2404172

Eigendur Grenja 2 L226585 óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 1.10.2019. Í breytingunni fælist að bætt yrði við einni lóð undir núverandi íbúðarhús og gerð ný aðkoma að upprunalóðinni Grenjum 2. Ekki yrði um breytingar á byggingarheimildum að ræða. Ný lóð fengi heitið Grenjabakki.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

8.Jarlsstaðir. Breyting á afmörkun deiliskipulags á landbúnaðarsvæði

2404162

Landeigandi óskar eftir að afmörkun núverandi deiliskipulags sem gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, hesthúss og skemmu, verði breytt. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðis og lóðamörk lóða breytist. Lóðamörk lóðar 1 sem áður teygði sig til norðausturs meðfram ánni breytast. Lóðin styttist til norðausturs meðfram ánni en í staðinn stækkar lóðin til norðausturs að aðkomuvegi svæðisins. Lóðastærð er óbreytt. Lóðamörk lóðar 2 breytast lóðin minnkar úr 11.44 ha í 8.30 ha.

Mörk skipulagssvæðis breytist til samræmis við breytta lóð og nær til lóða 1 og 2.

Að öðru leyti gilda eldri deiliskipulagsskilmálar.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Norður-Nýibær. Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.

2404148

Fyrirhugað er að stækka verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi s.s. smíðaverkstæði. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum. Í rað -og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Gert verður ráð fyrir allt að þremur nýjum aðkomuvegum inn á skipulagssvæðið. Skipulagslýsing frá Eflu dags. 24.4.2024.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi svæði er skilgreint sem Verslunar- og þjónustusvæði VÞ23 og landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024.

10.Lundarskarð. Breyting á deiliskipulagi.

2404175

Eigendur Lundarskarðs óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 15.4.2021. Breytingin snýr að færslu á byggingarreit A, hætt er við byggingu íbúðarhús/gestahús, en þess í stað er ráðgert að byggja þrjú gestahús. Byggingarmagn eykst lítillega. Gert er ráð fyrir að hvert gestahús verði allt að 60 m2 að stærð. Byggingarreitur B færist örlítið til. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.4.2024.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.

11.Reyðarvatn 5 K5. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2401040

Lóðarhafi með samnþykki eigenda hefur óskað eftir að skipta úr lóð L164770 Reyðarvatn K5 litlum skika og sameina við Reyðarvatn L164544 að nýju. Að auki að fella niður og sameina lóðir L219683 (Reyðarvatn K3) og L219684 (Reyðarvatn K4) við Reyðarvatn K5 L164770. Sameinaðar lóðir munu halda landnúmerinu L164770 og breyting verður á nafni landareignar úr Reyðarvatn K5 í Austasta Reyðarvatn. Samhliða landskiptunum var óskað eftir að breyting yrði gerð á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði minnkað sem nemur breytingum á tilteknum lóðum og fært í landbúnaðarnot að nýju. Lýsing skipulagsáforma var kynnt með fresti til athugasemda til 29. febrúar 2024. Lögð er fram tillaga skipulagsáætlana frá Eflu dags. 26.3.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

12.Heimahagi. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

2310049

Heimahagar hrossarækt ehf, eigandi Heimahaga L206436, hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af 25 ha svæði úr jörð félagsins undir frístundanotkun. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma var kynnt frá 14. - 28. mars sl. Lögð er fram tillaga að breytingu á landnotkun, greinargerð frá Eflu dags. 24.4.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

13.Tindasel. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

2402003

Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 hefur lagt fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Samhliða óskar hann eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Lögð er fram tillaga að skipulagsáætlunum frá Eflu dags. 23.4.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning vinnslutillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

14.Gunnarsaholt land L164499. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404112

Félagið Bvest ehf óskar eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi hluti af Gunnarsholti landi L164499, Gunnarsholti L164495 og landi Geldingalækjar L164490, samtals um 60 ha, verði breytt úr landbúnaðarsvæði í iðnaðar- og athafnasvæði. Félagið hefur í hyggju að framleiða skógarplöntur á umræddri landspildu og liggur fyrir rammasamningur á milli ríkisins og félagsins um leigu á landinu. Gert er ráð fyrir að plantað verði trjám umhverfis starfsemina, í um 20-30 hektara svæði, þ.e. sem skjólbelti innan lóðarmarka.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Nefndin leggur til að umrætt svæði verði skilgreint sem iðnaðar- og athafnasvæði og að afmörkun þess verði sérstæð.

