Landnot

Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1-3
Sími: 8974625

Upphaf fyrirtækisins má rekja til 1986, en þá stofnuðu bekkjarfélagar úr landfræði við HÍ vinnustofu sem staðsett var á Selfossi í nokkur ár og hét þá Landkostir ehf. Þá var Ísland enn í gamla tímanum varðandi landmælingar og þjónustu vegna landamerkja, allt unnið á teikniborði með pennum á málfastan pappír, ekkert samræmt hnitakerfi til fyrir landið og hugtakið landupplýsingar eða landupplýsingakerfi ekki til.

Tölvuvæðingin hófst í grafíska geira kortagerðarinnar, tengd umbroti og prentun á teiknuðum filmum. Verkefni Landkosta 1990-1995 voru kortagerð fyrir bókaútgefandur og ferðaþjónustuna, allt endaði sem prentaðar afurðir í bókum eða kortabæklingum. Starfsemin lá niðri á árunum 1995 og fram yfir aldamótin 2000. Upp úr aldamótunum hóf fyrirtækið aftur starfsemi, fékk 2003 nafnið Landnot ehf. og hreiðraði um sig þeim grundvelli sem það hefur starfað síðan, landupplýsingageiranum þar sem allt unnið stafrænt og öll kort unnin í samræmdu hnitakerfi fyrir landið.

Landnot hefur verið með vinnustofu á Hellu frá árinu 2006. Þróunin leiddi til sérhæfingar á sviði landeigna, heimildarýni vegna landamerkja, landskipta og hnitsetninga svo eitthvað sé nefnt. Gagnagrunnur Landnota ehf. vex stöðugt og í dag samanstendur hann af miklu magni upplýsinga um mörk landeigna af öllum stærðum, allt frá stærstu jörðum niður í smæstu lóðir. Afurðir fyrirtækisins öðlast framhaldslíf í gagnagrunnum Þjóðskrár (fasteignaskrá) og þinglýsingarkerfi sýslumanns.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?