3. fundur 25. október 2023 kl. 16:30 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Roman Jarymowicz varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2022-2026

2208122

Lagt fram til kynningar.

2.Töðugjöld 2023

2302013

Farið yfir skýrslu um Töðugjöld 2023. Nefndin þakkar skemmtileg Töðugjöld og gott utanumhald. Þátttaka íbúa í undirbúningi og framkvæmd viðburðarins er gríðarlega mikilvæg. Nefndin hvetur íbúa til þátttöku svo vel megi til takast.



Á næsta ári mun svart/hvíta hverfið koma að undirbúningi og framkvæmd ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa og rauða hverfið býður heim.



Kostnaður vegna Töðugjalda fór fram úr áætlun en rúmast þó innan áætlunar nefndarinnar.



Nefndin leggur til að fjármagn til Töðugjalda verði aukið árið 2024 þar sem aðföng og aðkeypt þjónusta hefur hækkað gríðarlega en fjármagn sveitarfélagsins til viðburðarsins hefur verið skorið niður síðustu ár.

3.Samborgari Rangárþings ytra

2310006

Farið yfir reglur um Samborgara Rangárþings ytra.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi reglur um Samborgara Rangárþings ytra og í framhaldi verði formanni nefndarinnar falið að auglýsa eftir tilnefningum.

4.Fjárhagsáætlun 2024 - tillögur markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar

2310009

Umræður um fjárhagsáætlun 2024.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn verkefni að upphæð 9.700.000 kr.

Þar af er lögð til hækkun á Töðugjöld og 17. júní. Önnur verkefni sem lögð eru til eru aðrir viðburðir, Menningarsjóður, Fjölmenningarmál, Uppsetning fræðsluskilta, markvissar myndatökur og kynningarátak.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?