15.Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Br á aðalskipulagi og deiliskipulag

2403033

Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016 - 2028 fyrir Galtalækjarskóg L165042 og Merkihvol L192626. Jarðirnar eru í heildina um 83 ha að stærð og búið er að samræma landamerki beggja landa og aðliggjandi jarða. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir:

Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun.

Jafnfram er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu. Skipulagslýsig frá Eflu dags. 23.4.2024.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024.

16.Lerkiholt og Minna-Hof. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404176

Sett er fram sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Svæðin sem breytingin nær yfir er annars vegar Meiri-Tunga land L195063 (Lerkiholt) og hins vegar 5 lóðir úr Minna-Hofi á Rangárvöllum. Bæði svæðin eru skilgreind landbúnaðarsvæði og eiga að breytast í íbúðasvæði með möguleika á fastri búsetu og rekstri ferðaþjónustu. Skipulagslýsing frá Eflu dags. 24.4.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024.

17.Geitasandur og Geldingalækur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404174

Sett er fram sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Svæðin sem breytingin nær til eru Geitasandur (L199603) og Geldingalækur (L164490). Jarðirnar eru samanlagðar um 3476,7 ha að stærð. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verði breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel.

Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.4.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 9. - 23. maí 2024.

18.Múlaland L164996 deiliskipulag

2304033

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi í samræmi við ný og uppfærð skipulagsgögn frá Eflu dags. 11.12.2023. Með fram lagningu þessarar tillögu er málinu fram haldið frá því afgreiðslu var frestað frá júní árið 2023. Tillagan var auglýst frá og með 15.2.2024 til og með 28.3.2024. Engar athugasemdir bárust en Umhverfisstofnun bendir á að hraunið umhverfis hafi hátt verndargildi og beri því að varast spjöll.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Faxaflatir. Breyting á deiliskipulagi

2312053

Lóðarhafi í samráði með sveitarfélaginu hefur fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Faxaflatir sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda. 26.4.2018. Breytingarnar sem um ræðir eiga að mestu við lóðina Faxaflatir 4, þar sem afmörkun lóðar verður lagfærð og byggingareitur færður og stækkaður, bætt verði við verslunarhúsi, og skilgreindar verði betur byggingarheimildir innan lóðarinnar. Að öðru leyti verði lóðamörk og byggingareitir uppfærðir á svæðinu í samræmi við áður gerðar breytingar á mörkum svæðisins. Að auki verður númering lóða uppfærð til samræmis við gildandi reglugerð um staðföng. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 29.12.2023. Tillagan var auglýst frá og með 15.2.2024 til og með 28.3.2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Árbakki. Breyting á deiliskipulagi

2402037

Eigendur lóðanna Árbakki lóð 41 - L214332, Árbakki lóð 43 - L214332, Árbakki lóð 45 - L214335, Árbakki lóð 40 - L214331, Árbakki lóð 42 - L214333, Árbakki lóð 44 - L220921 og Árbakki lóð 46, L220922 hafa fengið heimild til að fá að gera minni háttar breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbakka frá árinu 2006 þar sem byggingareitir verði færðir til innan lóða, örlitlar leiðréttingar gerðar á afmörkun og stærðum lóða og vegakerfi uppfært í takt við núverandi legu vega innan svæðisins. Að auki er kvöð sett á lóðir nr. 40, 42, 44 og 46 um aðkomu að lóðum nr. 41, 43 og 45. Skipulagsgögn frá Landformum dags. 14.2.2024. Tillagan var auglýst frá og með 14.2.2024 til og með 25.4.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Mílu, Landsneti, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Móholt og Hrafntóftir II. Deiliskipulag

2402032

Eigendur lóðanna Móholts 1 og Hrafnaþings hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu í samræmi við skipulagstillögu frá Kanon arkitektum dags. 13.2.2024. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina tvær lóðir á landi Hrafnaþings L233392 og skilgreina á þeim byggingarreiti fyrir vélageymslur og gripahús og skilgreina byggingarreit á lóðinni Móholt 1, L205150 fyrir íbúðarhús, baðhús og gestahús og bílskúr. Aðkoma að lóðunum er frá Þykkvabæjarvegi nr. 25. Tillagan var auglýst frá og með 14.2.2024 til og með 25.4.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Mílu, sem bað um samráð þegar framkvæmdir hefjast, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerði athugasemdir við að staðsetning rotþróa skuli ekki sýnd á uppdrætti, Landsneti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Efra-Sel 3C. Deiliskipulag

2210001

Eigendur Efra-Sels 3C L220359 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á landnotkun hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Tillaga var auglýst frá og með 4. janúar 2023 til og með 15. febrúar 2023. Vegna tímamarka í skipulagsreglugerð þarf að fjalla um tillöguna að nýju. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Atla Ágústssyni dags. 24.4.2024
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Hrafntóftir 1, L165392. Deiliskipulag.

2404102

Eigendur lóðarinnar Hrafntóftir 1 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Gert verði ráð fyrir byggingu einbýlishúsa, gestahúsa, bílskúra og skemmu. Skipulagsgögn frá Sturlu Jónssyni dags. 27.3.2024. Tillagan er í auglýsingu til 23. maí nk. Sótt hefur verið um undanþágu frá grein 5.3.2.5 um fjarlægð milli bygginga og vegar og óskar Innviðaráðuneytið eftir afstöðu sveitarfélagsins til umbeðinnar undanþágu.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði undanþága frá ákvæðum skipulagsreglugerðar hvað varðar fjarlægð milli byggingareita og Þykkvabæjarvegar, enda hafi núverandi mannvirki sem miðað er við sem fjarlægðarmörk í tillögu að deiliskipulagi, og sem staðið hefur á sínum stað í allmörg ár, engin áhrif haft á umferðaröryggi eða ónæði gagnvart Þykkvabæjarvegi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á veitingu undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar.

24.Minnivallanáma matskyldufyrirspurn

2311040

Fyrirhuguð er efnistaka á allt að 30.000 m3 af efni á 2,4 ha svæði úr Minnivallanámu í tengslum við enduruppbyggingu Hvammsvegar. Náman er í landi Minni-Valla í sveitarfélaginu Rangárþingi Ytra. Nú þegar hafa verið unnir um 20.000 m3 af efni úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv. aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m3 . Efnistaka mun fara fram innan núverandi efnistökusvæðis sem þegar er raskað og á 1 ha óröskuðu svæði. Framkvæmdaraðili er Landefni ehf. Efnistökusvæðið er staðsett innan fjarsvæðis vatnsverndar. Í samræmi við 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 er framkvæmdin því tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings ytra.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

25.Ljósleiðari frá Búrfellsstöð að Hvammsvirkjun. Ósk um framkvæmdaleyfi.

2404158

Orkufjarskipti hf óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar á ljósleiðara og rafstreng frá Búrfellsstöð að væntanlegri Hvammsvirkjun. Lögnin er ca. 18,5 km löng og er í samræmi við sýnda lagnaleið í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Rafstrengur og 20 mm rör fyrir ljósleiðara verður plægt í jörðu, nema á nokkrum stöðum þar sem jarðvegur er grófur, þar verður grafið. 5-6 tengibrunnar verða aðgengilegir á leiðinni til viðhalds og eftirlits.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Rangárþings ytra. Lagnaleiðin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Mælist nefndin til þess að áður en leyfið verður samþykkt til útgáfu verði leitað umsagna viðeigandi umsagnaraðila og forsætisráðuneytisins þar sem um svæði á þjóðlendu er að ræða. Sett verði fram skilyrði fyrir útgáfu leyfisins á grundvelli þeirra umsagna sem berast vegna málsins.

26.Geitasandur. Umsókn um framkvæmdaleyfi til akuryrkju.

2404164

Land og skógur sækir hér með um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar akuryrkju á landi Geitasands L199603 sem er í eigu Ríkissjóðs en í umsjá Lands og skógar, samtals á um 132 hekturum. Annarsvegar er um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel og hins vegar neðst á Geitasandi, austur af golfvellinum á Strönd.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um akuryrkju á Geitasandi. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

27.Landmannalaugar göngupallar. Framkvæmdaleyfi

2404147

Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á göngupalli frá skála Ferðafélags Íslands að nýjum laugapalli við náttúrulaug. Umsókn um framkvæmdaleyfi send 16. apríl 2024.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um endurnýjun á göngupalli frá skála Ferðafélags Íslands að nýjum laugapalli við náttúrulaugina í Landmannalaugum. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

28.Flokkun landbúnaðarlands

2209079

Samkvæmt breytingum á jarðalögum frá árinu 2021 er gert ráð fyrir að sveitarstjórn taki ákvörðun um breytingar á landnotkun á grundvelli heildstæðs mats samkvæmt skipulagsáætlun. Við gerð aðalskipulags í dreifbýli skal land flokkað með tilliti til ræktunarmöguleika. Lögð er fram greinargerð frá Eflu dags. 29.2.2024 þar sem farið er yfir hvernig unnið er að flokkun landbúnaðarlands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?